Vikan


Vikan - 23.07.1964, Blaðsíða 24

Vikan - 23.07.1964, Blaðsíða 24
Framhafdssagan eftir Serge og Anne Golon 6. hluti NÝIR LESENDUR GETA BYRJAÐ HÉR: Angelique er dóttir de Sancé baróns af Montelouv, og elst upp í stórum systkinahópi. Baróninn, er fátækur, og hefur ekki tök á aö veita börn- unum þaö aöálsuppeldi, sem stétt hans krefst. Þess vegna tekur hann boöi Molines, ráösmanns á óöáli de Plessis, frænda de Sancé, um að rækta múldí/r í stórum stíl, gegn ftví aö fá væna fyrirframgreiöslu. Þannig er honum kleift aö senda elztu börn sín í klausturskóla, en áöur en Angelique fer, verður hún vitni að ftví, aö de Condé, prins, ætlar aö ráöa kónginn af dögum, og henni tekst aö stela eitrinu, sem Vil þess á aö nota, ásamt yfirlýsingum nokkurra háttsettra aöalsmanna, sem meösekir eru, og felur skrín meö þessu inniháldi. Hún dvelur fáein ár í klausturskólanum, en er sótt þangað 18 ára, því þá hefur faöir hennar, eöa öllu heldur Molines, fundiö eiginmann 'handa henni, liinn auöuga de Peyrac greifa í Toulouse. Angelique kemst aö því, aö greif- inn liefur beöiö hennar eingöngu af því, aö heimamundur hennar er lamdsvæði meö gamalli blýnámu. Enginn í fjölskyldu hennar hefur séö greifann, en hestasveinn fööur hennar, œskuvinur liennar, Nicholas, hefur séö hann og segir aö hann sé forljótur, og kállaöur „Halti djöf- ullinn í Languedoc“. Og fóstran hennar, Noiniou, segir aö de Peyrac \heilli konur til sín meö göldrum og lialdi œöisgengnar veizlur í höll sinni. Greifimít sendir d'Andijos, markgreifa, vin sinn, til þess aö sækja Þetta er ekki hann, bað An Eiginmaður yðar, De Peyrac Angelique og giftist henni meö umboöi sínu, en slik brúökaup voru algeng á þessum tímum. MeÖan á brúökaupinu heima t Montéloup stendur, ákveöur Angelique aö hefna sín á þessum fjarstadda brúö- guma, sem henni finnst hún hafa veriö svikin upp á, meö því aö gefa sig hestasveininum Nicholasi á váld, svo hún komi ekki ósnortin til greifans. Hún finnur Nicholas, og hann ber liana inn í hlööu og leggur hana þar niöur í Jieyiö. Angelique fannst hún undarlega létt og laus úr öllum mannlegum böndum. Hún var komin í annan heim, Það var eins og hún svifi yfir því, sem hafði verið líf hennar fram til þessa. Hálf rugluð af svörtu myrkri hlöðunnar, áköfum hitanum og heylyktinni, harðhentum en þó mjúkum atlotum, reyndi hún að yfirvinna meðfædda blygðunarsemi sina. Hún vissi hvað hún vildi og vonaði, að Það tæki ekki langan tíma. Með samanbitnum tönnum hét hún sjálfri sér þvi, að greifinn skyldi ekki vera fyrsti karlmaðurinn í lífi hennar. Á þann hátt myndi hún fá sína hefnd. Rétt þegar hefndin varað takast, rauf bjart ljós myrkrið í hlöðunni, og kona í hlöðudyrunum rak upp hátt óp. Nicholas kastaði sér til hlið- ar, og Angelique sá eitthvað koma þjótandi í áttina til hans. Hún þekkti að það var gamli Guillaume og þreif í hann eins fast og hún gat. Nich- olas hafði þotið upp tröppurnar upp á loftið, opnað lúgu á veggnum og hoppað út. Hún heyrði að hann hljóp burt. Konan í dyrunum hélt áfram að æpa. Þetta var Jeanne föðursystir. Angelique sleppti Guillaume, og þaut til föðursystur sinnar. Hún þreif um handleggi hennar. — Viltu halda þér saman, kerlingartrunta! Ætlarðu að valda hneyksli? Viltu að d’Andijos markgreifi taki saman föggur sínar og fari burt, bæði með gjafir og loforð? Þá færð þú ekki fleiri falleg föt. Frá nærliggjandi byggingum nálguðust bændur og þjónustufólk í forvitni, Angelique sá Nounou koma, og jafnvel föður sinn. —• Varst það Þú, sem æptir eins og djöfullinn væri að kitla þig, Jeanne? spurði hann. — Kitla! pípti sú gamla. Armand, ég held ég deyi! — Hvers vegna það? —. Ég kom hingað til þess að sækja svolítið vín og hér i hlöðunni sá ég — sá ég — sé ég .... — Hún sá einhverja skepnu, greip Angelique fram í. — Hún veit ekki, hvort Það var ormur eða mörður. E'n Jeanne, af hverju varstu svona hrædd við þetta? Farðu nú aftur, og fáðu þér meira vín. —- Já, gerðu það, sagði baróninn. — Reyndu nú einu sinni að, gera eitthvað, Jeanne. Hún reyndi sko alls ekki að vera að gagni, hugsaði Angelique. Hún njósnaði um mig. Hún fylgdi mér eftir. Húm bað gamla Guillaume að halda fyrir sig luktinni. Angelique hélt ennþá heljartaki um handlegg föðursystur sinnar. — Skilurðu mig? hvíslaði hún. — Ekki eitt einasta orð, fyrr en þá að ég er farin. Annars eitra ég fyrir þig, með jurtunum, sem ég á. Máttur Jeanne var á þrotum. Hún beit saman vörunum og fylgdi bróður sínum út úr hlöðunni. Grófgerð hendi þreif um Angelique og héltj henni fastri. Án þess að sýna nokkura tillitssemi, byrjaði gamli Guillaume að tína hálmstráin úr hári hennar; og fötum. Hún leit framan í hann og reyndi að ráða í andlitssvipinn. — Guillaume, muldraði hún. —i Ég vil að Þú vitir að .. .. — Ég vil ekki vita neitt, Madame, svaraði hann með virðuleik, sem verkaði á Angelique eins og kinnhestur. — Það, sem ég sá, er nóg. Hann skók krepptan hnefann út í myrkrið og bölvaði lágt. Hún rétti úr sér og gekk aftur inn á hátíðasvæðið. Hún leitaði með augunum að d’Andijos markgreifa, og fann hann að lokum, þar sem hann lá steinsofandi undir stólnum sínum. Flestir gestanna voru annaðhvort farnir eða lágu sofandi hér og þar. En bændurnir voru enn að dansa á enginu. Angelique sat teinrétt og svipþung, og hugsaði um brúðkaupsveizl- una. Það, sem hún hafði ekki lokið við. Hefndin, seml hún hafði ekki getað komið fram, olli henni sársauka fram í fingurgóma. Reiði og skömm skiptust á í huga hennar. Hún hafði tapað gamla Guillaume. Monteloup vildi ekki lengur hafa hana. Þá var ekkert eftir handa henni, annað en að snúa sér að bækluðum eiginmanninum. 13. KAFLX. Næsta dag runnu fjórir léttivagnar og tveir þungir flutningavagnar eftir veginum i áttina til Niort. Angelique átti erfitt með að skilja, að allt þetta tilstand með hesta, ekla, hróp og iskrandi hjólöxla væri henni il heiðurs. Það var erfitt að trúa þvi, að svona mikið væri gert fyrir Mademoiselle de Sancé, sem aldrei hafði haft aðra fylgd en gamlan, uppgjafa hermann, með gamla, uppgjafa lensu. Á flutningavögnunum var þjónustufólkið ásamt farangrinum. Hlæjandi og syngjandi héldu þessi börn Suður-Frakklands heim á leið. I þessum glaða hópi þjónustu- fóiks var Clément Tonnel, sá eini, sem hélt hinum formfasta virðuleik. Hann var aðeins ráðinn brúðkaupsvikuna, en fékk nú aftur að fljóta með i áttina til Niort. En strax fyrsta kvöldið hafði hann komið og beðið um viðtal við Angelique. Hann hafði boðizt til að verða kyrr í hennar þjónustu, annað hvort sem hofmeistari eða þjónn. Með virðulegri og kurteislegri framkomu sinni, hafði hann unnið hjarta Margot, og hún fullvissaði Angelique um, að Þjónn með svona góða framkomu væri áreiðanlega vel þeginn i höllinni í Toulouse. Svo Angelique réði Clément. Einhverra hluta vegna hafði hún beyg af honum. En hún gat ekki fundið hvers vegna. Hinsvegar var hún þakk- 24 — VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.