Vikan - 23.07.1964, Blaðsíða 47
leikið á mig?“ hvæsti hann milli
samanbitinna tannanna. „Þú
heldur að þú getir losnað við
mig...“
„Þeir koma þá og þegar!“
„Þú viðurkennir þá, að þú hafir
kallað á lögguna?"
Hann sló til hennar, óður af
reiði, og ungfrú Margaret Low-
en æpti, þurr í kverkunum af
skelfingu og flýði inn í dagstof-
una. Hann ruddist á eftir henni,
öskrandi af reiði yfir því að vera
þannig svikinn. Nú var þar ekki
lengur um dreyminn og vonglað-
an elskhuga að ræða, og andrá
síðar réðst hann á hana. En þá
hafði ungfrú Margaret Lowen
varnarvopn í höndum, þungan og
mikinn kertastjaka úr silfri, sem
hún reiddi til höggs um leið og
hann náði taki á hinum hand-
legg hennar, og sneri hann svo
að hún veinaði af sársauka. Um
leið laust hún stjakanum í höfuð
honum af öllu afli; fylgdi svo fast
eftir högginu, og hana sárkenndi
til í öxlinni og herðunum, þegar
þétthærður, ljóshærður kollur-
inn veitti stétt stjakans viðnám.
Og Raoul Collins féll flatur á
ábreiðuna.
Felmtri lostinn virti hún hann
fyrir sér. Það var stór blóðflekk-
ur í ljósu hárinu, þar sem brún
stéttarinnar hafði skollið harðast.
Fyrst í stað hugði hún að hann
væri dauður, en sá svo að hann
dró andann; hann hafði því ein-
ungis fallið í rot.
Hún stóð þarna yfir honum
nokkur andartök og reyndi að ná
taumhaldi á geðshræringu sinni.
Loks mátti hún ekki lengur við-
nám veita. Hún féll á kné við
hlið honum, lagði höfuð hans í
skaut sér og tárin streymdu niður
vanga henni.
„Ástin mín...“ stundi hún.
„Vesalings ástvinur minn ..
Það var komið fast að mið-
nætti, þegar lögreglan fór. Marg-
aret Lowen var að lotum komin
af þreytu eftir allt það, sem fyrir
hana hafði komið og geðshrær-
inguna, sem hún hafði orðið fyrir.
En löngun hennar og þörf fyrir
að skrifa varð þreytunni yfir-
sterkari.
Hún tók ljósmyndina af bróð-
urdóttur sinni, samskonar ljós-
mynd og hún hafði sent Raoul
Collins fyrir tveim árum, og
reif hana í smásnepla. Að því
búnu settist hún við skrifborðið,
með ljósblátt bréfsefni fyrir
framan sig og tók að skrifa:
„Elsku Raoul.
Rétt í þessu var föðursystir
mín að segja mér hvað gerzt hef-
ur, og ég á engin orð til að lýsa
harmi mínum og hryggð yfir
því, sem þú hefur orðið að þola.
En þú mátt ekki halda að ég sé
tilfinningaköld, þó að ég játi það
fyrir þér, að ég fagna því að
þannig skyldi fara; fagna því, að
þessi heimskulega flóttatilraun
skyldi mistakast, og þú verður
fluttur í fangelsið aftur. Fagna
því, að við skulum geta haldið
áfram að skrifa hvort öðru, tjá
hvort öðru órjúfandi tryggð okk-
ar og ást. Þessi bréfaskipti hafa
haft svo áumræðilega þýðingu
fyrir okkur bæði ...
HÚS OG HÚSBÚN-
AÐUR
Framhald af bls 27.
í minnsta vafa um það, að all-
mikið mætti koma byggingar-
kostnaði niður með þessari að-
ferð. Hann sagði, að ekkert væri
þvi til fyrirstöðu að byggja alla
veggi hússins úr þesskonar grind
og plötum. En svo kom aftur
gamla sagan með iðnaðarmenn-
ina. Það kom í Ijós, að þeir
höfðu verið óhæfilega lengi að
koma þessu liúsi upp sökum
vankunnáttu og húsið þessvegna
orðið dýrara en efni stóðu til.
Ég held, að hér sé um at-
hyglisverða byggingaraðferð að
ræða, sem fleiri ættu að reyna,
enda þótt von sé til þess að
menn séu tregir til þess að verja
fjármunum sínum til þess að
skóla iðnaðarmenn. Því ber að
fagna, þegar einhver hefur
dirfsku til að brjótast undan
oki vanans. Nýjar tilraunir i
þesa átt — lieppnaðar eða mis-
heppnaðar — leiða þó til ein-
hverrar framþróunar frá þeirri
stöðnun, sem nú rikir almennt.
Vikan mun gera sitt til að kynna
þessar nýjungar, ef einhverjar
verða á vegi okkar. GS.
r
Leiguflug um land allt
NotiS fullkomnar vélar -
örugga og reynda flugmenn elzta
flugskóla Indsins
rannsóknin enn á því, hversu mikið hann þyldi. SÍMI 10880
Hann hugsaði um stúlkuna og um það, sem hún yrði að þola.
PÓSTHÓLF 4
J
“ 47
VIKAN 30. tbl.