Vikan - 23.07.1964, Blaðsíða 22
;:>i:
.-•'• ••••'- ••
• :•••
stuöningi stjórnarinnar, sé það gert í nafni alþjóðlegrar
menningar og samvinnu.“
Inturist, sem er stærsta rússneska ferðaskrifstofan, hefur
nú samband við 400 erlend fyrirtæki og ferðaskrifstofur,
og ýmislegt er nú gert til að laða ferðamenn til landsins
og auðvelda þeim að ferðast þar um og skoða.
Ferðir ýmissa erlendra ferðaskrifstofa liafa verið lengd-
ar innanlands, og áætlanir gerðar um ferðir á staði, sem
erlendir fcrðamenn hafa ekki komið til áður. Intourist
getur nú tekið á móti ferðamönnum í yfir 100 borgum.
Erlendum ferðamönnum er boðin ferð til Síberiu. Þeir
geta farið til Baikal-vatns, þar sem landsfegurð er ekki
álitin minni en við Niagarafossana frægu. Þar geta menn
séð Irkutsk og Bratsk vatnsaflsstöðvarnar, sem eru þær
stærstu í heimi. Þá er einnig hægt að ferðast til Mið-Asíu
lýðveldanna og loks að fara í ferð á hinni voldugu Volgu,
með viðdvöl i Ivazan, höfuðborg Tatar fylkisins, Ulyan- -
ovsk —- fæðingarborg Lenins og Volgograd, þar sem herir
Hitlers voru fyrst stöðvaðir og snúið við.
Ferðamenn geta nú betur skoðað miklar iðnaðarmið-
stöðvar eins og Rostov-on-Don, Kharkov, Minsk, Zaprro-
zhye og Donetsk, en þeir sem áhuga hafa fyrir rússneskum
landbúnaði geta heimsótt samyrkjubú og ríkisbú i Kras-
Framh. á bls. 50.
Rússland er langsamlega stærsta
land jarðarinnar, tæplega 9 millj-
ón fermílur, eða um þrisvar sinn-
um stærra að flatarmáli en Banda-
ríkin. Það skyldi því engan furða
þótt að innan landamæra þess finnist
mesta fjölbreytni í landslagi eins lands,
gróðri, dýralífi, loftslagi, lifnaðarháttum,
atvinnuvegum o. fl. Þar finnast e. t. v.
köldustu staðir jarðar, gróðursælustu,
hrjóstrugustu, hrikalegustu og fegurstu.
Þetta geypistóra landssvæði hefur
hingað til verið lokað að mestu leyti
fyrir ferðamönnum og lítið sem ekkert
gert til að kynna það umheiminum fyrr
en á allra siðustu árum.
Nikita Khrushchev sagði fyrir skömmu
í tilkynningu til Sameinuðu þjóðanna:
„Aliar dyr að landi voru eru opnar upp
á gátt fyrir alla ferðamenn, sem koma
til USSR með þeim einlæga vilja að kynn-
ast lífi rússnesku þjóðarinnar og til að
dæma það hlutlaust. Þess vegna verður
öllum tilraunum til að auka fcrðamanna-
strauminn mætt með réttum skilningi og
22 — VIKAN 30. tbl.
illill
■ -
;•■:>•••;.•
> ' :