Vikan - 23.07.1964, Blaðsíða 49
HILLMAN IMP
ALGJÖR NÝJUNG FRÁ ROOTES VERKSMIÐJUNUM: EINSTÆÐUR f GERÐ MINNI BIFREIÐA
Nú er hægt að fá rúmgóða, þægiíega, sparneytna og ve!byggða, létta bifreið, sem
hefur sömu kosti og útlit, sem stór fjölskyldubifreið. Þetta hefur áunnizt með til-
komu hins nýja HILLMANS IMP hinni einstæðu „eompact"-bifreið, sem er aðeins
3,53 m. á lengd, drifin nýrri léttri aluminium „DIE-CAST"-vél aftan í, með mjög
fullkomnum þar til gerðum girkassa.
Hámarkshraði 120 kph. — Sparneytinn jafnvel á miklum hraða.
IMP hefur alla kosti kraftmikils afturdrifs, fullkomið hlutfall milli þyngdar og afls
og fjölda annarra nýjunga.
HILLMAN IMP. HEFUR FENGIÐ FRÁBÆRA DÓMA UM ALLAN HEIM:
í DAILY EXPRESS segir meðal annars:
„Ég fæ ekki séð hvernig noklcur ökumaður getur stjórnað betri sameiningu, orku og nýtni, en í HILLMAN IMP., einn hugvitsamlegasti
smábíll, sem framleiddur hefur verið af brezka bílaiðnaðinum eða jafnvel í heiminum". — Dennis Holins, DAILY EXPRESS.
STANDARD HLUTIR í HILLMAN IMP. ERU M.A. MIDSTÖÐ - THRU-FLOW-LOFTRÆSTI-
KERFI - RÚBUSPRAUTUR - HURÐARLJÓS - TEPPI Á GÓLFUM - TVÆR SÓLHLÍF-
AR - AÐALLJÓSABLIKKARAR OG FESTINGAR FYRiR ÖRYGGISBELTI.
LEITIÐ UPPLÝSNGA OG SKOÐIÐ ÞESSA EINSTÆÐU BIFREIÐ ÁÐUR EN ÞIÐ FESTIÐ
KAUP ANNARSSTAÐAR.
RAFTÆKNI HF.
Langholtsvegi 113 — Laugavegi 168.
Símar: 20411 & 34402.
sagði hann við sjálfan sig. Ef ég
hefði verið í flugslysi, hefðu þeir
aðeins sagt að þetta væru yfir-
borðssár og mar. Ég yrði sendur úr
sjúkrahúsinu eftir fáa daga. Það
er allt í lagi með mig. Ég komst
af úr flugslysinu. Það er sárt, en
þetta er ekkert. Hugsaðu um bit-
ana og stykkin úr hinum farþeg-
unum. Þakkaðu fyrir, hvað þú hefur
sloppið vel. Hættu að hugsa um
þetta. En bak við þessa sjálfshugg-
un var vissan um það, að það var
enn ekki komið að sjálfu slysinu.
Hann var enn á leið að því og
mótstöðuafl hans hafði verið veikt
rækilega. Hvenær kæmi að því?
Hvernig yrði það? Hversu miklu
meira yrði hann að þola, áður en
hann kæmi á hinn raunverulega af-
tökustað?
í myrkrinu framundan höfðu
þessir litlu rauðu neistar getað
verið missýning, deplar fyrir aug-
unum vegna ofþreytunnar. Bond
nam staðar og deplaði augunum.
Svo hristi hann hausinn. Nei, þessir
rauðu deplar voru þarna. Varlega
mjakaði hann sér nær. Nú hreyfð-
ust þessir deplar. Bond nam aftur
staðar. Hann hlustaði. Yfir sinn
eigin hjartslátt heyrði hann mjúkt,
lipurt fótatak. Þessum rauðu depl-
um hafði fjölgað. Nú voru þeir tutt-
ugu eða þrjátíu, tifuðu til og frá,
sumir hratt aðrir hægt, allsstaðar
í þessum svarta hring framundan.
Bond teygði sig í kveikjarann. Hann
hélt niðri í sér andanum þegar hann
kveikti lítinn, gulan logann. Rauðu
deplarnir hurfu. í staðinn sá hann
fyrir framan sig, svo sem um meter
frá sér, grind úr fínum vír, sem lok-
aði göngunum.
Hann þokaði sér nær og hélt
kveikjaranum fyrir framan sig.
Þetta var einhverskonar klefi með
litlum, lifandi skepnum í. Hann
heyrði þær þjóta burt undan Ijós-
inu. Um það bil feti frá grindinni
slökkti hann á kveikjaranum og
beið eftir því að venjast myrkrinu.
Meðan hann beið og hlustaði,
heyrði hann þessa litlu, smáu fætur
koma aftur í áttina til hans, og
smám saman safnaðist nær honum
skógur af rauðum deplum, sem
störðu á hann gegnum netið.
Hvað var þetta? Bond hlustaði
á hjartslátt sinn. Snákar? Sporð-
drekar? Þúsundfætlur
Hann beygði sig varlega niður
og rýndi á þennan litla, glitrandi
skóg. Hann lyfti kveikjaranum upp
að andlitinu og kveikti svo snögg-
lega á honum. Hann sá litlar klær,
sem gripu gegnum netið og hóp af
sverum loðnum fótum, loðna kvið-
poka og yfir þeim stór skordýrs-
höfuð, sem sýndust alþakin augum.
Kvikindin flýttu sér frá vírnetinu og
hópuðust í hnapp hinum megin í
klefanum.
Bond rýndi gegnum netið og
hreyfði Ijósið fram og aftur. Svo
slökkti hann á því til þess að spara
eldsneytið.
Þetta voru kóngulær, risa-
kóngulær, hver um sig þrjár eða
fjórar tommur á lengd. Þær voru
tuttugu í klefanum. Hann varð ein-
hvernveginn að komast fram hjá
þeim.
Hann lagðist endilangur, hvíldi
sig og hugsaði, meðan rauð augun
söfnuðust aftur fyrir framan and-
lit hans.
Hversu banvænar voru þessar
skepnur? Hversu mikið af því sem
um þær hafði verið sagt var þjóð-
saga? Það var víst að þær gátu
drepið sumar skepnur en hversu
hættulegar mönnum voru þessar
risakóngulær með þennan loðna,
vingjarnlega feld? Það fór hrollur
um Bond.Hann mundi eftir þúsund-
fætlunni. Snerting kóngulóarinnar
yrði miklu mýkri. Fótatak þeirra á
líkamanum yrði eins og vingjarn-
legt klapp — þangað til þær bitu
og tæmdu eiturkirtlana inn í lík-
amann.
Enn á ný vaknaði spurningin: Var
þetta aftökustaður Dr. Nos? Var
ekki aðeins búizt við þvi, að hann
fengi eitt eða tvö bit til þess að
hannyrði viti sínu fjær af sársauka?
Dr. No hlaut að hafa reiknað með
því, að fórnarlambið yrði að fara
gegnum þennan klefa í myrkri —
hann hefði áreiðanlega ekki reikn-
að með því að Bond hefði náð
sér f kveikjara, heldur yrði hann
að þjóta fram hjá þessum rauðu
augum, kremja sumar kóngulærnar
en finna, þegar bitarmar hinna
læstust í hann. Og síðan fleiri bit
frá þeim, sem höfðu festst í föt-
unum. Og svo kæmi viðþolslaus
sársaukinn undan eitrinu. Þannig
hafði Dr. No sennilega hugsað
þetta — til þess að gera þjáninguna
óbærilega. Hvað tæki svo við? Af-
tökustaðurinn?
En Bond hafði kveikjarann, hníf-
inn og vírspjótið. Það eina sem
hann þarfnaðist voru stáltaugar og
nákvæmni.
Bond opnaði kveikjarann hægt
og dró kveikinn eins langt upp og
hann þorði, til þess að fá stærri
loga. Svo kveikti hann og þegar
kóngulærnar þyrptust burtu, risti
hann vírnetið úr með hnífnum. Svo
stakk hann hnífnum aftur upp í sig
og skreið gegnum opið. Kóngulærn-
ar flúðu eldslogann og tróðust hver
ofan á aðra. Bond dró vírspjótið
upp úr buxunum og sló með bogn-
um endanum í hópinn. Hann sló
aftur og aftur og reyndi að drepa
sem flestar. Þegar nokkrar kóngu-
lærnar reyndu að bjarga sér í átt-
ina til hans, veifaði hann Ijósinu
að þeim og drap flóttadýrið eitt
eftir annað. Bráðlega tóku þær, sem
eftir lifðu, að ráðast á hinar dauðu
og særðu og það eina, sem Bond
þurfti að gera, var að slá aftur og
aftur inn í iðandi, blæðandi kösina.
Smám saman hætti kösin að iða.
Voru þær allar dauðar? Voru ein-
hverjar með lífsmarki? Loginn frá
kveikjaranum var orðinn mjög
veikur. Hann varð að tefla á tvær
hættur. Hann teigði sig eins langt
og hann gat með spjótinu og ýtti
kássunni til hliðar. Svo tók hann
hnífinn út úr sér, teygði sig áfram
og skar hvítt vírhliðið frá. Hann
VIKAN 30. tbl. —