Vikan


Vikan - 23.07.1964, Blaðsíða 44

Vikan - 23.07.1964, Blaðsíða 44
Pillsburys ílBESTi; í XXXX.-.v Bökniiarkeppni Aðalvinningur: Flugferð til Miami Beach, Florida - dvöl þar og flugferS heim aftur. ALLIR þátttakendur sem komast í úrslit fá |) r? *■: Sigus'vegarinn verSur sérstakur heiðursgestur Pills- bury fyrirtækisins og fær þar að fylgjast með stærstu bökunarkeppni í heiminum. Með því að senda uppóhaldsuppskrift yðar, gefst yður tækifæri til þess að keppa um glæsilega vinninga. Só, sem hlýtur fyrstu verð’aun fær flug- ferð með hinum nýju Rolls Royce 400 flugvélum Loftleiða til New York um 12. september 1964. í New York tekur fuiltrúi frá PiilS' bury fyrirtækinu á móti sigurveg aranum og fyigir honum til PAiam Beach, Fiorida, þar sem hann verð ur sérstakur heiðursgestur á hinni árlegu bökunarkeppni Piilsbury, sem að þessu sinni fer fram 13,— 14.—15. september. Dvaiið verð- ur á Americana Hotel, Bal Har- bor, Miami Beach og mun sigur- vegarinn fá nokkurn eyðslueyri, hótelvist og allar máitíðir ókeypis. Þann 16. september verður flogið aftur til New York og þaðan til Reykjavíkur með hinum nýju skrúfuþotum Loftleiða. Allir þeir, sem keppa ti! úrsiita fá Sunbeam hrærivél i verðlaun. Sínheain hrærivél og — — — __________ ___________ Klippið hér----------- —■ —- — Pillsbury’s BEST BÖKUNARKEPPNI Sendist til XXXX, P.O. Box 1436, Reykjavík. Nafn: ............................................. Heimilisfang: ..................................... Fæðingardagur og ár: .............................. Setjið kross fyrir framan tegund uppskriftar: | | Tertur Smákökur Brauð Qj Ábætir ÁRÍÐANDI: Prentið eða vélritið nafn og heimilisfang. Skrif- ið uppskriftina á sérstakt blað og festið við eyðublaðið. KEPPNISREGLUR: 1. Útfyllið eyðublaðið hér að neðan með prentstöfum. 2. Vélritið eða skrifið með prent- stöfum á sérstakt blað allt, sem við- kemur kökuuppskriftinni og merkið hana vandlega. Það sem þarf að athugast er þetta: Nákvæmt mál eða vigt. Bökunartími og hitastig. Nafn á uppskriftinni. 3. Festið uppskriftina við eyðu- blaðið. . . . sigurvegarinn flýgur með LOFTLEIÐUM til New York og heim aftur. 4. Setjið síðan eyðublaðið ásamt uppskriftinni í frímerkt umslag, merkt: XXXX P.O. Box 1436, Reykja- vík. Eyðublaðið ásamt uppskriftinni verður að vera sett í póst ekki síð- ar cn 10. ágúst og komið til ákvörð- unarstaðar ekki síðar en 15. ágúst. Senda má eins margar uppskriftir og þér óskið, en aðeins eina í um- slagi. Allar uppskriftir verða eign The Pillsbury Company og ekki er hægt að fá þær endursendar eða gera tilkall til þeirra á annan liátt. 5. Athugið að uppfylla eftirtalin skilyrði: - að fara eftir ofangreindum regl- um - að uppskriftin innihaldi a.m.k. hálfan bolla af hveiti (ekki köku- hveiti eða kökudufti) - að uppskriftin innihaldi ekki áfenga drykki - að uppskriftin innihaldi hráefni, sem venjulega eru fáanleg í ný- lenduvöruverzlunum - að fullgera megi framleiðsluna á einum degi. 6. Tíu þátttakendur verða valdir til þess að keppa til úrslita á sama stað. 16. ágúst verður tilkynnt hverj- ir munu keppa til úrslita. Fargjöld verða greidd fyrir þá sem koma til úrslitakeppninnar utan af landi. Keppnin mun síðan fara fram um 20. ágúst. 7. Allir sem eru 19 ára eða eldri 1. marz 1964, geta tekið þátt í keppn- inni. (Starfsfólk O. Johnson & Kaaber h.f. og makar eða börn þeirra, starfandi húsmæðrakennarar og lærðir brytar eða bakarar geta þó ekki tckið þátt í keppninni). 8. Tveir húsmæðrakennarar munu dæma um gildar umsóknir í keppn- inni og munu aðallcga taka til greina almenn gæði, hversu auðvelt og fljótt er verið að baka kökuna og nýbreytni eða óvenjuleg einkenni. Þrír kunnir borgarar munu síðan bragða kökurnar, og dæma um bragð þeirra og útlit. 9. Úrslitin í bökunarkeppninni munu verða bundin við 10 þátttak- endur. Þeir útbúa kökur sínar án aðstoðar. Kökurnar verða dæmdar eftir almennmu gæðum, bragði, út- liti og nýbreytni. 10. Reglurnar eru bindandi fyrir alla þátttakendur. Úrskurðir dómara eru endanlegir. Nöfn og heimilis- föng vinnandans og hinna 10, sem keppa til úrslita verða gefin upp eftir 20. ágúst 1964. ÞEIR SEM KEPPA TIL ÚRSLITA FÁ ALLIR SUNBEAM HRÆRIVÉL- INA VINSÆLU. KEPPNINNI LÝKUR 10. ÁGÚST 1 964. Pillsburys BEST ruðningi og var talið, að það verk myndi endast Hamborgur- um heilan mannsaldur, en því var þó að mestu lokið 1953. Hófst þegar gífurlegt uppbygg- ingarstarf að styrjöldinni lok- inni og má teljast furðulegt, hverju borgarbúar fengu áorkað í því efni. Með vaxandi vel- megun fœrðist fljótt líf í hina öldnu verzlunar- og hafnarmið- stöð og er nú svo komið, að á- hrifa hennar á öllum sviðum athafna- og atvinnulífs gætir langt út fyrir landsteinana og er hún meðal hinna fremstu verzlunarborga á meginlandi Norðurálfunnar. Bifreiðaakstur um borgina hefur oft og einatt valdið mörg- um ökumanninum lieilabrotum, já hreinni örvilnun, sérstaklega á „gelgju“skeiði hennar eftir stríðið, þvi að víða hafa verið á vegi lians torskilin umferðar- merki, sem vörnuðu honum beinustu leiðar, neyddu hann til að fara ótal útúrkróka, enda borgin oft kölluð i gamni „Um- leitungsstad Hamburg", sem mætti þýða borgina, sem leiðir fólk afvega! Eins og að framan er getið, markaði árið 1953 þáttaskil í uppbyggingu borgarinnar. Þá var hafizt handa um stórkostleg- ar nýhyggingar i samræmi við kröfur tfmans og eru þær ennþá i fullum gangi. Hamborg í dag heldur áfram að vera borg hinna stórstígu og öru bygging- arframkvæmda, sem verka með ómótstæðilegum krafti á allt um- ferðarlíf borgarinnar og skapa þannig hinum vísu landsfeðrum í öldungaráðinu þann liinn mesta vanda, sem þeir eiga við að etja. Vona ég, að lesendur Vikunnar hafi nieð þessum lín- um féngið nokkra nasasjón af umferðarmálum þar syðra og dregið sinar eigin ályktanir af þeim. 19/6 ’64. Agnar Trijggvason. Spurning Vikunnar: SVEINN SÆMUNDSS. Framhald af bls. 15. allir sem höfðu réttindi til akst- urs voru prófaðir á fimm ára fresti; að öðrum kosti missti viðkomandi ökuréttindi. Þetta eru aðeins örfáir ]ninkt- ar, og um samanburð á umferð t. d. þessarar borgar og umferð- arinnar hér á landi mætti að sjálfsögðu rita langt mál. Flestir eru vist sammála um að umferðarmenning i þess orðs merkingu sé vart að finna liér á landi, enda eru árekstrar og slys tíð. Erlendir sérfræðingar hafa verið fengnir hingað til skrafs og ráðagerða öðru hvoru, cn lítið hcfur almenniiigur orðið var ávaxta af starfi þeirra til þessa. Mér er heldur ekki grun- laust um að ökukennarar og lögregla eigi nokkra sök á því ófreindarástandi sem liér ríkir i umferðarmálum. Mér er t. d. kunnugt um, að enn í dag kenna sumir ökukennarar nemendum sínum að ef beygja eigi til vinstri, verði þeir fyrst að taka stóra beygju til hægri, rétt eins og þarna væri um að ræða stór- an og langan bíl ineð aftani- vagni. Fyrir slikt glapræði væru menn scktaðir víðast annars- staðar en liér á landi. Þá eru það blessaðir gömlu mennirnir og „sunnudaga-ökumenn" sem yfirleitt lialda sig á miðri göt- unni, jafnvel þótt hvít strik að- skilji akreinar. Og margir á- rekstrar liafa orðið vegna þess að bílstjóri í hægri akrein lief- ir skyndilega beygt inn i liliðar- 'götu til vinstri. Að ökumenn hér velji rétta akrein með tilliti til livert ]ieir ætla, má telja til undantekninga. Vafalaust er lögreglan of fá- menn til þess að geta lialdið uppi aga og séð um að reglum ^ — VIKAN 30. tÞl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.