Vikan - 23.07.1964, Blaðsíða 37
ur, sem teygðust út til þess að
hjálpa mér um borð. Þegar ég
loks stóð á þilfarinu, sýndi ein-
hver mér, hvað klukkan var. Hún
var tíu mínútur yfir tvö. Ég
hafði verið í sjónum í fimmtán
klukkustundir.
Síðar kom í ljós, að þetta var
ekki rétt. Um borð í þessu skipi
voru klukkurnar þrem tímum á
undan klukkunni í Freiburg.
Strycharczyk hafði verið 12 tíma
í sjónum.
Björgunarskipið var Absecon.
Skipslæknirinn rannsakaði vél-
stjórann. Hann reyndist við góða
heilsu, nema hvað sum liðamót-
in voru bólgin, og saltið hafði
rifið af honum undir höndunum
og um hálsinn. Sömuleiðis var
tunga hans bólgin. Hann var vaf-
inn innan í teppi og fékk súpu
og kóka kóla.
Fáeinum mínútum eftir að
Absecon veiddi Strycharczyk úr
sjónum barst skeytið á öldum
ljósvakans til Freiburg. Áhrifin
voru stórkostleg. Skipið hafði
verið sveipað sorgarslæðum, en
nú skipti snögglega um. Áhöfnin
hrópaði og kallaði, blés í horn
og barði bumbur. Bjór og snafs-
ar flutu í ríkum mæli. Freiburg
skifti enn einu sinni um stefnu
stefnu og sigldi til móts við
Absecon. Klukkan tæplega hálf-
tvö aðfaranótt 14. febrúar kom
Strycharczyk aftur um borð í
sitt gamla skip. Móttakan hefði
sæmt fjögurra stjörnu aðmírál.
■— Allir voru á þiljum, sagði
Strycharczyk. — Allir vildu taka
í hendina á mér. Menn virtust
eiga erfitt með að trúa, að þetta
væri raunverulega ég — lifandi.
Skipstjórinn var utan við sig af
gleði. Allir þúuðu mig, og það
er ekki algengt í kaupskipaflota
Þjóðverja.
Og fjörutíu og átta klukku-
stundum eftir endurkomu sína
um borð í Freiburg, var Strych-
arczyk aftur kominn á sína
gömlu vakt. Hann spilaði við
félaga sína, og drakk bjórinn
sinn. Ekkert var breytt — nema
eitt:
Hann var hættur að fara út að
borðstokknum til að horfa á öld-
urnar og stjörnurnar.
Framhald af bls. 5.
og var að hjálpa honum að kom-
ast út.
Þeir litu hvor á annan og
brostu breitt.
Dougherty beygði sig fram á
við, þar til hjálmur hans snerti
lijálm Pruetts. Nú gátu þeir tal-
að saman án senditækja, þvi
hjálmarnir leiddu hljóðið.
Dougherty var næstum farinn
að skellihlægja, þegar liann
heyrði rödd Pruetts: — Fjand-
inn liafi það, ef þú liefur ekki
fallegasta fjes, sem ég liefi séð
ennþá!
— Allt i lagi, piltur minn,
komdu nú heim með pabba!
Pruett brosti breitt.
Dougherty tók hægt í hann,
og Pruett lagði liendurnar að
geimfarinu og ýtti sér frá. Augna-
bliki síðar svifu þeir báðir í
geimnum burtu frá Mercuryfar-
inu, sem vaggaði hægt til og
frá.
Douglierty tók í Pruett: Við
verðum að flýta okkur. Þú hef-
ur súrefni í mesta lagi í tiu mín-
útur.
— Okay!
— Gaztu fest línuna vel um
þig?
— Já.
— Renndu þér þá niður, og
gríptu utan um mig aftan frá.
Ég ætla svo að draga okkur
heim! Tilbúinn?
— Settu kerruna i gang!
Pruett lét sig siga, þar til
hann gat gripið utan um mitti
Dougherty að aftan og hélt sér
þar fast.
Svo fann hann kippinn, þegar
VIKAN 30. tbi. — gy