Vikan - 23.07.1964, Blaðsíða 40
Jafnan fyrirliggjandi úrval
myndavéla íyrir hina vandlátu
BESSAMATIC
Voigtlander
er með
innbyggðum
ijósmæli og
fjarlægðarmæli -
bara miða og
þrýsta á hnappinn
- og þér fáið
skínandi Ijós-
myndir í hvaða
veðri sem er.
Vér önnumst líka
framköllun,
koperingu og
Gleymið ekki
G E V A E R T filmum
í sumarleyfið
stækkun á
myndum yðar.
Fljót og góð
afgreiðsla.
SÖLUUMBOÐ:
GEVAFÓTO H.F.
Lækjartorgi, sími 24209.
EINKAUMBOÐ FYRIR VOIGTLÁNDER A/G.
SVCINN BJÖRNSSON & CO.
Garðastræii 35, sími 24204
UMFERÐ I ÖNGÞVEITI
Framhald af bls. 12.
um, eru sumar merkingar svo
misheppnaðar, að þær beinlínis
stuðla að slysum. Dæmi: Bilum
er leyft að aka af vinstri ak-
reinum Skúlagötu, þvert yfir
hægri akreinarnar til þess að
komast á bensínstöð BP við
Skúlagötu. Þeir sem ætla að not-
færa sér þessa háskalegu heim-
ild umferðaryfirvaldanna, verða
að bíða tímunum saman þar til
umferð þrýtur hægra megin og
á meðan halda þeir á eftir sér
iangri röð bíla, sem verður að
gera sér að góðu að biða líka.
Meðfylgjandi mynd af fjórum
bílum í árekstri þarna á þess-
um stað, ætti að taka af öll tví-
mæli um þessa ráðstöfun.
Þetta sama verður á vegi öku-
manna um allan bæ: Bílar, sem
þurfa að komast út af umferð-
aræð, trufla umferðina allt um
of. Dæmi: Langholtsvegurinn
snýr nokkurn veginn vinkil-
rétt á Suðurlandsbrautina, og
sem er ekki svo mikið sem einni
tommu breiðari þar við gatna-
mótin,. Bílar sem beygja inná
Langluo ltsveginn byrja að draga
úr fer'ð ca. 100 metrum frá
gatnamótum og verða að fara
mjög hægt undir lokin til þess
að ná þessari beygju. Fyrir
bragðið verður öll röðin á eft-
ir þeim að hemla og draga jafn
mikið úr hraða, enda þótt farið
sé bein t áfram.
Hér þarf að sjálfsogðu að
breikka Suðurlandsbrautina á
svo sein 100 metra vegalengd
sín hvor'um megin við Lang-
holtsveg. Þeir sem ætla sér að
bcygja úl á Langholtsveginn,
aka út á breikkunina áður en
þeir byrja að draga úr ferð, til
þess að umferðin truflist ekki.
Nú er til dæmis hægt að beygja
af Miklubraut og til vinstri
norður Lönguhlið, án þess að
umferð truflist við það. Þannig
þarf samgöngukerfið að vera,
en það kostar peninga og við
höfum hingað til ekki borgað
nóg útsvör til þess að standa
undir þeim kostnaði, svo við
megum sjálfum okkur um kenna
að hafa ekki séð þetta sjálf og
bætt ríflega við framlög okkar í
bæjarsjóðinn, eða hvað?
Þá er þriðja hliðin á málinu,
sem ekki er eins áþreifanleg
og hinar tvær, en hefur þó ugg-
laust við einhver rök að styðj-
ast: Ökulag og lyndiseinkunn
íslendinga. Ekki alls fyrir löngu
las ég í bandaríska fréttaritinu
Time, lýsingu á ökulagi nokk-
urra Evrópuþjóða. Það var ærið
mismunandi eftir því sem þar
var sagt, en ísland var ekki
með á blaði fremur en endra-
nær. Frægur nútíma sálfræð-
ingur liefur sagt: Þú ekur eins
og þú lifir. Ef þú lifir hratt, þá
ekurðu lika hratt, ef þú ert
þjösni i lund, þé ertu þjösni í
umferð, ef þú ert séntilmaður,
þá ertu prúðmennskan sjálf við
stýrið.
Ef þessi kenning stenzt, þá
er tillitsemi við náungann ekki
hin sterka lilið íslendinga. Og
það verður því miður að segj-
ast, að alltof fáir séntilmenn
virðast hafa valizt til þess að
aka vörubilum og öðrum þeim
tækjum, sem verða til trafala í
umferðinni. Samkvæmt lögunum
eru ökumenn þungra farar- og
flutningatækja i fullum rétti með
að aka á hinum malbikaða mið-
hluta Suðurlandsbrautarinnar og
Iiafnarfjarðarvegarins. Hinsveg-
ar getur það ekki farið framhjá
neinum, að utan við malbikið
er malborinn vegur. er ekki
ennþá farinn að sjá einn einasta
þungaflutnings ökumann, sem
verður að aka aðeins á 25 km
hraða, fara út á þennan mal-
borna hluta og liðka þannig
fyrir þeim, sem vilja — og ber
ef til vill nauðsyn til — að: aka
hraðar en á 25 km hraða. Því
miður eru séntilmennirnir líka
helzt til fáir í röðum leigubíl-
stjóra, ég segi þvi miður, vegna
þess að það fer tiltölulega mik-
ið fyrir leigubílum á götunum.
Ég verð alltaf undrandi þegar
ég sé atvinnubílstjóra beygja án
þess að gefa stefnuljós, beygja
út af götu af skakkri akrein og
„svina“ eins og það er kallað,
en ég held að það sé ekki að
halla réttu máli að halda því
fram, að það komi oftar fyrir
leigubílstjóra en flesta aðra öku-
menn. Ef til vill er það sjálf
umferðaraðstaðan, sem elur upp
það slæma í ökumönnum og að
menn verði þá þeim mun tillits-
lausari sem þeir aka meira.
40
— VIKAN 30. tbl.