Vikan - 23.07.1964, Blaðsíða 21
IRÐAMBJU ATLANTSHAFI
mundi ég álíta, að staðar-
ákvörðunin væri 36 gráður
og 46 mínútur norður, 48
gráður 24 mínútur vestur.
Útvarpið þessu, undir eins.
Það er áríðandi.
Neyðarkallið hljómaði í
viðtækjum allra skipa á
þessu svæði: Áríðandi:
Maður fyrir borð. Biðjum
um aðstoð við leit. Um hæl
fékk Freiburg svarskeyti
frá bandaríska strand-
gæzluskipinu Absecon, sem
var um 110 mílur frá staðn-
um, þar sem áætlað var
að Strycharczyk hefði fall-
ið fyrir borð, og breytti
samstundis um stefnu að
staðnum.
Klukkan eitt gaf Przyt-
tulla skipstjóri skip-
un um að breyta stefnu
Freburg, og sigla þangað,
sem álitið var að Strychar-
czyk hefði fallið í sjóinn.
Eins og venja er undir slík-
um kringumstæðum, tók
skipið zigzag-beyju, til þess
að maðurinn, ef hann ein-
hverra hluta vegna, væri
enn við skipið, sogaðist
ekki í skrúfuna. Það var
ekki gert vegna þess, að
skipstjórinn áliti það nauð-
synlegt, heldur til þess að
fara eftir gildandi reglum.
Svo sigldi Freiburg á hálfri
ferð, aftur sömu leið og
það kom. Öldurnar skullu
á kinnungunum og þeyttu
löðrinu hátt í loft.
Vindurinn er suðaustan
8—9, sagði fyrsti
stýrimaður.
Skipstjórinn hristi höf-
uðið. — Ekki er það glæsi-
legt, sagði hann. — Ég sé
ekki, hvernig nokkur getur
haldið sér á floti í þessu
án björgunarvestis.
Mörgum mílum sunnar
var Franz Strycharczyk
einmitt að berjast við sama
vandamál — hvernig hann
ætti að halda sér ofan-
sjávar, méðan bárurnar
dundu yfir hann, ein eftir
aðra.
— Ég fór að fá krampa
í kálfana, en nuddaði þá
jafnóðum með ristinni á
hinum fætinum, þangað til
krampinn hvarf. Ég reyndi
að koma auga á spýtu eða
eitthvað, sem ég gæti
haldið mér í, en það var
ekkert að sjá. Þá datt mér
í hug að troða þangi í
nærbuxurnar mínar, og
hélt að það myndi hjálpa
til að halda mér uppi. Það
var líka betra, þegar öld-
urnar voru rórri, en þegar
ég á annað borð fór í kaf,
hélt þangið mér niðri, svo
ég tíndi það allt burt aftur.
Fyrst í stað óttaðist ég
hákarla. Ég vissi, að
þeir voru á þessum slóð-
um og hélt, að maurildið,
sem safnaðist á mig, myndi
vekja athygli þeirra. Ég
reyndi að gera mér grein
fyrir, hvernig ég gæti drep-
ið mig á sem fljótastan og
sársaukaminnstan hátt, ef
þeir réðust að mér og
særðu mig. Svo minntist
ég þess að hafa einhvers
staðar lesið, að hákarlar
ætu mestan part rotnandi
leifar, en réðust ógjarnan
á það, sem hefur reglulegar
og rólegar hreyfingar í
vatni. Blóð lokkar þá til
árásar, en það blæddi
hvergi úr mér. Svo leið
mér heldur skár. Litlir
svartir og hvítir fiskar,
langröndóttir, syntu að
mér og ráku nefið í mig,
en þeir voru einu sjávar-
dýrin, sem sýndu mér á-
huga, svo ég róaðist með
tilliti til hákarlanna. Með
mér kviknaði örlítil von;
það var að elda aftur, eða
svo sýndist mér að minnsta
kosti, þótt himinninn væri
skýjum kafinn. Ég var viss
um, að þeir væru farnir
að leita að mér.
Meðan Strycharczyk
barðist við að halda
sér ofansjávar, rýndi á-
höfn Freiburg út í öldu-
rótið til þess að reyna að
koma auga á Strycharczyk.
Klukkan fimm um morg-
uninn var Freiburg komið
þangað, sem skipstjórinn
áleit, að Strycharczyk
Framhald á bls. 36.