Vikan


Vikan - 30.07.1964, Side 4

Vikan - 30.07.1964, Side 4
 ÚTIDRYKKJA A KIRKJUBÆJARKLAUSTRI Þessi mynd er tekin fyrir rúmum 60 árum síðan austur á Kirkjubæjar- klaustri, og sýnir þrjá merkismenn og sveitarhöfðingja ásamt heimafólki þeirra. Myndin er tekin áriS 1903, en tilefnið er ferming tveggja systkina, Guðmundar og Ásdísar, barna Guðlaugs Guðmundssonar sýslumanns Skaft- fellinga, sem situr hægra megin við kaffiborðið og er að hella í bollann sinn. Dóttir hans, Karolína er að aðstoða hann við þessa athöfn, en hún og Iitla barnið við borðið — Kristín, lóttir hans —- eru þau einu, sem enn lifa af þessu fólki. Lengst til vinstri stendur kona í peysufötum og heldur á kaffibolla. Hún hét Sigríður Magnúsdóttir (Árnasonar trésmiðs í Rvík.). Sitjandi við hlið hennar er síra Ólafur Magnússon (bróðir hennar) að Sandfelli. Við hlið hans stendur síra Sveinn Eiríksson að Ásum, en berhöfðaður við hlið hans er Gísli sonur hans, síðar sendiherra. Hann varð stúdent þetta sama ár. Fyrir framan hann situr við borðið frú Lydia Knudsen (kona sr. Ólafs), en fyrir aftan hana á peysufötum Guðríður Sveinsdóttir, systir Gisla. Og enn aftar, með kaffi- könnu, Guðrún Pálsdóttir „innistúlka“. Þá situr frú OIiv Maria Svenson við borðið og heldur á barni sínu, en hún var sænsk að ættum, frá Skáni, kona Guðlaugs og venjulega kölluð „Frú Guðmundsson", og bamið er eins og fyrr er sagt, Kristín Guðlaugsdóttir, síðar eiginkona Magnúsar Péturs- sonar bæjarlæknis. Beint fyrir aftan hana stendur piltur með kollhúfu, en það er fermingardrengurinn, Guðmundur Guðlaugsson. Við hlið hans sér á vanga Þórdísar Maríu Guðlaugsdóttur, og framan við hana faðir þeirra systkina, Guðlaugur Guðmundsson. Þar fyrir aftan barnfóstra á heimilinu, Vilborg Einarsdóttir, síðan Karólína Guðlaugsdóttir og lengst til hægri systir hennar Guðlaug. Fremst á myndinni sitja börnin, lengst til vinstri Sigrún Jónsdóttir, dóttir Guðrúnar vinnustúlku, en hún var þá ekkja. Þá er næst Margrét Guðlaugs- dóttir og fyrir aftan hana Katrín Ólafsdóttir (síra Ólafs á Sandfelli.) Strák- urinn með húfuna er Ólafur Guðlaugsson og fyrir aftan hann, aðeins hægra megin Ásdís Guðlaugsdóttir, annað fermingarbarnanna. Síðast nefnum við litlu stúlkuna, sem situr lengst til hægri: Soffíu Guðlaugsdóttur leikkonu. Sendandi G. G. ^ — VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.