Vikan - 30.07.1964, Side 9
það þarf ekki að nota hann nema rétt til þess að hreyfa bílinn
af stað. Og annar gír er strax sæmilega sprettharður. Það er mátu-
legt að skipta í fjórða gír þegar á 50 km hraða og bíllinn tekur
prýðilega kippi undan svipunni allt uppí 100 km hraða. Á 70 km
hraða virðist hraðinn vera orðinn talsvert mikill, en það er svo
skrýtið, að maður verður ekki til muna var við þá tilfinningu á
talsvert mikið meiri hraða. í fáum orðum sagt, þá er Fiat 1100 D
að miklum mun skemmtilegri í akstri en ég hefði átt von á. Hann
er fremur stinnur í beygjum og minnir að sumu leyti á Yolvo
á vegi. Á þvottabretti og hverskonar smágerðum holum er hann
hreinasti snillingur, svo ég man varla til þess að hafa fundið
minna fyrir þessháttar ójöfnum í öðrum bílum. Aftur á móti verð-
ur maður talsvert óþyrmilega var við stórar holur og er þó bíllinn
á 14 tommu felgu og 520 belgvídd. En það er unun að aka þessum
bíl og alveg sérstaklega á malarvegi. Ég minnist þess ekki, að
ég fyndi ágæta eiginleika hans eins vel á malbikinu. í langakstri
virðist hann mjög þægilegur á 90 km hraða og fer auðveldlega
í gegnum allar stærri beygjur á þeim hraða og talsvert krappar
beygjur á 70 km hraða. Það verður að pína hann þjösnalega til
þess að vélin fari að kvarta og banka og yfirleitt er ég ánægður
með árangur þessara 55 hestafla, sem sögð eru undir vélarlokinu.
Eyðslan er eins og bezt verður á kosið, eigandi bílsins sagðist
aka honum vel yfir 400 km á innihaldi tanksins, sem er um
38 lítrar.
Mér finnst Fiat 1100 D ekki í flokki þeirra bíla, sem ég lít
fegursta, en útlit hans er miðað við notagildið. Það er einfalt,
jafn úrskurður fyrir framhjólum og afturhjólum, tvær lugtir og
látlaust grill að framan og einn krómlisti meðfram endilangri
hliðinni. Hurðirnar virðast þunnar og fremur efnislitlar, en ættu
að geta staðið fyrir því. Bíllinn er fjögurra dyra. Hann er búinn
jafnvægisstöngum bæði að aftan og framan, fjaðrar á gormum að
framan en blaðfjöðrum að aftan. Rúmtak vélarinnar er rúmlega
1,2 lítrar, hámarkshraðinn 130 km, farangursrýmið 400 lítrar, lengd-
Framhald á bls. 40.
f
SUPA-MATIC handklæða-
vélar nauðsynlegar þar
sem hreinlæti er í heiðri
haft. Hreint handklæði í
hvert sinn.
Borgorþvettohíui b.f.
Borgartúni 3 — Símar: 17260, 17261, 18350.
J
Vinnufatabúðin
Laugavegi 76 — Sími 15425.
LEE
LEE
buxur,
jakkar,
skyrtur
LEE
VIKAN 31. tbl.
9