Vikan - 30.07.1964, Qupperneq 10
Hann notar ennþá — og að-
eins — myndavél síðan 1920.
En þær gerast ekki betri nú
á dögum, því þau eru samgró-
in, Kaldal og vélin, og snilld
hans gefur henni nýtt líf og
ómælanlega möguleika. Það
jafnast engar nútíma linsur né
átómatískar tilfæringar við
fingur hans.
Grein: Guðmundur Karlsson.
Myndir: Kristján Magússon —
og Kaldal.
Þú kemur inn í Ijósmyndastof-
una, feiminn og vandræðalegur,
því þér er yfirleitt ekkert gefið
um það, að teknar séu af þér
myndir, en konan hefur heimtað
það, svo að nú verður það að
ske. Þér er innanbrjósts eins og
þú sért að fara til tannlæknis,
nema þú þykist vita að þetta
verði ekkert sárt.
Það kemur brosmildur maður
á móti þér, þegar þú gengur
inn, og býður þér til sætis á stól
í miðri stofunni, og þú hugsar
— Jæja nú fer hann að beina á
þig sterkum Ijósum úr öllum átt-
um, og biðja þig um að horfa
hingað eða þangað, brosa, horfa
meira niður, meira upp og svo-
leiðis . . . Svo sérðu að maður-
inn gengur að stórri og fornfá-
legri myndavél og felur sig á bak
við hana undir svörtu klæði. —
Nú fer hann að stilla vélina, —
hugsar þú og ferð að skoða þig
um í herberginu. Svo kemur mað-
urinn aftur undan svarta klæðinu
og segir: „Takk fyrir, þá er þetta
búið".
„Já", segir þú. „Hvernig á ég
að vera?"
„Ég er búinn," segir hann.
„Haldið þér ekki að ég líti bet-
ur út á vinstri vangann?" segir
þú.
„Við skulum nú sjá, það kem-
ur fram á myndunum."
„Já. En ég ætla samt að biðja
yður um að taka af mér eina
hægra megin."
„Ég er búinn að þvf."
„Hvað . . . ?"
„Myndatakan er búin. Þér
megið sækja prufurnar eftir tvo
daga."
„Eitt aðalleyndarmál góðrar
andlitsmyndar," segir Jón Kaldal,
„er að taka mynd af manninum
óviðbúnum. Það er oftast, þegar
fólk kemur til að láta taka af
sér mynd, þá hefur það undir-
búið sig á ýmsan hótt, látið
greiða sér og snyrta, og svo set-
ur það sig f einhverjar ákveðnar
stellingar, þegar maður ætlar að
fara að smella af. Slíkar mynd-
ir verða aldrei góðar, né lýsa
persónunni vel. Þess vegna reyni
ég að taka myndina þegar eng-
an grunar að ég sé að taka
mynd."
„Þú átt vafalaust fleiri leynd-
armál f sambandi við Ijósmynda-
tökur, Kaldal . . . ?"
Kaldal er hinn ókrýndi kon-
ungur íslenzkra portrett-mynda-
tökumanna. Hér er hann á
vinnustofu sinni ásamt nokkr-
um verka sinna.
Myndin til hægri:
Frú Guðrún Kaldal í garðinum
í Laugaholti. íbúðarhúsið í bak-
sýn og húsin ofan við Laugar-
ásveginn.
Jón Kaldal og Guðrún ásamt
Jóni syni þeirra í stofunni í
Laugaholti við Laugarásveg.
Tvær dætur þeirra hjóna eru
erlendis. O
Myndavélin er gömul og snjáð, en linsan í henni
er kjörgripur. O
„Já, satt er það. Mörg þeirra eru að
vísu hætt að vera leyndarmái nú orðið,
en þó á ég eitt ennþá, sem ég veit ekki
til að aðrir kunni."
„Hvað er það?"
„Það er líka leyndarmál, hvað það
er. En ég var svo heppinn, þegar ég var
ungur og að læra Ijósmyndasmíði í Kaup-
mannahöfn, að þar vann sænskur maður,
sem var snillingur i töku andlitsmynda.
Hann hafði þá ýmsar vinnuaðferðir sem
hann hélt svo leyndum, að hann vann
aðeins við þær á nóttunni, þegar eng-
inn var þar til að snuðra. En ég fékk að
vera hjá honum og lærði marga góða
hluti þær næturnar . . .
Ég var staddur heima hjá Jóni Kaldal
og sat þar í góðu yfirlæti með sherry-
glas á hægri hönd, konfekt og tóbaks-
vörur til vinstri. Lengi var ég búinn að
reyna að fá hann til að tala um eitt-
hvað annað en myndatökur, en hafði
ekki tekið það með í reikninginn, að
með mér var Ijósmyndari VIKUNNAR,
Kristján Magússon, og úr því var auð-
vitað ekki að aka, að þeir hentu enda-
laust á milli sín spurningum og upplýs-
ingum um Ijósop, Ijósmagn, hraða, linsu-
vídd, filmugerðir, framkallara og hver
veit hvað. Auðvitað var það Kristján,
sem spurði en Kaldal útskýrði jafnóðum.
Ég skildi ekki nema einn tiunda af því,
sem þeir töluðu um, en ég þykist vita
að Kristján hafi lært álíka mikið á þess-
JQ — VIKAN 31. tbl.