Vikan


Vikan - 30.07.1964, Page 21

Vikan - 30.07.1964, Page 21
Tæknilegar framfarir eins og þessi nýjasta gerð rafeindasmásjár, þar sem beitt er háhröðum ör- bylgjurafeindum eru mikilvægar við krabba- meinsrannsóknir. 1 þessari smásjá hafa örverur fundizt „á staðnum þar sem glæpurinn var framinn“. Dr. Steven Schwartz, þekktur læknir og vís- indamaður í Chicago með mýs, sem hann notar við rannsóknir sínar. Hann var einn þeirra sem rannsakaði Niles-krabbameinstilfellin, en þar dóu samtals 13 börn og unglingar úr hvítblæði með tiltölulega skömmu millibili. „EF ÞAÐ SANNAST AÐ VEIRA VALDI HVÍTBLÆÐI, ER SA MÖGULEIKI FYRIR HENDI AÐ VERJA MENN FYRIR ÞVÍ MEÐ BÓLUSETNINGU, OG KANNSKE REYNIST LÆKN- ING HELDUR EKKI ÚTILOKUÐ.“ um með bólusetningu og lækna krabbamein með inndælingu, mótefnum og öðrum aðferðum, sem efla viðnám sjúklingsins". Krabbamein — veirukenningin. Þegar Duran-Reynals lézt, var það ekki í fyrsta skiptið, sem vísindamaðurinn hefur sjálfur orðið því krabbameini að bráð, sem hann var að rannsaka í dýr- um. Og ekki heldur í síðasta skiptið. Það var í marzmánuði síðastliðnum, að dr. Olive Stull Davis, aðstoðarprófessor í dýralíkamsfræði við Purdue-háskólann, skýrði blaðamönnum, sem skrifa um tækni og vísindi, frá því á viðræðufundi í bandaríska krabbameinsfélaginu, að hún hefði fengið lymfu-sarkomu, krabba- meinsafbrigði, sem hún þjáðist af, vegna þess að hún fékkst um árabil við rann- sókn á veiru, sem veldur svipuðu krabbameinsafbrigði í kjúklingum. Dr. Davis er kona á miðjum aldri, með ástúðlegt bros og rólegt augnatillit. Hún skýrði frá því eins og hversdagslegum atburðum, hvernig hún hefði unnið við rannsókn á þessari hættulegu veiru, fyrst í Nigeríu og síðan í Purdua. Veira þessi veldur lifrarkrabbameini í kjúklingum, eins og hænsnaræktarmenn fá oft að kenna á, því að það er ósjaldan, sem helmingur kjúklingahópsins verður meini þessu að bráð. Dr. Davis fékkst við rannsókn á veirukynstofni, sem mögnuð hafði verið að áhrifum í tilraunastofnuninni. „Það var fyrir tíu árum“, sagði hún, „þegar ég hafði unnið að þessari rannsókn og handleikið krabbameinsæxli og sýkta vefi úr kjúklingum um tíu ára bil, að ég fékk sjálf illkynjað krabbameinsæxli á sjö mismunanandi stöðum á líkamanum. Lymfuæxli, sem smásjárrannsókn sýndi, að voru hliðstæð lymfuæxlunum í kjúkl- ingunum, sem ég hafði verið að rannsaka.“ „Þar sem vísindamenn trúðu því yfirleitt alls ekki þá, að krabbamein sem veirur ollu í fuglum, gæti flutzt yfir í spendýr, þeirra á meðal menn, gætti ég ekki neinnar varúðar. Ég snerti blóð og æxli úr sýktum kjúklingum daglega berum höndum. Og þar sem oft voru rispur og skurðir á höndum mínum, má gera ráð fyrir að ég hafi orðið fyrir margendurtekinni innrás krabbameinsveiranna". Þessi síðastliðin tíu ár hefur reynzt unnt að halda meinæxlum þeim, sem dr. Davis þjáist af, nokkurn veginn í skefjum með regingeislum, meðal annars kobolt- geislun í London, Ontario. Sjúkdómurinn blossar þó upp öðru hverju — undantekn- ingarlítið, ef hún hefur komizt í geðshræringu, að því er hún sjálf segir — en hingað til hefur semsé tekizt að draga úr köstunum með geislun, eins og áður er sagt. Sé krabbameinið veirusjúkdómur, má líkja því við lævísan óvin, sem getur lengi farið huldu höfði og síðan vegið að, þegar minnst varir og þar, sem mann uggir sízt. Það sannar til dæmis saga veirunnar, SV-40. Veira þessi sezt að í apategund þeirri, sem nýrun úr eru notuð í sambandi við framleiðsluna á bólu- efni gegn lömunarveiki. Veiran er öpunum meinlaus, en ekki eru neinar öruggar sannanir fyrir því enn, að hún geti valdið krabbameini í mönnum. En síðustu árin hefur sitt af hverju komið í ljós, varðandi SV-40, í sambandi við tilraunir í rannsóknastofum, sem vekur svo sterkan grun, að talið er að eins líklegt sé að af henni geti stafað bráð hætta. Og áður en vísindamönnum tókst að finna að- ferð til að gera veiru þessa óvirka, hafði gífurlegur fjöldi fólks — meðal annars helmingur allra íbúa Bandaríkjanna, þar af 90% börn — verið bólusettur gegn lömunarveiki með lyfi, sem yfirleitt var mengað þessari veirutegund. Fyrsta viðvörunin gegn SV-40 kom fram í rannsóknarstofnun einni í Banda- ríkjunum, „Merck Institute for Theraputic Research“, í júnímánuði 1960. Það voru vísindamennirnir, dr. Maurice Hilleman og dr. B. H. Sweet, sem komust að raun um, að áður óþekktur aðili, seinna nefndur ,,SV-40“, hafði spillt frumuvefjum, sem voru í ræktun, og teknir höfðu verið úr nýrum „grænapa“ frá Afriku, sem þá var nýlega fluttur inn í sambandi við tilraunir í rannsóknastofnuninni. Þessi „aðili“ hafði að öllum líkindum einnig verið til staðar í vefjum úr asíönskum apa, sem teknir höfðu verið til ræktunar og lengi notaðir í sambandi við fram- leiðslu á bóluefni gegn lömunarveiki, en ekki verið álitinn hættulegur, þar sem hann spillti ekki frumunum. Þegar vísindamönnum barst vitneskja um þetta, hófu þeir tafarlaust rann- sókn á bví hvort veira þessi mundi meinlaus eða skaðlaus. Vísindamenn við Yale- háskólann komust brátt að raun um að hún spillti ræktuðum frumuvefjum úr nýrum annarrar afríkanskrar apategundar, patas- apans. Þeim dr. Hilleman og dr. Bernice Eddy við heilsuverndarstofnun ríkisins, að Bethesda, Md. tókst að sanna, SV-40 olli krabbameinsæxlum í nýfæddum hömstrum. Þau dr. Eddy og dr. Sarah Stewart höfðu þá þegar fundið lömunarveikiveiru, sem valdið gat 20 afbrigðum æxla í ýmsum dýurm. Þar sem vísindamennirnir höfðu nú sönnun fyrir því, að SV-40 gat valdið krabbameini í dýrum, var „landlækni" Bandaríkjanna þegar gert viðvart. Og í Framhvld á bls. 41. VIKAN 31. tl>l. — 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.