Vikan - 30.07.1964, Page 23
Á þessari mynd er Greta Garbo aðeins 15 ára
en sýnist eldri. Þá var hún hætt skólagöngu
og farin að vinna hjá skóverzluninni PUB
í Stokkhólmi.
0
Eina myndin, sem til er af föður
Gretu Garbo. Hann var veiklund-
aður draumóramaður og lagðist í
drykkjuskap.
Greta Gustavsson varð að léttast um 10 kíló til
þess að fá hlutverk Elisabeth Dohna í „Gösta
Berlings Saga“ Selmu Lagerlöv. Henni tókst það
og þar var Greta Garbo sköpuð.
ssjg r-
fy§§;
Hjá öllum vekur hún drauminn um ást,
eina valdið, sem við eigum gegn því illa.
En Garbo er sönn, og þess vegna túlkar hún
einnig það sárasta af öllu: að ástin getur
horfið og skilið okkur ein eftir. Þá horfum
við í augu Gretu Garbo, og í sorginni sjáum
við þar bros, sem hrærir hjörtu okkar og
gefur okkur styrk.
Hver er hún í raun og veru? Þegar hún
kom til Hollywood tæplega tvítug sagði hún
við blaðamennina: ■—■ Ég vil ekki láta það
standa einhvers staðar, að ég sé fædd í þessu
eða hinu húsinu, að faðir minn og móðir
séu þetta eða hitt. Þau eru foreldrar mínir
og það ætti að nægja ...
Hún hefur aldrei talað um árin, þegar hún
ólst upp, en það hefur verið skrifað margt
um hana og margir hafa grúskað í því leynd-
ardómsfulla myrkri, sem umlykur þau ár.
Vitað er, að hún er fædd á Söder í Stokk-
hólmi 18. sept. 1905. Hún hét Greta Lovisa
Gustavsson og ólst upp í gráum leigukumb-
alda við Blekinggötu. Heimilið var fátækt
og faðirinn sá fyrir því með vinnu við hitt
og þetta. Svo fór honum að ganga heldur
betur, hann fékk vinnu við hreinsunardeild
borgarinnar og hafði þar með höndum skol-
un á vatnsgeymum. í hinni stóru bók sinni
um Gretu Garbo, segir ameríski blaðamað-
urinn John Bainbrigdes, að faðirinn hafi ver-
ið hár, grannur og mjög veiklundaður maður,
næstum kvenlegur. Hann var feiminn og
hlédrægur og átti erfitt uppdráttar í Stokk-
hólmi, en hann var úr Smálöndunum. Konan
hans var sterkbyggðari og óhrædd við stór-
borgina. Hún var fljót að gleyma grænum
gróðri sveitarinnar og varð brátt ein af
fyrirferðarmiklu konunum í leigublokkinni við Blekinggöt-
una. Greta átti eldri bróður og systur, en hún varð sjálf
sterkleg stúlka — svo að það lenti á henni að gæta systkina
sinna.
Hæggerður faðir hennar undi sér bezt í félagsskap hennar,
og oft fóru þau í gönguferðir í umhverfi Söder og þá oftar
í átt frá fátækrahverfinu að stóru Málmhúsunum. Frá Fyll-
backen, hverfi rétt við bústað þeirra, þar sem umkomuleys-
ingjarnir héldu sig, þeir sem orðið höfðu ofdrykkjunni að
bráð.
Ef til vill er það satt, sem sagt hefur verið, ag Greta hafi
gengið þar um og betlað. En minningarnar frá þessum ár-
um hafa fylgt henni, og ekki sízt þær sárustu, uppgötvunin
um drykkjuskap föður hennar.
Hún lauk sjö ára skólagöngu á Katarinaskólanum. Við vit-
um að hún var hávaxin eftir aldri og var þess vegna látin
sitja aftast í bekknum. Á þeim skólamyndum, sem varðveitzt
hafa, sýnist hún fremur þrekvaxin, og venjulega er hún klædd
einhverju áberandi og frábrugðnu því sem hinar stúlkurnar
báru. Það stafaði af því, að móðir hennar saumaði fötin á
hana, og hafði ekki alltaf úr miklu að spila.
Á síðari skólamyndunum hefur Greta oft puntað sig fall-
egu blómi eða skrautlegum hatti, og hún virðist vera bráð-
þroska, alvarleg og ekki alveg laus við framhleypni. f bók
sænska rithöfundarins John Wallin um Garbo er að finna
skýringu á því. Hún var ekki nema tíu ára gömul, þegar hún
fór að vinna sér inn fyrstu peningana sem hárþvottastúlka
á rakarastofu á Södermannagatan. í tvö ár vann hún á föstu-
dags- og laugardagseftirmiðdögum. Það verður aldrei upplýst,
hvað hún sá og heyrði við vinnuna og heldur ekki hvað hún
hugsaði um mennina, sem hún aðstoðaði. En tólf ára virðist
hún vera eldri en jafnaldrar hennar.
Það má geta sér til, að þetta hafi mótað hana. Greta vildi
komast burt úr fátæktinni og hafði ákveðið að gerast leik-
kona. Meðal eftirlætisleikara hennar voru þeir Chaplin og
Douglas Fairbanks, hugrakka ævintýrahetjan með glampandi
Framhald á bls. 44.
1. grein
Hér hefst
skemmtilegur og
ýtarlegur
greinaflokkur um
Gretu Garbo.
Greta Garbo er
stjarnan mikla,
sem aldrei hefur
misst ítök sín í
hugum kvik-
myndaáhorfenda.
Þetta áriö greiöa
konur sér eins og
Garbo, og látlaus
og næstum
karlmannlegur
fatnaður, sem hún
er vön að
klæðast, er kominn
í tízku.
Fólk þreytist
aldrei á að velta
fyrir sér undar-
legum lífsferli
hennar.
VIKAN 31. tbl. — 23