Vikan


Vikan - 30.07.1964, Síða 27

Vikan - 30.07.1964, Síða 27
Hollur og góður hversdagsmatur Brauðeggjakaka. 4 sneiðar franskbrauð, 3 egg, 2 dl. mjólk, ca. 75 gr. smjörlíki. Brauðsneiðarnar skornar i teninga og steiktar þar til þær eru stökkar i smjörlíkinu á pönnu. Eggin og mjólkin þeytt saman og hellt yfir brauðiS á pönnunni og siðan steikt þar til eggjakakan er stíf, en við vægan hita. Borðuð volg með sultu. Hamborgar-kartöflu- súpa. 1 kg. kartöflur, 2 laukar, 30 gr. hveiti, 30 gr. smjörliki, 1% 1. mjólk, 100 gr. rifinn ostur, salt, múskat, púrrur eða gras- laukur. Kartöflur og laukur soðifi saman í einum liter af vatni og síðan marið í gegnum sigti. Smjörlikið og hveitið bakað upp og jafnað með mjólkinni, sem á að vera sjóðandi, kartöflu- maukið sett út i og allt látið sjóða í 8 mínútur. Rifna ostin- um blandað i og súpan krydduð. Gott er að strá fínsöxuðum púrr- um eða graslauk yfir. Grænkálsrönd. 4 franskbrauðssneiðar, ca. 2 dl. mjólk, 40 gr. smjörlíki, 4 egg, salt, pipar, grænkál. Skorpulausar franskbrauðs- sneiðar eru bleyttar i mjólkinni og settar i pott með smjörlikinu og látið samlagast yfir lágum hita. Potturinn tekinn af og þeyttum eggjunum, kryddinu og grænkálinu blandað saman við. Sett í vel smurt hringform og soðið í 30—40 min. Hringurinn fylltur með hverju sem er, þeg- ar hann er borinn fram, en eigi það að vera eingöngu grænmetis- máltíð, er gott að hafa nóg af soðnum gulrótum innan i hon- um. Venjulegt gúllasch. 14 kg. nautakjöt skorið í smá- bita og brúnað með söxuðum lauk i smjörlíki. Kryddað með salti og papriku og sjóðandi hellt yfir. Látið sjóða við litinn hita í klukkutíma. Síðasta kort- érið er 14 kg. af gulrótarsneið- um soðið með og púrrur, sem skornar hafa verið í sneiðar. Sósulit má bæta í ef þarf og ef sósan er of þunn er hún jöfn- uð upp með hveiti. Iíartöflu- stappa borin með. Kjöt í dillsósu. Lambakjöt er soðið þar til það losnar frá beinunum i vatni, sem kryddað hefur verið með 3—4 matsk. salti, 5 hvítpipar- kornum, 1 lárviðarlaufi og ein- um lauk, fylltum með negulnögl- um, í hvern líter vatns. Veiðið kjötið upp úr og siið soðið. Hellið svolitlu af þvi yfir kjöt- ið aftur og látið það liggja i þvi, þar til það er notað. Bakið up smjör og liveiti og jafnið það með kjötsoðinu þar til sós- an er fremur þunn. Pressið saf- ann úr einni sítrónu og rífið börkinn og bætið í sósuna og kryddið síðan með dill eftir smekk. Berið kjötið fram í sós- unni og laussoðin lirísgrjón með. Gott er að hafa grænar baunir, sem hitaðar hafa verið í smjöri, með þessum rétti. Sinnepsfiskur. Þorsk eða ísuflak skorið í hæfilega stór stykki og smurð með elcki of sætu sinnepi, krydd- uð með salti og pipar og velt upp úr raspi. Flökin steikt í helming olíu og helming smjörs, en pannan ekki of heit. Borið fram með sitrónusneiðum. Gulrótarsúpa. 1 saxaður laukur er soðinn í svolitlu smjörlíki, siðan eru 2 kartöflur, 4 stórar gulrætur og 1 selleri, allt skorið í smá- stykki, sett saman við og hrært í stutta stund. Þá er 114 1. af vatni bætt í og 1 matsk. kjöt- krafti, 2 lárviðarlaufum og e. t.v. svolílilli persilju. Látið sjóða í hálftíma, en þá er grænmetið tekið upp úr og marið i gegnum sigti og sett aftur í pottinn. Jafn- að upp með smjörbollu og lát- ið sjóða í 6—8 min. 3 fransk- brauðssneiðar skornar upp i ten- inga og þeir brúnaðir i smjörl. og bornir með súpunni. Baconrúllur. 14 kg. hakkað kjöt, helzt að mestu svínakjöt, er blandað með 2 matsk. söxuðum kapers, 2 matsk. söxuðum lauk og 1 matsk. söxuðu mango cliutney. 2 matsk. rasp, 1 egg og nokkrar skeiðar af rjóma látið í og allt hrært út i frekar þykkt fars, sem búnar er til úr litlar lengjur og utan um þær er vafið baconsneiðum. Rúllunum raðað í smurt gratin- fat og 2 dl. rjóma, sem blandað hefur verið í 2 matsk. af kin- verskri soyu, er hellt yfir, en fyrst er rctturinn látinn brúnast dálitið i ofninum. Látið sjóða við góðan hita (200 gr.) i 30 mín. og vökvanum öðru hverju ausið yfir rúllurnar. Steiktar kartöfl- ur bornar með. Fiskiflök Bretonne. Eldfast fat smurt vel og á botn þess er raðað 2—3 gulrótum skornum i sneiðar, 14 úr sellerí- stöng, rifinni á rifjárni, 125 gr. af skornum sveppum og 1 gróf- söxuðum lauk, og yfir það er stráð salti og austurlenzku karr- ýi. Ofan á þetta eru lögð smá fiskflök, fallegt er að rúlla þeim upiJ og 2 dl. af rjóma hellt yfir. Nokkrir smjörbitar settir á víð og dreif. Lok er sett á fatið, ef það er ekki til má nota málm- pappír og rétturinn bakaður við jafnan liita í u.þ.b. hálftíma. Öðru liverju er soðinu ausið yfir flökin á meðan þau bakast. í Frakklandi er notuð með þessu löng brauð, ristað brauð má lika nota, og svo auðvitað kart- öflur, ef þess er óskað. Bökuð epli. Eplin má baka í ofninum um leið og fiskiréttinn, þar sem fiskfatið er lokað. Þau eru flysj- uð og kjarnahúsið er skorið úr, en í stað þess er sett blanda af söxuðum rúsínum, púðursykri og kanil, ásamt svolitlu smjöri. Dálitlu af heitu vatni er hellt á botn fatsins og eplin öðru hverju ausin mcð því, rneðan þau eru steikt. Grænkálssalat. 1 dós af smurosti, 1 matsk. sitrónusafi, 4 matsk. rjómi, 75 gr. þeyttur rjómi, 4 stór græn- kálsblöð, 2 epli, 2 matsk. sax- aðar rúsínur. Osturinn hrærður út með rjómanum, sítrónusafanum og þeytta rjómanum. Grænkálið saxað mjög smátt og eplin rif- in á rifjárni, en frekar gróft, og öllu blandað saman. Smá- söxuðum rúsínum stráð yfir. Hvítkálsréttur. 1 hvítkálshöfuð er sneitt i mjóar lengjur, sem soðnar eru í 10 mín. i litlu vatni með salati og dálitlu smjörlíki. Ca. 400 gr. af skinku er skorið i teninga og sett til skiptis við hvítkálið í eldfast mót, en milli laganna er stráð karrý. Það sem eftir er af hvitkálssoðinu er blandað í 1 dl. af rjóma og 2 matsk. tómat- puré, og því hellt yfir kálið, en efst eru settir smjörbitar á víð og dreif. Lok eða málmpappír sett yfir og bakað við jafnan liita i klukkutima i meðalheit- um ofni. Kryddsíldarsalat. 1 dós smurostur, 100 gr. þeytt- ur rjómi, 3—4 matsk. rauðbeðu- edik 1 stórt epli, 1 tsk. rifin piparrót, 3 kryddsildarflök, 2 harðsoðin egg, gúrkusneiðar. Osturinn cr lirærður með rauð- beðuedikinu og þeytta rjómanum blandað varlega saman við. Epl- ið flysjað og skorið i bita og sett saman við, sömuleiðis pip- arrótin. Flökin skorin í bita, sem lagðir eru á fat og rjóma- blöndunni liellt yfir. Eggin skor- in i tvennt, rauðurnar teknar og muldar yfir rjómann, en hvit- urnar skornar í hringi, sem lagð- ir eru efst með gúrkusneiðunum. Rjómasoönar kartöflur. % kg, kartöflur, 1 litill lauk- ur, 2 dl. kjötsoð, 50 gr. smjör- líki, 1 dl. rjómi, 14 tsk. basilik- um, livitur pipar. Kartöflurnar flysjaðar liráar og skornar í litla bita og lauk- urinn saxaður smátt, og livort tveggja síðan soðið þar til það er meyrt í kjötsoðinu. Síðan er rjómanum hellt á og kryddað með piparnum og basilikum. Á- gætt að hafa með þessu vel steikt bacon, en það má eins steikja í ofni við lítinn hita, þótt það sé venjulega gert ó opinni pönnu. Medisterpylsur eru lika ágætar ineð þannig kartöflum. VIKAN 31. tbl. — 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.