Vikan - 30.07.1964, Blaðsíða 29
Framhaidssagan
16. hluti
Einkaréltup á íslandi: VIKAN
koma upp á yfirborðið og stefna
beint á andlit sitt. Hann rykkti sér
til hliðar og fálmarinn vafðist utan
um vírnetið framan við augu hans.
Eftir andartak mundi hann færa sig
niður handlegginn eða öxlina og
þá yrði það búið. Nú! Hinn fálmar-
inn var nú kominn upp á rifjahylk-
ið á honum. Næstum án þess að
miða, skellti Bond hnífblaðinu nið-
ur og þvert. Hann fann að blaðið
smaug inn í mjúkt holdið. Svo var
hnífurinn næstum rifinn af honum,
þegar særður armurinn þeyttist aft-
ur ofan í sjóinn. Eitt andartak var
eins og bullsyði í sjónum í kring-
um hann. Svo sleppti hinn fálmarinn
vírnetinu og vafðist um mitti Bonds.
Þetta var sárt, því að allar sog-
skálarnar sugu af fullum krafti.
Bond öskraði þegar sogskálarnar
grófust niður í hold hans. Hann
hjó aftur og aftur eins og í brjál-
æði. Guð, það var verið að rífa
úr honum magann! Vírnetið hrist-
ist og skókst í átökunum. Undir
honum sauð og ólgaði sjórinn.
Hann ætlaði aðeins að höggva einu
sinni og nú aftan á fálmarann.
Það dugði! Fálmarinn sleppti og
skauzt niður í vatnið, en eftir voru
á hörundi Bonds tuttugu rauðir
hringir og það streymdi úr þeim
blóðið.
Bond hafði ekki tíma til þess að
velta þeim fyrir sér. Höfuð skepn-
unnar var nú komið upp á yfir-
borð sjávarins og augun störðu á
hann, rauð, reiðileg og afgangur-
inn af fálmurum skepnunnar var
á leiðinni að fótum hans, komnir
að fótum hans, þeir þrifu [ bux-
urnar og hvað sem fyrir varð. Þeir
voru að hafa Bond undir. Drógu
hann sífellt nær, tommu fyrir
tommu. Hann fann að vírnetið var
að skerast inn í handarkrikann á
honum. Hann fann að það tognaði
á hrygglengjunni. Ef hann héldi
svona fast mundi hann verða slit-
inn í sundur. Nú voru augun, og
stór, þríhyrndur goggurinn kominn
upp úr vatninu og goggurinn teygð-
ist í áttina að fótum hans. Hann
átti aðeins eina von, aðeins eina!
Hann stakk hnífnum aftur upp f
sig og teygði sig niður til þess að
ná í vírspjótið. Hann reif það upp
úr buxunum, þreif það milli hand-
anna og rétti það næstum alveg
upp. Hann mundi neyðast til þess
að sleppa handfestunni öðrum
megin til þess að komast í færi.
Ef honum mistækist yrði hann slitinn
sundur á netinu.
Nú, áður en hann dæi af sárs-
auka! Nú! Nú! Bond sleppti alveg
handtakinu á vírnum en skellti sér
niður og áfram af öllum krafti.
Hann sá rétt aðeins í svip þegar
endinn á spjótinu hans stakkst inn f
miðjuna á öðrum svarta auga-
steininum og í sama bili gaus allt
hafið í kring um hann og hann
fétt aftur á bak niður eftir vírnum,
en hékk á hnjánum og það mun-
aði ekki nema hársbreidd að and-
lit hans færi f kaf.
Hvað hafði komið fyrir? Hafði
hann blindazt? Hann sá ekkert.
Hann sveið í augun og það var
hræðilegt slorbragð í munninum á
honum. Hann fann að vírinn skarst
inn í vöðvana í hnésbótum hans.
Svo að hann hlaut að vera lifandi!
Hann teygði sig upp og þreifaði
sig eftir næsta möskva. Hann náði
taki á víhnum og smám saman gat
hann rétt svo úr sér að hann sat
á netinu. Ljósið tók að ryðja sér
leið inn í augu hans á ný. Hann
þurrkaði sér í framan með hend-
inni Nú gat hann séð. Hann leit á
hönd sína. Hún var svört og slepjuð.
Hann leit á líkama sinn. Hann var
þakinn með svörtu leðjunni og
sortinn fyllti sjóinn allt í kring. Þá
rann upp Ijós fyrir Bond: — Særð-
ur kolkrabbinn hafði tæmt blek-
byttuna sína á hann.
En hvar var kolkrabbinn. Mundi
hann koma aftur. Bond rannsakaði
sjóinn. Þar sást ekkert, ekkert nema
sortinn. Engin hreyfing. Varla alda.
Þá var engan tíma að missa. Kom-
ast héðan burt! Burt í hvelli. Hann
leit til hægri og vinstri. Til vinstri
var skipið, en einnig Dr. No. En til
hægri var ekkert. Til þess að reisa
þessa vírgirðingu hefðu mennirnir
hlotið að koma frá vinstri í áttina
frá höfninni. Þar hlyti að vera ein-
hvers konar slóð. Bond teygði sig
upp í efsta vírinn og þokaði sér
eftir sveiflandi vírnetinu í áttina að
klettunum um tuttugu metrum burtu.
Þessi þefjandi, blæðandi, svarta
vera hreyfði haldleggi sína og fæt-
ur alveg ósjálfrátt. Hinn hugsandi
skyni gæddi helmingur Bonds var
ekki lengur hluti af líkama hans.
Sá helmingur var á ferli utan við
líkamann, eða yfir honum og það
var rétt á mörkum að hann hefði
nóg samband við þennan fyrrver-
andi verustað sinn til þess að kippa
f rétta spotta til þess að brúðan
dansaði. Bond var eins og maðkur,
sem skorinn hefur verið í tvennt,
helmingarnir halda báðir áfram.
Allt, sem Bond þarfnaðist, var ör-
Iftil vissa fyrir því, að það væri
til einhvers að halda áfram að lifa.
Loksins komst hann að klettun-
um. Hann skreið yfir efsta vírinn
og niður eftir netinu. Hann horfði
eins og í leiðslu ofan í vatnið. Það
var svart og jafndjúpt og fyrir inn-
an netið. Átti hann að þora það
hérna megin? Hann varð! Hann gat
ekkert gert fyrr en hann hefði þveg-
ið af sér þetta andstyggilega slím
og blóð, að ekki sé talað um þessa
andstyggilegu slorlykt. Hann fór úr
þessum tötrum sínum og hengdi þá
upp á vírnetið. Hann leit niður eft-
ir líkama sínum, brúnum og hvítum,
merktum hér og þar með rauðu.
Allt í einu datt honum í hug að
þreifa eftir æðaslætti. Hann var
hægur en reglulegur. Þessi stöðugi
sláttur endurnýjaði lífsvilja hans.
Af hverju var hann að hafa áhyggj-
ur. Sárin og marblettirnir á líkama
hans voru ekkert — bókstaflega ekk-
ert. Þau voru Ijót kannske, en ekk-
ert var brotið. Innan í rifnu umslag-
inu var bréfið heilt, og gangverkið
tikkaði eins og alltaf áður. Þetta
voru ekkert annað en yfirborðs-
skurzlur. Blóðugar minningar, ör-
þreyta — en að slíkum meiðslum
mundi verða hlegið á sjúkrahúsi.
Áfram með þig fíflið þitt! Haltu
áfram! Þvoðu þér og vaknaðu.
Prísaðu þig sælan Hugsaðu um
stúlkuna. Hugsaðu um manninn
sem þú verður einhvernveginn að
drepa. Haltu dauðahaldi í lífið,
eins og þú hélzt áðan í hnífinn.
Hættu að vorkenna sjálfum þér.
Skiptu þér ekki af því sem er búið
og liðið. Komdu þér ofan í vatnið
og þvoðu af þér!
Tíu mínútum síðar klifraði Bond
upp á land, nýþveginn og vatns-
greiddur í nýþvegnum, rennblautum
fötum.
Já, það var eins og hann bjóst
við. Mjótt einstigi eftir verkamenn-
ina lá niður hinum megin og fyrir
klettinn.
Úr nágrenninu bárust ýmisleg
hljóð og bergmál. Hafnarkrani var
að vinna. Hann heyrði breytilegt
vélahljóð hans. Það heyrðust ýmis
hljóð sem tilheyrðu skipum og
hljóðið frá botndælu skipsins sem
dældi vatninu stöðugt f höfnina.
Bond leit upp í himininn. Hann
var fölblár. Gullbrydd ský lopuð-
ust yfir sjóndeildarhringinn Hátt
uppi yfir honum flugu skarfarnir
umhverfis dritfjallið. Það var kom-
inn tími til fyrir þá að leggja af
stað til dagsverksins. Kannske voru
þeir einmitt nú að horfa á fyrstu
hópana sem flugu út á sjóinn.
Klukkan hlaut að vera um sex. Þetta
var dögun dásamlegs dags. Bond
fikraði sig varlega eftir einstiginu
niður af klettabrúninni. Þegar hann
kom fyrir klettinn urðu hljóðin há-
værari. Hann skreið síðasta spölinn
og gætti þess vandiega að láta
enga lausa steina hrynja niður.
Hann heyrði rödd kalla og hún var
mjög nærri honum: — Allt í lagi?
Og svarið nokkru lengra: — Allt
í lagi. Það var hert á kranavélinni.
Nokkrir metrar í viðbót og nú fyrir
hornið, nú!
Bond þrýsti sér fast upp að kletta-
veggnum og gægðist varlega fyrir
hornið.
19. kafli. Steypibað dauðans.
Hann horfði lengi á það sem
hann sá og færði sig svo aftur fyr-
ir hornið. Hann hallaði sér upp að
klettunum og beið eftir því að and-
ardráttur hans kæmist í samt lag
Hann lyfti hnífnum fast upp að
augunum og rannsakaði blaðið
vandlega. Þegar hann var orðinn
ánægður, setti hann hnífinn aftur
fyrir sig, undir buxnastrenginn og
upp með hrygglengjunni Þar var
fljótlegt að grípa til hans, en hann
myndi ekki rekast í neitt. Hann
velti fyrir sér hvað hann ætti að
Framhald á bls. 46.
A SfÐASTA ANDARTAKI VAR ENGIN ASTÆÐA TIL AÐ FLÝTA SÉR. BOND STÖÐ FYRIR AFTAN
MANNINN OG FANN AF HONUM LYKTINA. HANN HAFÐI TfMA TIL AÐ REIÐA TIL HÖGGS.
VXKAN 31. tbl. —