Vikan


Vikan - 30.07.1964, Page 33

Vikan - 30.07.1964, Page 33
„Ónei, ekki er það nú svo, enda er rafmagn frá þeim dýrara í notkun til almennings, en frá dísil- eða kolastöðvum. Og svo er annað, sem þeir hafa alltaf ver- ið í vandræðum með, og eru enn. Það er kæling kjarnorku- stöðvanna. Þær eru kældar með vatni, sem síðan rennur eftir ám og lækjum til sjávar. í vatninu eru leifar af geislavirkum efn- um, sem sumir halda að eyði gróðri og dýralífi í sjónum — smátt og smátt. Þetta er að vísu ekki mikið magn, en það safnast saman með tímanum og getur vel haft skaðleg áhrif.“ „Þeim hefur sem sagt ekki tekizt að finna ráð við þessu ennþá?“ „Nei. Ekki svo að skilja að tilraunir hafi ekki verið gerðar. Ég hefi t.d. séð kjarnorkustöð í Sviss, byggða inni í fjalli, og kostaði hún geysilegar fjárhæðir. Þessi dýra stöð var í rauninni aðeins tilraun til að nota aðra kælingu en vatn ■— þessi tilraun mistókst algerlega, og stöðin var ekki í notkun þegar ég sá hana.“ „Kjarnorka er sem sagt eng- inn hættulegur keppinautur við vatnsaflið — í rafmagnsfram- leiðslunni?“ „Það er engin orkulind — sem nú er þekkt — sem getur keppt við vatnsaflið í rafmagnsfram- leiðslu. Það er langsamlega ódýr- ast að öllu leyti — og endalaust. Það þrýtur aldrei, þótt allar aðr- ar orkulindir jarðarinnar séu uppnotaðar. Og viðhaldskostnað- ur raforkuvera, sem ganga fyrir vatnsafli, er hreinasti hégómi í samanburði við aðrar stöðvar. Dr Gunnar Böðvarsson hefur m. a. upplýst að vinnslukostnaður við dísilstöð sé alls kr. 0,50 á hverja kílówattstund. Frá eimstöð rekinni með olíu er kílówattið 0,52, með jarðvarmastöð í Hvera- gerði yrði það 0,24, -— en með vatnsorkustöð við Efri Brúará kr. 0,18, eða aðeins rúmlega þriðjungur á við olíustöð." „En ef rætt er um flutning raf- magns til meginlandsins, hlýtur þar að verða um töluverðan stofnkostnað að ræða — meiri en við venjulega virkjun -— svo og einhvern flutningskostnað?“ „Já auðvitað er það. En ef til þess kæmi, yrði magnið svo mik- ið, að þessi kostnaður yrði í rauninni hverfandi, miðað við magn og hagnað.“ „Hefur þetta mál verið rann- sakað vel, og gerðar áætlanir, Jónas?“ „Nei, því miður hefur það ekki verið gert nákvæmlega ennþá. Jakob Gíslason raforkumálastjóri hefur haft töluverðan áhuga á þessu máli, og gert lauslegar á- ætlanir, sem þú getur vafalaust fengið hjá honum. En framfarir hafa orðið miklar einmitt í þessari tækni undanfar- inn áratug, og reynsla komin á þessa flutningsaðferð, svo að nú með NIVEA í loft og sól má segja með öruggri vissu. að þetta mundi takast, og hægt að reikna út allan kostnað með nokkurri nákvæmni. Til dæmis hefur slíkur strengur verið lagð- ur milli Englands og Frakklands, Svíþjóðar og Gotlands. Á Nýja Sjálandi hefur verið lagður strengur í sjó, sem er 150—160 km að lengd, annar yfir Adría- hafið, og nú stendur til að leggja jarðstreng frá Alaska, suður með vesturströnd Bandaríkjanna, lík- lega allt suður til Mexíkó. Þannig hefur fengizt reynsla á flutnings- kerfinu, og hún mjög góð.“ „Hvað mundi strengur frá fs- landi til meginlandsins verða langur, Jónas?“ „Strengur tl Skotlands mundi verða rúmlega 800 km langur, —- og það er hægðarleikur að leiða rafmagn eftir honum. Svíarnir staðhæfa að með þessari aðferð sé hægt að leiða rafmagn tvisvar sinnum kringum jörðina — án þess að nokkuð tapist á leiðinni. Auðvitað er stofnkostnaður töluverður, því að fyrst þarf að breyta straumnum í háspenntan rakstraum, og síðan aftur í há- spenntan riðstraum við hinn enda leiðslunnar. Ég er nýkominn frá Banda- ríkjunum, þar sem þetta kom til tals milli mín og nokkurra kunn- ingja, sem áhuga hafa á ýmsum stóriðjuverum og hafa mikið fjár- magn milli handa. Þeir höfðu geisimikinn áhuga á þessu máli — og á því er enginn vafi, að fjármagn er hægt að fá til fram- kvæmdanna með vægum vöxtum -—■ 21/a — ef útreikningar sýna að það muni bera sig og ef kaup- endur fást. Annars veiztu það, að ég er ekki faglærður í þessari grein, svo að ég get ekki veitt þér ná- kvæmar tæknilegar upplýsingar. Ég er aðeins áhugamaður, sem hefi lengi velt þessu fyrir mér, og vil benda á þennan möguleika. Ég hefi mikið meiri trú á slík- um framkvæmdum, en t. d. alum- iniumverksmiðju, þar sem þarf að flytja hrámálminn hingað VIKAN 31. tbl. 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.