Vikan


Vikan - 26.11.1964, Page 11

Vikan - 26.11.1964, Page 11
Glæsilegur karlmannsbúningur frá byrjun sextándu aldar. (Eftir enskri minityr eftir Isaac Oliver). ekki síður vel klæddur, þegar hann fór til Frakklands í bónorðs- för. í tilefni þeirrar ferðar tæmdi liann næstum verzlanirnar i Róm af silki og skartgripum. Söðulklæðið á glæsilegum orrustuhesti hans var úr rauðu silki og gullbrokade — í frönsku litunum, og sömu liti mátti finna í fötum sveina lians. Cæsare var klæddur föt- um úr hvítu hrokade (ekki sérlega hentugt til ferðalaga, skyldi mað- ur ætla!) með gullútsaumi og bar svarta flauelsslá um herðar sér. Hattur hans var líka úr svörtu flaueli, útsaumaður með rúbínum á stærð við hnetur. í fylgdarliði hans voru bæði Rómverjar og Spánverjar, Róm- verjar klæddir samkvæmt franskri tízku, en Spánverjarnir héldu fast í alvarlegri fatnað lieimalands sins. Franska menningarþróunin varð fyrir miklum áhrifum frá ítalíu, en endurreisnarstíllinn tók á sig nokkuð aðra mynd á Spáni, þar sem áhrifa frá Márum gætti töluvert. Um tíma varð lika spánska tízkan ráðandi, því að Spánverjar lögðu mikla rækt við klæðskera- listina og höfðu þar að auki ótæmandi möguleika hvað skreytingu fatnaðarins snerti. Perlur og eðalsteinar frá Ameríku og Indlandi voru eftir landafundina saumaðir á fötin á Spáni. Þau urðu smám saman að peningakössum samtiðarinnar, þvi að vissast var að bera auðæfin á sér. Þar að auki gátu þá allir séð, livað liver átti og dæmt þar ai' um virðingu hans. En spánski fatnaðurinn var stífur og tilgerðarlegur, meira og minna bólstraður, með óeðlilegri mjaðmabreidd og krinólini. í fyrsta skipti í sögu klæðnaðarins var þá notað lífstykki, og pipu- kragi var notaður af báðum kynjum. í Frakklandi og Englandi lagaði fólk þessa tízku eftir hentug- leikum. Á Spáni voru þessi föt venjulega höfð svört, til þess að skartgripirnir nytu sin betur, en í öðrum löndum vildi fólk heldur ljósari liti. Mjaðmahringurinn varð ómissandi fyrir háttsettar kon- ur, en það hlýtur að hafa verið þreytandi að lireyfa sig i þessum ó- hentugu fötum. Á málverkum af Elísabetu drottningu, sem gerð eru af samtíðarmönnum, má sjá, að þessir háu kragar hafa verið þving- andi fyrir höfuðið. Undir kjólnum var drottningin í trumbulöguðu krinólini og síðu lifstykki. Þykkt satín, útsaumað með perlum og rúbínum, var eftirlætisefni hennar, og efnin og skreytingin er alls ekki ólik jiví, sem Elísabet II Englandsdrottning velur sér núna. VÖLDIN SETJA SVIP Á KLÆÐABURÐINN Á þessum tíma var mikil barátta innan kirkjunnar. Páfaveldið vildi fyrir alla muni kæfa siðaskiptalireyfinguna, og eitt vopnið Enska drottningin Jane Seymour í rauðum flauelskjól, skreyttum perl- um og rúbínum, með undirermum og skjörti úr silfurbrokade, á mynd mál- aðri árið 1536 af liinum fræga málara Hans Hobein. i þeirri baráttu var listin. í áróðursskyni var Péturskirkjan i Róm veglega skreytt, og Michelangelo vakti undrun og aðdáun allra með stórkostlegum skreytingum sínum. Hann var liöfundur nýja stíls- ins, barokstilsins, með óreglulegum og álirifamiklum linum. Fyrir kirkjunni vakti að ná til fólksins, og það var ósk, sem hún var ekki ein um. Kóngurinn óskaði þess sama, og bezta leiðin til þess var, að hirðin hefði sem mest áhrif. Á þessum tima átti Holland sitt blómaskeið og mótaði fatatízkuna með íburðarmiklum og efnismiklum fatnaði, sem gerður var af flæmsku borgarastéttinni. En Evrópa var i deiglunni bæði stjórn- málalega og þjóðfélagslega. í Frakklandi liafði stjórnmálamaður- inn mikli, Richeliu kardináli, lagt grunninn að algeru einveldi. Það átti eftir að liafa ótrúlega inikil áhrif á fatatizkuna. Lúðvík fjórtándi tók við öldum og notaði barokstilinn til þess að kasta ljóma yfir einveldi sitt. Enski skopteiknarinn W. M. Thack- eray hefur gert teikningu eftir mynd hirðmálarans Tigaud af Sól- kóilginum i Versölum, sem ekki lét neitt ónotað af lieimsins lysti- semdum. Teikningin er skopmynd af tíðarandanum og sýnir, hve nauðsynlegt allt þetta prjál þótti þá. Lúðvík konungur er þar með stórkostlega hárkollu og í liermalinsprýddri skikkju, um liálsinn har hann þungar gullkeðjur og gekk hátíðlega um ihurðarmikil sal- arkynni sin. En maðurinn innan i skrúðanum var úttaugaður og ljótur. Samt var skrautið aðalatriðið, og þegnar konungsins stóðu og gláptu sem dáleiddir á ótrúlegar dýrðir hirðarinnar. Hvorki Frakkar né aðrir Evrópubúar höfðu nokkurn tíma augum litið slika höll sem Yersali, með garðinum fræga og öllu þvi dýrasta og íburðar- niesta innan og utanhúss, sem liugsazt gat. Brátt fengu þeir einnig tækifæri til að undrast tizkuna, sem skap- aðist þar innan veggja. En Sólkónginum fannst brátt Versalir verða of áberandi og lét reisa sér minni höll, sem siðar varð þekkt undir nafninu Trianon. Það hai'ði verið nafn þorpsins, sein stóð áður á þeim stað. Trianon vai fingerðari og veikbyggðari útgáfa af Versölum og varð upp- haf Régence-stílsins. Það nafn kom samt fyrst fram eftir dauða Sólkóngsins 1715, þegar bróðir lians, hertoginn af Orléans var rcf/ent meðan Lúðvík fimmtándi hafði ekki náð fullum aldri. „La régence“ varð tengiliður milli barokstílsins og rokokostílsins, föt kvennanna urðu við og frakkar og vesti karlmannanna með mjó- um öxlum. Lúðvík fjórtándi, með madame Pompadour að baki sér, hafði mikil áhrif á klæðahurð liirðfólksins. Framhald á bls. 31. VIKAN 48. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.