Vikan


Vikan - 26.11.1964, Side 15

Vikan - 26.11.1964, Side 15
augu, þver haka, stórt enni og þunnt, afturstrokið hór. Vinstra megin við hann voru ferköntuð daufleg andlit, með diúpum gjám, sitt hvorum megin við nefið,ljósan, mikinn hármakka, skarð í vinstra eyra. Þriðji meðlimur fasta starfs- liðsins, hafði flóttalegt armenískt andlit með skærum, gáfulegum, möndlulaga augum. Hann var að taia. A andliti hans var uppgerð- ar auðmýkt. Gull glitraði í munni hans. Bond sá . minna af gestunum þremur. Þeir sneru að hálfu leyti bökunum að honum, og vangasvip- ur þess sem næstur honum var, og sennilega í lægstri tign, sást greini- lega. Sá maður var dökkur á hör- und. Hann gat, eins og Armeníu- maðurinn, verið frá einhverju af Suðurríkjunum. Hann var illa rak- aður og að því sem bezt varð séð af vangasvipnum, voru augun dauf og heimskuleg undir þykkum svört- um brúnunum. Nefið var holdmikið með örum eftir fílapensla. Efri vör- in slapti niður yfir fýlulegan munn og upphaf tvöfaldrar hökunnar. Strítt, svart hárið var mjög stutt- klippt, svo mestur hluti hnakkans hafði bláan blæ, upp á móts við eyrnasnepla. Þetta var herklipping, gerð með sjálfvirkum klippum. Það eina, sem sást af næsta manni, var Ijót graftrarbóla aftan á feitum og snöggrökuðum hálsin- um, blá, glansandi föt og Ijósgul- brúnir skór. Maðurinn var graf- kyrr allan tímann meðan Bond fylgdist með honum, og virtist aldrei tala. Nú rétti æðsti gesturinn, sá sem var hægra megin við stöðvarfor- stjórann, úr sér og tók að tala. Þetta var kraftalegur og hrjúfur vangasvipur með stórri, beinni og framstæðri höku, undir þykku, brúnu yfirskeggi, eins og Stalín hafði. Bond sá annað kalda gráa augað undir loðinni augnabrún og lágu enni, með grófu, grábrúnu hári. Þetta var eini maðurinn, sem reykti. Hann tottaði í ákafa stutta viðarpípu, en upp úr kónginum stóð hálf sígaretta. Við og við hristi hann pípuna til hliðar, þannig að askan féll á gólfið. Vangasvipur hans var valdsmannslegri en hinna, og Bond gat sér þess til, að þetta væri ráðamaður sendur frá Moskvu. Bond var orðinn þreyttur í aug- unum. Hann sneri handföngunum hægt og svipaðist um í skrifstof- unni, eins vel og skörðóttar brúnir músarholunnar leyfðu. Hann sá ekkert athyglisvert — tvo olífu- græna skjalaskápa, hattasnaga við dyrnar — með sex, mjög svipuðum, gráum höttum — hliðarborð með stórri vatnsflösku og nokkrum glös- um. Bond vék sér frá kikinum og nuddaði augun. — Bara að við gætum heyrt, sagði Kerim og hristi höfuðið dap- urlega. — Það væri gulli dýrmæt- ara. — Það myndi leysa mörg vanda- mál, samþykkti Bond. Svo bætti hann við: — Meðal annarra orða, Darko, hvernig rakstu á þessi göng? Til hvers eru þau gerð? Kerim hallaði sér niður og leit snöggvast í sjónglerin en rétti svo úr sér. — Þetta eru gömul frárennslis- rör frá Súlnahöllinni, sagði hann. — Súlnahöllin er núna aðeins fyrir ferðamenn. Hún er fyrir ofan okk- ur, uppi á hæðum Istanbul, skammt frá St. Sophia. Fyrir þúsund árum var hún byggð sem stífla, ef til umsáturs kæmi. Þetta er risastór neðanjarðarhöll, hundrað metrar á lengd og næstum hálft það á breidd. Hún átti að geta haldið milljón gallónum af vatni. Fyrir um fjögur hundruð á'/um fann mað- ur að nafni Gyllius þessa höll. Ég var einu sinni að lesa frásögn hans af þessum fundi. Hann sagði að staðurinn væri fylltur á veturna í gegnum ,,svera pípu með miklum hávaða." Mér datt í hug, að það gæti verið önnur ,,sver pípa", til að tæma í flýti, ef borgin félli í óvinahendur. Ég fór upp að Súlna- höllinni og mútaði varðmanninum og réri heila nótt fram og aftur á gúmmíbát milli súlnanna, ásamt einum drengja minna. Við rann- sökuðum veggina með hamri og bergmálsmæli. Og loksins, á lík- legasta staðnum, var tómahljóð. Ég rétti atvinnumálaráðherranum meiri peninga og hann lokaði staðnum í eina viku „vegna hreins- unar" og hópurinn minn tók til starfa. Kerim leit aftur niður til að horfa í gegnum kíkinn og hélt svo áfram. — Við boruðum í vegg- inn yfir vatnsyfirborðinu og kom- um niður á bogagöng. Það var upp- haf gangnanna hér. Við skriðum inn í þau og héldu áfram. Það var spennandi, því við vissum ekki, hvar við myndum koma út. En þetta lá, eins og við bjuggumst við, beint niður hæðina, undir stað- inn þar sem sem Rússar hafa að- setur sitt, og út í Gullna hornið, rétt hjá Galatabrúnni, tuttugu metr- um frá vöruhúsinu mínu. Svo við fylltum aftur í gatið í Súlnahöll- inni og tókum að grafa mín megin frá. Það var fyrir tveimur árum. Það tók okkur eitt ár og erfitt starf að finna hvar við værum nákvæm- lega undir Rússunum. Kerim hló. — Og nú býst ég við, að það verði ekki langt þangað til Rússarnir ákveða að skipta um skrifstofustað. Þá vona ég að einhver annar verði orðinn yfirmaður T. Hann leit einu sinni enn í sjónglerin. Bond sá hann stífna, svo sagði hann ákafur: — Dyrnar eru að opnast. Fljótur. Komdu. Hún er að koma. 17. KAFLI. - DÆGRADVÖL. Klukkan var orðin sjö sama kvöld og James Bond var aftur í hótelinu sínu. Hann hafði farið í heitt bað og kalda sturtu. Hann hélt, að hon- um hefði tekizt að skúra rottuþef- inn af sér. Hann sat á nærbuxuunm einum við einn gluggann og dreypti á Vodka og Tonic og horfði á hið stórkostlega sólsetur, hinum megin við Gullna hornið. En augu hans sáu ekki rifin gullklæðin og blóð- dropana, sem hengu bak við leik- sviðið, þar sem hann sá Tatiönu Rcmanovu bregða fyrir í fyrsta sinn. Hann var að hugsa um hávöxnu, fallegu stúlkuna með dansmeyjar- göngulagið, sem gekk í gegnum óhrjálegar dyr með pappírsmiða i hendinni. Hún hafði staðnæmzt við hliðina á yfirmanni sínum og rétt honum miðann. Allir mennirnir höfðu litið á hana og hún hafði roðnað og litið niður. Hvað boðaði svipurinn á andliti mannanna? Það var meira á bak við hann en venju- lega er á bak við svip manna, sem horfa á fallega stúlku. Svipurinn sýndi forvitni, það var skiljanlegt. Þá langaði að vita hvaða skilaboð þetta væru. Hvers vegna þeir væru truflaðir. En eitthvað frekar? Svip- urinn sýndi einnig kankvísi og fyr- irlitningu — eins og þegar menn stara á hóru. Þetta hafði verið undarlegt og órætt atvik. Hluti af agaðri, hálf- hernaðarlegri stofnun. Þetta voru liðsforingjar í þjónustu, hver um sig á verði gagnvart hinum. Og stúlkan var aðeins ein úr starfs- liðinu, í stöðu liðþjálfa, sem nú var að sinna skyldustörfum sínum. Hvers vegna höfðu þeir allir horft á hana blygðunarlaust, með þess- arri forvitnu fyrirlitningu, rétt eins og hún væri njósnari, sem hefði náðst og ætti að taka af lífi? Grun- uðu þeir hana? Hafði hún komið upp um sig? En það virtist ekki líklegt, þegar fram í sótti. Fram- kvæmdastjórinn las skilaboðin og mennirnir iitu af stúlkunni á hann. Hann sagði eitthvað. Ef til vill var hann að lesa það, sem stóð á mið- anum, og mennirnir störðu tómlát- lega á hann eins og þeim kæmi þetta ekki við. Svo leit fram- kvæmdastjórinn á stúlkuna og augu hinna fylgdu honum. Hann sagði eitthvað með vingjarnlegum spurn- arsvip. Stúlkan hristi höfuðið og svaraði stutt. Svipur hinna mann- anna sýndi nú aðeins áhuga. Fram- kvæmdastjórinn sagði eitt orð með greinilegu spurningarmerki á eftir. Stúlkan eldroðnaði, kinkaði kolli og starði hlýðin í augu yfirmanns síns. Hinir mennirnir brostu hughreyst- andi, ef til vill slóttuglega en þó ánægjulega, engin grunsemd, eng- inn dómur. Þetta endaði með þvi, að framkvæmdastjórinn sagði nokk- ur orð og stúlkan virtist játa. Svo sneri hún á hæli og gekk út úr herberginu. Þegar hún var farin, sagði framkvæmdastjórinn eitthvað, kaldhæðnislegur á svipinn, og mennirnir hlógu hjartanlega og voru aftur orðnir slóttugir í fram- an eins og hann hefði verið klúr. Svo sneru þeir aftur að vinnu sinni. Eftir þetta, þegar þeir voru aft- ur á leiðinni eftir göngunum og síðan á skrifstofunni hjá Kerim, meðan þeir ræddu það sem Bond hafði séð, hafði Bond verið að brjóta hei'.ann um lausn á þessum furðulega látbragðsleik, og nú, er hann horfði á sólarlagið án þess að sjá það, var hann enn jafn lar.gt frá því að finna nokkra lausn. Hann lauk við drykkinn sinn og kveikti í annarri sigarettu. Svo ýtti hann vandamá'.inu frá sér og sneri sér að því að hugsa um stúlkuna. Tatiana Romanova, af Romanoff ættinni. Jæja, hún var ekki ólík því að geta verið rússnesk prins- essa, eða að minnsta kosti eins og auðveldast var að hugsa sér rússneska prinsessu. Þessi hávaxni, vel gerði líkami, sem hreyfði sig svo þokkafullt og stóð svo fallega. Þykkt hárið, sem náði niður á axl- ir, og rólyndislegur, valdsmanns- legur vangasvipurinn. Fallega Garbo-andlitið með feimnislegum, forvitnislegum hreinleik. Andstæð- urnar milli sakleysisins í bláum aug- unum og nautnalegs munnsvipsins. Og hvernig hún hafði roðnað, og löng bráhárin skyggt á augun. Var það óframfærni hinnar hreinu meyjar? Bond hélt ekki. I stoltum brjóstunum og tígulegum líkams- hreyfingunum var öryggi þess, sem hefur notið ásta. Reisn líkama, sem veit til hvers hann getur verið. Gat Bond, eftir það sem hann nú hafði séð, trúað því, að hún væri af þeirri gerðinni, sem verður ástfangin af Ijósmynd í möppu? Hvernig var hægt að segja til um það? Stúlka á borð við þessa gat verið mjög rómantisk. Það voru draumar í augum hennar og munn- svip. A þessum aldri, 24 ára, hafði Sovétvélin varla getað malað úr Framhald á bls. 48. VIKAN 48. tbl. —

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.