Vikan - 26.11.1964, Blaðsíða 16
efftlr
ALFRED HITCHCOCK
Fyrsta upphringingin átti sér stað
klukkan tvö á föstudagsnótt. Stofu-
stúlkan vakti húsbóndann, Boyce
Harper, og kvað röddina í síman-
um hafa sagt að þetta væri mjög
áríðandi.
— Hvað gengur á, Boyce? spurði
Jean, eiginkona hans, og reis upp
við dogg í rekkju sinni.
— Það hef ég ekki hugmynd um.
Hann reis upp, hálfsofandi, og
rétti höndina út eftir símanum á
náttborðinu, eftir að stofustúlkan
hafði sett hann i samband. —
Halló . . . urraði hann önuglega.
— Herra Boyce Harper? Þetta er
í Carmichael-sjúkrahúsinu. Er frú
Eugenie Harper ekki móðir yðar?
— Jú — hvað hefur komið fyrir?
spurði Boyce með angist í rödd-
inni.
— Hún hefur orðið fyrir slysi,
herra Harper. Getið þér komið
hingað tafarlaust?
— Já, já, auðvitað, svaraði
Boyce Harper. Hann svipti ofan af
sér sængurfötunum. — Getið þér
sagt mér nánara hvað komið hef-
ur fyrir hana?
— Ég tel ekki ráðlegt að eyða
tímanum í málalengingar eins og
á stendur, herra Harper, svaraði
röddin. — Þetta er alvarlegt, svo
að ég ráðlegg yður að koma eins
fljótt og yður er frekast unnt. Þér
skuluð svo snúa yður til stúlkunnar
við afgreiðsluborðið, og tilkynna
henni komu yðar.
— Sjálfsagt, sagði Boyce. — Ég
kem á stundinni.
Hann var náfölur, þegar hann
lagði talnemann á. — Það er
mamma, sagði hann við konu sína.
— Hún hefur orðið fyrir slysi.
— Ég kem með þér, sagði kon-
an hans.
— Vertu ekki að gera þér ómak,
sagði Boyce kaldranalega. — Þú
heíur aldrei kært þig um að hafa
nein kynni af móður minni. Ég sé
því ekki neina ástæðu til þess að
þú farir að vera með einhver láta-
læti.
— Þá það, varð Jean að orði
um leið og hún hallaði sér út af
aftur.
Harper klæddist í skyndi 03 ck
gegnum þvera borgina, unz hann
kom að Carmichael-sjúkrahúsinu.
Hann var skjálfhentur og það var
eirs og maginn herptist saman,
þegar hann gekk inn í anddyrið,
að afgreiðsluborðinu. — Boyce
Harper, heiti ég, tilkynnti hann.
Næturvörzlustúlkan leit athug-
andi á hann.
— Hver, segið þér?
Boyce endurfck nafn sitt og
kenndi óþolinmæði í röddinni. —
Mcðir min var fluft hingað, alvar-
lega s'ösuð. Það var hringt til mín
héðan, og ég beðinn að koma hing-
að tafarlaust.
— Hver tilkynnti yður það?
— Hvað á þetta eiginlega að
þýða? spurði Boyce reiðilega. —
Þcð var einhver, sem hringdi héð-
cn heim til mín íyrir vart hálftíma,
og ti'kynnti mér að irrðir mín lægi
hérna og væri í bráðri lísfhættu.
— Hvað heitir mcðir yðar?
— Eugenie Harper.
Stúlkan blaðið í dagbók. — Því
miður, þci liggur enginn siúklingur
hér, sem heifir því nafni. Ef til vill
hefur verið hringt til yðar frá öðru
siúkrahúsi . . . ?
— Nei, það var greinilega tekið
fram, að það væri Carmichael-
sjúkrahúsið. Má ég hafa tal af
yfirmanni yðar þegar í stað?
Eftir svo sem hálfa klukkustund
hafði Boyce Harper verið sýnt fram
á það með óyggjandi rökum, að
móðir hans lægi alls ekki í sjúkra-
húsinu. Loks var hringt heim til
hennar til að taka af allan vafa.
Ráðskona hennar svaraði og kvað
gömlu konuna liggja sofandi í
rúmi sínu, og kenndi sér ekki, svo
vitað yrði, nokkurs meins.
Boyce kveikti sér í sígarettu.
Hver gat haft ánægju af að gera
honum svo ótuktarlegan grikk?
Hver gat verið haldinn slíkri brjál-
un? Hann bölvaði í hljóði á leið-
inni út á bílastæðið.
Þegar að bílnum kom, sá hann
að sprungið var á hægra framhjól-
inu. Hann laut niður og dró mjóan,
fjögurra þumlunga nagla út úr
barðanum . . . Boyce Harper var
mikill maður og mikill vexti, heila-
búið stórt og mikið. Hann var karl-
mannlegur og fríður sýnum, and-
litsdrætfirnir fastir og ákveðnir, hár-
ið svart, þykkt og liðað, örlítil héla
í vöngum. Brosið var innilegt, fram-
koman öll glæsileg. Hann hafði
einn um fertugt og allir álitu hann
einstakan lánsmann. Hann rak fast-
eignasölu, sem jók stöðugt við-
skiptin og færði út kvíarnar, og
hann hrósaði sér af því, að vera
maður, sem brotizt hefði áfram af
dugnaði og fyrirhyggju. Það var
þó vægast sagt harla villandi. Það
var konan, sem fyrst hafði komið
undir hann fótunum, með auð sín-
um og fyrir þau áhrif, sem auður-
inn hefur á ýmsum mikilvægum
stöðum. Auk þess var kona hans,
Jean Harper, mikilsmetin sem lög-
fræðingur og málafærslumaður og
á'itin likleg til að hljóta dómara-
embætti. Fyrir það hafði hún alltaf
einbeitt sér við starf sitt, en ekki
haft neinn teljandi tíma til að vera
manni sínum eiginkona í eiginleg-
um skilningi. Kynni þeirra höfðu
hafizt þannig, að hún afréð að
festa kciup á húsi, og sneri sér i
þvi sk'-ni til Boyce Harper.
Boyce Harper kom þeim viðskipt-
um í kring fyrir hana. Hún var svo
ánægð með húsið, að það hefði
ekki getað verið betra að hennar
smekk, þó að það hefði verið byggt
fvrir hana. Og Jean hefði ekki get-
að verið betur að smekk Boyce
Harper, þó að hún hefði verið sköp-
uð fyrir hann sérstaklega. Það fór
því ekki einungis svo, að hún
keypti húsið, heldur keypti hún og
fasteignasalann, Boyce Harper.
Þegar brúðkaupið var um garð
gengið, leið ekki á löngu að Boyce
tæki að notfæra sér auð hennar.
Hann stofnaði öflugt fyrirtæki, með
sjálfan sig sem framkvæmdastjóra.
Og það ieið ekki heldur á löngu,
að hann yrði umsvifamikill fram-
kvæmdamaður, og það var hlut-
verk, sem átti við hann. Honum
fannst það ekki nema eðlilegt og
sjálfsagt að ganga alla daga í
klæðskerasaumuðum fötum, aka í
rándýrum og glæsilegum bíl — og
blanda geði við auðuga athafna-
menn. Hann var sem skapaður í
slíkt hlutverk og naut innilega alls,
sem það hafði að bjóða, pening-
anna, munaðarins og kvenfólksins
— sér í lagi þess siðastnefnda.
Svo tóku þessi dularfullu fyrir-
bæri allt í einu að gerast, hvert á
fætur öðru. Upphringingin frá
sjúkrahúsinu um nóttina, var hið
fyrsta af mörgum.
Nákvæmlega viku síðar var
Boyce Harper öðru sinni vakinn af
værum næturblundi, en í það skiptið
var það þó ekki símahringing, held-
ur öskur og vein í brunabilum, of-
urbjart Ijósvörpuskin, óp köll og
fyrirgangur, brestir og brothljóð.
Boyce stökk fram úr rúminu og
kólnaði allur upp, þegar bruna-
lyktinni sló fyrir vit honum.
Hann ruddist út úr svefnherberg-
inu, án þess honum svo mikið sem
kæmi til hugar að kona hans svaf
þar í rekkju sinni. Ljósvörpuskinið
kom neðan að og þegar hann kom
fram á stigapaliinn, sá hann stofu-
stúlkuna, sem stóð niðri þar og
ræddi við slökkviliðsmann.
— Hvað, er það ,sem á gengur?
hrópaði hann.
— Allt í lagi; við erum þegar
búnir að ná yfirhönd á eldinum,
svaraði slökkviliðsmaðurinn. — Það
hefur kviknað í ruslahaug bak við
húsið. Feiknmikil reykjarsvæla, eins
og alltaf við slíkar aðstæður, en
tiltölulega lítill eldur. Það var ein-
stök heppni að þér hringduð strax
til okkar, annars er ekki að vita
hvernig farið hefði.
— Ég hef alls ekki hringt, svar-
aði Boyce.
— Jæja, það hlýtur þá að hafa
verið einhver af nágrönnum yðar,
sem hefur gert yður þann mikla
greiða. En þér verðið að afsaka,
þó að það henti okkur að brjóta
— VIKAN 48. tbl.