Vikan - 26.11.1964, Page 20
DETROIT
Mikið veltur á því, að
teiknurunum detti eitt-
hvað í hug, sem hittir
í mark. Hér er aðal-
teiknari General Mot-
ors, William Mitchell,
í einum af nýju bil-
unum. Hann segir:
„Hversvegna ætti bíll
að líta út eins og
rúm?"
mestu skipuð mönnum sem hafa unnið saman
í 30 eða 40 ár. Fundir þeirra eru líkastir
virðulegum klúbbsamkomum. Af tíu hæst
launuðu framkvæmdastjórum Bandaríkjanna,
eru sjö hjá General Motors en þrír hjá Ford.
Aðalforstjóri G.M. hefur sem svarar 30 millj.
ísl. króna í árslaun.
Flestir aðalmenn hjá Ford, Chrysler og
Rambler hafa áður starfað hjá G.M. en ver-
ið „keyptir". Eftir íslenzkum mælikvarða hafa
þeir allir svimandi upphæðir í árslaun, en
þess ber að geta, að þeir eru naumast frjáls-
ir menn og það er ekki nærri eins broslegt
og í fljótu bragði virðist, að þeir hafa mynd-
ir af konu og börnum á skrifborðinu. Þeir
eru sumir að minnsta kosti gestir heima hjá
sér.
Utan fyrirtækjanna hvílir sú ófrávíkjan-
lega skylda á yfirmönnum, að þeir hrósi
þeim sem enn hærra eru settir, fyrirtækinu
og auðvitað ekki sízt sjálfri t'ramleiðslunni.
Allir ungir menn á uppleið hjá þessum fyrir-
tækjum, ætla sér að komast á toppinn, sem
hefur í för með sér, að þeir eru þar með
orðnir milljónerar í dollurum. Þeir ætla „bara
að vera örfá ár í toppstöðunni," en hætta
síðan og setjast að á einhverjum rólegum
stað, t.d. Nýja Englandi, og njóta ávaxta
erfiðisins. En sagan fer alltaf á sama veg:
Það hættir enginn fyrr en hann má til.
Bíllinn er fyrir Bandaríkjamenn — og flesta
aðra að sjálfsögðu — meira en farartæki
á fjórum hjólum. Hann er undirstrikun á því,
sem bílkaupandinn telur sjálfan sig vera, eða
eins og þeir segja: „Mobil status symbol."
Sölusálfræðin er heil vísindagrein í Banda-
ríkjunum og sölusálfræðingarnir hafa komið
fram með margar merkar kenningar um bíla-
kaupendur. Ein er sú til dæmis, að menn
hafa ekki bara í huga eigin þarfir, heldur
það, hvernig nágrannarnir muni líta á málið.
Og hver vill ekki vera stór karl í augum
nágrananna?
Einn frægur sölusálfræðingur heldur því
fram í anda Freuds, að undirvitaðar, kyn-
ferðislegar kenndir, ráði því hvaða bíl menn
kaupa. Maður á efri árum, sem kaupir sér
E-módel af Jagúar, er að gera að raun-
veruleika drauminn um háfætta og Ijóshræða
heimsdömu, eða svo segir þessi sölusálfræð-
ingur. Ekki eru allir sammála honum, en
hitt er staðreynd, að allskonar sportútgáfur
hafa selzt feikna vel. Nægir að minna á
nýjasta dæmið, Mustang frá Ford, sportlega
nýjung í bílahjörðinni, sem þeir segja að
seljast muni í 400 þúsund eintökum á móti
200 þúsund, sem áætlað var í fyrstu.
Það sem einkum á að trekkja anno 1965
eru fleiri ólíkar gerðir að velja um, meira
afl og nokkrir auka þumlungar í lengd. Nú
er af sú tíð í Detroit, að sami bíll sé fram-
ieiddur óbreyttur árum saman, líkt og það
fræga T-módel af Ford, sem kom óbreytt í
nálega aldarfjórðung. Ford garpli vildi fram-
leiða ódýran bíl og hann skildi að það er
því aðeins hægt, sé hann framleiddur óbreytt-
ur árum saman. Sagt er að eitt sinn fór
gamli Henry Ford í ferðalag til Evrópu og
á meðan hugðist Edsel sonur hans koma
nýju blóði í fyrirtækið og lét smíða nýja
gerð af Ford. Þegar Henry kom heim, lét
hann bera gripinn út úr verksmiðjunni sem
hvern annan óþrifnað og eyðilagði hann
sjálfur með exi.
Það hefur reynzt góð beita að framleiða
margar mismunandi gerðir af einum og sama
bílnum. Eftir því sem sölusálfræðingarnir
segja, kemur nágrannasjónarmið þarna enn
til greina. Þegar einhver John Smith kaupir
sér Chevrolet og pantar hann rauðan, með
aðskildum stólum að framan og gólfskipt-
ingu, þá er hættan ekki svo ýkja mikil, að
nágrannanum hafi dottið í hug nákvæmlega
þessi lausn. Minni útgáfurnar, af amerísku
bílunum reyndust hafa mikið aðdráttarafl og
hafa enn (Falcon, Comet, Corvair, Chevy II,
Rambler American og Valiant.
Menn sáu að það var skynsamlegt að
spara, því þessir bílar voru í flestum til-
fellum nægilega stórir. Þegar þeir pöntuðu
sér einn slíkan, þá fannst þeim vel til fund-
ið að verðlauna sjálfa sig fyrir sparnaðinn
og pöntuðu extra bucket-sæti, V-8 vél, kæli-
búnað (air condition), vökvastýri og vökva-
bremsur. Þar með er bíllinn orðinn 500—
1000 dollurum dýrari en venjuleg útgáfa
O Aðalteiknari Ford, Eugene Bordinat.
Hann fylgir slétfhliðatízkunni, heflar hliðarn-
ar og skerpir kantana. Mustang er talinn
vera eitt hans bezta verk.
O Chevrolet á alltaf sölumetið og þess vegna veltur á miklu fyrir
G.M., að vel takizt með hann. Nú hefur hann fengið ávöl útskot
að aftan, en að framan er hann fremur kantaður.
2Q — VIKAN 48. tbl.