Vikan


Vikan - 26.11.1964, Síða 26

Vikan - 26.11.1964, Síða 26
Heimsókn á eina af frægustu og merkustu listsýningum heimsins, BIENNALE í Feneyjum, sem haldin hefur ver- iS annað hvert ár síðan fyrir aldamót. Eftir Gísla Sigurðsson. Ef það er yfirleitt nokkur leið að fá eina, samfellda mynd af því, hvað lista- menn eru að kljást við um þessar mundir, þá fæst sú hugmynd einna helzt á ein- hverri þeirri alþjóðlegu myndlistarsýninga, sem haldnar eru. Eg hygg, að það sé ekkí ofmælt, að BIENNALE i Feneyjum sé sú sýning, sem hvað mesta athygli vekur. Sú sýning er haldin annað hvert ár og hefur svo verið allt síðan 1895. Þar er út- hlutað verðlaunum fyrir ýmsar tegundir myndlistar og hygg ég að listamönnunum þyki yfirleitt meiri heiður að því en fjárhagslegur fengur. Þó hljóða hver einstök verðlaun upp á 2 milljónir líra og lætur nærri að það samsvari 140 þúsund ís- lenzkum krónum. Nýlega hélt einn ágætur, þýzkur myndlistarmaður sýningu í Reykjavík. Gagn- rýnandi við eitt dagblað landsins, kallaði verk hans „Heimslist". Ég er ekki alveg á því hreina um það, hvað heimslist er. Þegar hinn alþjóðlegi valtari múgmennsk- unnar er búinn að útmá öll séreinkenni á hverjum afkima heimsins og allt er yfir- leitt gert eftir einni sameiginlegri forskrift, þá verður vafalaust til eitthvað, sem kaila má heimslist. Kannski hefur heimslistin líka verið þarna í Feneyjum, en sé svo, þá veit ég varla hvað það er, sem ekki getur flokkazt undir heimslist. Það dettur ugglaust engum í hug að halda því fram, að það sé ekki heimslist, sem kemur fram í París, þeirri Mekka myndlistarinnar. Alveg ótrúlega stór hluti þeirra listamanna, sem sýndu á BIENNALE, hefur búið einhvern tíma eða býr enn í París. En það var ekkert sameiginlégt mark á þeirra verkum. Og þau voru heldur engan veginn það athyglisverðasta eða nýstárlegasta, sem þarna var innan veggja. Að óreyndu hefði ég vart getað hugsað mér, að svo mikill mismunur gæti orðið á einstökum verkum á sýningu sem þessari. En það er deginum Ijósara, að vali verkanna ráða engir hleypidómar; þar er flest eða nálega allt viðurkennt, flest- öllu gefið tækifæri. Þessi misjöfnu verk fá líka sinn dóm á því fjögurra mánaða skeiði, sem BIENNALE stendur yfir og sumt er að sjálfsögðu dæmt til þess eins að falla. Myndlistin er sögð endurspegla samtíðina á hverjum tíma og sé það rétt, þá má slá því föstu, að við lifum á miklum umbrotstímum, en jafnframt á frjálslyndum tímum. Ef eitthvað einkennir þessa stórbrotnu sýningu fremur en annað, þá er það frjálslyndi, tilraunir og þrotlaust kapphlaup um það að skera sig úr fjöldan- um; skapa persónulegan stfl, vera öðruvísi. Satt að segja fannst mér, að þessi tilhneiging ræki suma listamennina út í öfgar. Rétt eins og þeir hefðu haft þetta eitt í huga: — Hvað í skollanum get ég nú gert, sem engum öðrum hefur hugkvæmzt. Þetta kapphlaup um frumleik hefur leitt til þess, að það verður í rauninni að skipta verkum þeirra í tvo flokka; annars vegar málaralist, þar sem málað hefur verið með einhverskonar litum innan fjögurra hliða rammans. Hins vegar myndlist, það er að segja myndir, sem búnar eru til úr öllum sköpuðum hlutum, ekki endilega með litum og engan veginn alltaf í ramma. Þá er í rauninni komið út í það að gera myndina meira en mynd, heldur áþreifanlegan hlut með raunverulegri þrívídd. Þetta gera menn með hverskyns plöt- um og pjötlum, svampgúmmíi, járni og mósaík. Það eru eins misjöfn verk eins og þau eru mörg, sum andvana fædd, en önnur furðu góð. Enda að sjálfsögðu ekkert því til fyrirstöðu, að hægt sé að búa til ágæta mynd úr einhverju öðru en olíu- eða vatnslitum. Nú er París ekki lengur einhlít sem Mekka í þessum mynd- rænu efnum; merkar nýjungar hafa skotið upp kollinum annars staðar að undan- förnu. Þar skal fyrst fræga telja hina bandarísku „pop-art", sem ég veit ekki, hvernig má útleggjast á íslenzku á viðundandi hátt, en þessi listastefna fer nú eins og alda yfir heiminn og hefur furðuleg*; mikil áhrif. Þeir byrjuðu á því fyrir vestan, að raða allskonar hlutum í myndir sínar, allra helzt stórum, skrautlega prentuðum plakötum, Ijósmyndum, letri og stundum jafnvel hlutum. Síðan var eftir atvikum málað eitthvað ofan í þetta og yfir, og útkoman stundum vægast sagt dá- — VIKAN 48. tbl. iiii : .' : ■'■':

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.