Vikan


Vikan - 26.11.1964, Side 28

Vikan - 26.11.1964, Side 28
lítið undarleg. Svíar, Þjóðveriar, Bretar, Italir og Frakkar hafa til dæmis tileinkað sér þessa nýju stefnu og það var nóg af henni á BIENNALE. Mér hefur skilizt ó ýmsu, að Bretar hafi ef til vill þróað þessa stefnu fram til frekari listræns gildis, en annars staðar hefur sézt; þar er hópur ungra myndlistarmanna, sem hafa rifið sig lausa undan gamalgróinni, brezkri íhaldssemi í þessum efnum. Ekki leik- ur ó því minnsti vafi, að ,,Pop-art" ó fyrir sér að breyt- ast fró grófri ósmekkvísi byrjunarskeiðsins og verða hluti af þróun myndlistarinnar í heiminum. Nokkrir ungir og byltingargjarnir Spónverjar hafa bæði ó Heimssýningunni í New York og víðar vakið athygli fyrir nýstórlegar tilraunir í myndlist. Þeirra leiðarljós er ekki að nota hvað sem hendi er næst í myndir sínar, heldur nota þeir mjög jarðliti eftir gamalli spónskri tradisjón, en auka óhrifin með ýmsum efnum, svo sem gipsi, sandi og grjóti, sem skagar út úr myndum þeirra. Þeir hafa líka sumir hverjir nóð listilegum órangri í þeirri erfiðu kúnst að sam- eina abstrakta myndbyggingu og hlutlæga. Einn vinur minn, útlendur, sem hefur haft allnáin kynni af þróun myndlistar í Evrópu síðasta áratuginn, sagði við mig: „Því miður, þá er svo komið, að myndlistin hefur einungis peningalegt gildi. Það er af sem áður var, þegar Giotto málaði dýrlinga og heilagt fólk til þess eins að lofa cg prísa guðdcminn. Nú málar enginn eitt eða neitt til þess að lofa og prísa annað en vonina í því, sem verkið kann að gefa af sér." Kaupsýslubragurinn á myndlistinni er líka vægast sagt uggvænlegur, en ekki verður þó á þessu stigi málsins séð, hvort hann kann að hafa einhver áhrif á stefnur og þró- un. Það er afar útbreidd skoðun, að nú verði myndlistar- menn naumast frægir á eigin spýtur eða einvörðungu fyrir eigin ágæti. Þar verður að koma til samvinna við peninga- menn. Sú samvinna er með þeim fremur óhugnanlega hætti, að fjáðir menn, scm ef til vill mætti kalla braskara, eiga gallerí, sýningarsali, og ráða hverjir komast þar að með myndir sínar. Þetta er ekki aðeins svona í Evrópu, heldur og í Bandaríkjunum að minnsta kosti. Þessi fyrrnefndi vinur minn sagði ennfremur: „Ég þekkfi mýmarga unga og misjafnlega efnilega myndlistarmenn í heimaborg minni. Þeim var eitt sameiginlegt; þeir mændu allir á París og vonina um það að komast þangað. Sú von var fólgin í því, að þeir mundu fá tilboð frá ein- hverju galleríinu og komast á samning." Ég spurði hann, hvernig þeir samningar væru. „Þeir eru á þann veg," svaraði hann, „að fyrst athuga eigendur gallerísins myndirnar þínar og ef þeir finna af þeim peningalykt, þá segja þeir við þig: Við borgum þér ákveðna upphæð á ári — nóg til þess að þú getir lifað og fengizt einvörðungu við listina. I staðinn lætur þú gallerí- ið hafa nokkrar myndir á ári og skuldbindur þig til þess að láta ekkert þar fyrir utan. í öðru lagi sér galleríið um það að gera þig frægan; það verður settur á svið smá skandali svo þú komizt í blöðin, þú færð eitt viðtal á árinu við þekktan blaðamann, þú færð að heimsækja og ræða við Picasso og við sjáum um það, að þú fáir góða krítik í blöðunum." Þessi kaupsýslubragur mun einkum og sér í lagi eiga við í París, en þó er hann það mikið verri vestan hafs, að þar setja galleríin listamönnunum ákveðna forskrift; svona á myndin að vera til þess að hún seljist. Þar með má segja, að búið sé að drepa neistann. Það má líka segja, að í þess- um stofnunum sé myndlistin keypt með svipuðu hugarfari og hlutabréf. Sú samningsbundna kaupsýsluleið, sem hér hefur verið minnzt á, hún verður fyrst og fremst fyrir þá, sem enn eru ekki þekktir eða ekki nógu frægir til þess að komast af sjálfstætt. Hinir óþekktu vilja einungis notfæra sér aðferðir galleríanna til þess að flýta fyrir frægðinni — á eftir eru allar leiðir færar. A BIENNALE i Feneyjum voru mörg allra stærstu nöfn myndlistarinnar í heiminum í dag. Ég geng líka út frá því sem gefnum hlut, að allflestir þeirra, sem þar sýndu, séu það vel á veg komnir, að þeir eigi naumast afkomu sína undir bröskurum og fjárplógsmönnum. Sýningarsvæðið er bæði stórt og fagurt svo sem sæmir. Þar eiga 25 þjóðir aðskilda sýningarskála, sumir þeirra fagr- Framhald á bls. 39. — VIKAN 48. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.