Vikan - 26.11.1964, Síða 34
Þér vitið, að þér eruð fallegar,
þegar þér notið
Y A R D L E Y
Feather Finisli —
létt krempúður, sem
lífgar upp iitarhátt yðar
og hylur strax
smá ójöfnur.
Aðeins augnablik —
og þér eruð öruggar
um útlit yðar.
YARDLEY
FEATHER FINISH
34 — VIKAN 48. tbl.
Framhald af bls. 25.
fórnarlamb umskiptíngs, fyrrverandi landbúnaðarverkamanns, sem nú
var orðinn að glæpamanni, sem var afbrýðissamur og brjálæðislega
stoltur af því að vera elskhugi hennar. Og bað var ekki aðeins, að hún
bæri ekki ótta af honum, heldur fann hún jafnvel til ánægju vegna
hinnar miklu umhyggju, sem hann bar fyrir henni.
Hlutirnir, sem hún notaði, maturinn, sem hún át, var eingöngu á-
vöxturinn, af ofbeldi, ef ekki morðum. Vinir hennar voru úrhrök og
glæpamenn. Heimili hennar voru rústir, skúmaskot niðri við ána,
skuggalegar krár, og allt umhverfi hennar var fólgið i hinu skelfilega
og næstum óþolandi andrúmslofti Hirðar kraftaverkanna, þar sem liðs-
foringjarnir frá Chatelet og liðþjálfarnir frá Provost Marshal þorðu
ekki að koma nema um hábjartann daginn. Lið laga og reglu var of
fámennt móti þessum hræðilega her útlaga, sem var einn fimmti af
íbúafjölda Parísar og lög og réttur neyddust til að láta óþjóðalýðnum
nóttina eftir.
Og þó, eftir að muldra „ég var brjáluð“, varð Angelique stundum
dreymin á svip, þegar hún minntist þessara daga, þegar hún ríkti yfir
liði hins alræmda Calembredaine, yfir gömlu virkjunum og brúnum
í Paris.
Calembredaine hafði gert Nesle turninn að aðalstöðvum sinum. Og
formönnum annarra flokka, undirheima Parisarborgar, varð fljótt ljóst,
að þessi nýkomni foringi, sem lagði undir sig allt háskólpahverfið, hafði
i sínum höndum allar leiðir að gömlu hliðunum við Saint-Germain,
Saint-Michel og Saint-Victor. Stúdentar, sem ætluðu að heyja einvigi
á Préx-aux-Clercs, lágstéttarborgarar, sem höfðu gaman af að fara til
veiða í gömlu virkissíkjunum á sunnudögum, hefðarfrúr á leið til að
heimsækja vinkonur sínar i Foubourg Saint-Germain eða til fundar
við skriftaföður sina á Val de Grace, urðu nú að hafa pyngjurnar reiðu-
búnar. Hópur betlara reis upp fyrir framan þau, stöðvuðu hestana, lok-
uðu vögnunum leið i þröngum hliðunum og á litlu brúnum, sem lagðar
höfðu verið yfir virkisgrafirnar.
Bændur eða aðkomumenn urðu að borga toll öðru sinni, þegar þeir
rákust á hina ógnandi di'illes, sem skutu allt i einu upp kollinum fyrir
framan þá, þegar þeir höfðu þegar verið inni í París nokkra hrið.
Þetta var nýtt meistarastykki í konungdæmi undirheimanna. Hinn
skarpskyggni, gráðugi vanskapningur, sem réði fyrir konungdæminu,
Feiti Rolin, öðru nafni Stóri-Coesre lét það gott heita. Calembredaine
borgaði ríkulega. Ánægja hans af beinum bardögum, djörfum ákvörð-
unum, byggöum á ihygli skipulagssnillingsins Trjábotns, gerði hann
daglega æ valdameiri. Frá Nesle turninum fór hann til Pont-Neuf,
þar sem íbúar Parísarborgar gerðu lýðnum svo auðvelt fyrir með að
stela pyngjum þeirra, að snillingar á borð við Jactance fundu til við-
bjóðs yfir að þurfa að gera það. Orrustan um Pont-Neuf hafði verið
hræðileg. Hún stóð í nokkra mánuði. Að lokum vann Calembredaine,
vegna þess að hans menn lokuðu aðkomuleiðunum. Hann kom betlur-
unum sínum fyrir í gömlum yfirgefnum flatbotna bátum og prömmum,
sem möruðu við bryggjurnar og brýrnar og þeir voru betur vakandi
og meir á verði en útlit var fyrir.
Angelique kynntist þessu í fylgd með Léttfæti, Barcarole eða Trjá-
botni. Og smám saman varð henni ljóst snilldarlegt og þéttriðið net-
ið, sem hinn fyrrverandi leikbróðir hennar hafði komið sér upp.
— Þú ert sniðugri en ég hélt, sagði hún við hann dag nokkurn. — Það
eru margar góðar hugmyndir í því, sem þú hefur gert.
Svo strauk hún léttilega yfir enni hans með hendinni.
Hún var spör á slík atlot, því að hún vissi að með því gat hún haft
glæpamanninn algjörlega á sínu valdi. Hann setti hana á hné sér.
— Kemur þér það á óvart, ha? Áttirðu ekki von á því frá sveitalabba
á borð við mig? En ég hef aldrei verið sveitalabbi, vildi aldrei verða
það......
Hann spýtti fyrirlitlega á gólfið.
Þau sátu fyrir framan eldinn í stóra herberginu I kjallaranum á
Nesleturninum. Nánustu samstarfsmenn Calembredaine voru að inn-
heimta skattinn frá ílækingunum, sem komu til að gjalda verndara sín-
um. Á hverju kvöldi kom allur þessi þefjandi og ógeðslegi hópur og lagði
undir sig staðinn, ásamt æpandi hvitvoðungum, ropum og öðrum búk-
hljóðum, sem bergmáluðu undir hvolfþakinu, glamrinu í tinkrúsunum
og hinum óbærilega óþef af gömlum, óþvegnum tötrum og vini.
Trjábotn stóð á borðinu, með hroka aðalframkvæmdastjóra og myrk-
um svip hins misskilda heimspekings. Barcarole, þessi gamli vildar-
vinur hans, skoppaði frá einum hóp til annars og stríddi spilamönnunum.
Rottueitur seldi nokkrum gömlum, banhungruðum kerlingarskrudd-
um dagsveiðina sína. Thibault sneri handfanginu á lírukassanum sinum
og horfði striðnislega í gegnum götin í stráhattinum og Linot, litli
fylginauturinn hans, bragðarefur með engilsaugu, barði á dósina sína.
Móðir Hurlurette og faðir Hurlurot tóku að dansa og bálið varpaði af-
káralegum skuggum þeirra á loftið. Barcarole sagði henni, að þessi
betlarahjón hefðu til samans eitt auga og þrjár tennur. Faðir Hurlurot
var blindur og sargaði á einskonar kassa með tveim strengjum, sem
hann strengdi yfir hann, og kallaði fiðlu. Kona hans var eineygð fitu-
hlussa með gríðarmikið, grátt hár, sem féll undan óhreinum hárklút