Vikan


Vikan - 26.11.1964, Side 37

Vikan - 26.11.1964, Side 37
í baðiö handa keppinaut sínum, en bað Angelique var svo óven.iuleg venja í betlaraheiminum, að um það var rætt aila leið til Faubourg Saint-Denis. Fyrir kom að Marquiese des Polacks hellti i reiði sinni helmingnum af sjóðandi vatninu ofan á fætur sína, en slíkt var vald fjárhirðisins fyrrverandi yfir þessu fólki, að hún þorði ekki að segja eitt einasta orð við konuna, sem rekið hafði hana úr sessi. Angelique tók á móti þjónustu stóru, hörundsdökku konunnar og hat- ursaugnaráði, með mesta kæruleysi. Marquise des Polacks var það sem á undirheimamáli er kallað riboute, það er að segja herbúðaskækja. Hún gat sagt fleiri stríðssögur en nokkur elligrár, svissneskur málaliðsmaður. Hún gat talað um fallbyssur, lásboga og lensur af jafnmikilli þekkingu, þvi hún hafði átt elskhuga í öllum herdeildum. Hún sagðist jafnvel hafa lagt lag sitt við liðsforingja, en eingöngu vegna útlits þeirra, þvi eftir því sem hermennirnir voru háttsettari, þeim mun minna fé áttu Þeir. Lengst af var hún með pólskri herdeild og þar af dró hún uppnefnið. Við belti sitt bar hún hníf, sem hún dró upp við minnsta tilefni, og orðrómurinn sagði að hún væri snillingur í meðferð hans. Þegar kvölda tók og hún hafði drukkið mikið vín, tók hún að tala um hina gömlu góðu daga. — Ó! Það var nú gaman! Ég sagði við hermennina: Elskið mig, strák- ar, og ég skal tína af ykkur lýsnar! Svo tók hún að syngja vafasamar drykkjuvísur og hersöngva og kyssti alla gamla hermenn, sem hún náði til. Að lokum varð að neyta aflsmunar til að sparka henni út. Og í vetrarregni og vindi hljóp Marq- uise des Polacks eftir bökkum Signu og breiddi út faðminn i áttina að Louvre, sem sást ekki i myrkrinu. — Halló! hátign! Halló! hrópaði hún. — Hvenær ætlarðu að gefa okkur stríð? Verulega gott stríð! Hvað ertu að gera þarna uppi, þú einskisnýti kóngur, í fleti þínu? Hvað höfum við að gera við svona orrustulausan kóng? Kóng, sem enga sigra vinnur? Þegar hún var allsgáð, gleymdi hún þessari lierskáu ræðu sinni og hugsaði aðeins um það að vinna Calembredaine á ný. I Því skyni tæmdi hún allar lindir hneykslunarlausrar skapgerðar sinnar og eldfjallalundar. Hennar skoðun var sú að Clembredaine yrði brátt þreyttur á þessari stúlku, sem aldrei hló og var stundum svo fjarlæg, að það virtist sem hún væri ekki í þessum heimi. Að vísu voru Þau „landsmenn". Það orsaki- aði viss tengsli, en hún þekkti Calembredaine. Það var ekki nóg fyrir hann. Og andskotinn eigi það, ef til kæmi væri hún fús til að skiptast á um hann. Tvær konur fyrir einn karlmann var ekki svo mikið, þegar allt kom til alls. Stóri-Coesre hafði þær sex. Ástandið náði loks óhjákvæmilegu hámarki. Það stóð ekki lengi en var ofsalegt. Kvöld nokkurt. hafði Angelique farið að finna Trjábotn í holunni, þar sem hann bjó, við brú Saint-Michell. Hún færði honum góðgæti. Trjábotn var eini maðurinn í hópnum, sem hún bar einhverja virðingu fyrir. Hún gerði honum smá greiða og hann þáði þá á sama hátt og bolabítur þiggur klapp og finnst ekkert eðlilegra. Þetta kvöld, eftir að hafa gætt sér á góðgætinu, starði hann fast á Angelique og sagði: — Hvert ferðu héðan? — Aftur til Nesle. — Gerðu það ekki. Stanzaðu við Ramez-krána á Pont-Neuf. Calem- bredaine er þar með nokkrum kunningjum sínum og Marquise des Pol- acks. Hann þagnaði andartak eins og til að gefa orðum sínum áherzlu og spurði svo: — Skilurðu, hvað þú verður að gera? — Nei. Hún kraup fyrir íraman hann eins og hún var vön, til þess að vera ekki hærri en fatlaði maðurinn. Veggir og gólf hreysisins voru gerðir úr leir. Eina, sem kallast mátti húsgagn, var taska úr mjúku leðri, sem Trjábotn geymdi í jakkana sina fjóra og hattana sina þrjá. Hann var alltaf mjög vandlátur með klæðaburð sinn. Staðurinn var upplýstur með stolnum altarisstjaka, sem festur var í vegginn. — Þú gengur inn í krána, sagði Trjábotn í kennaratón. — Og Þegar þú sérð hvað Calembredaine og Marquise des Polacks eru að gera, þríf- urðu það sem hendi er næst — ölkrús eða flösku -— og lemur hann i hausinn. — Hvern? — Calembredaine, auðvitað. Stúlkan skiptir aldrei máli í svona tilfelli. — Ég er með hníf, sagði Angelique. — Láttu hann vera. Þú kannt ekki að nota hann. Þar að auki er ekk- ert eins gott og högg á höfuðið fyrir ræningja, sem veit ekki lengur hver er hans rétta Marquise. — En mér stendur nákvæmlega á sama, þótt þessi þorpari haldi fram hjá mér, sagði Angelique með hrokafullu brosi. Augu fatlaða mannsins skutu gneistum undir ioðnum augnabrúnunum. Hann talaði mjög hægt: — Þú hefur ekki rétt til.. .. Ég skal taka meira upp 1 mig: Þú átt engra kosta völ! Calembredaine er mikill maður meðal okkar. Hann vann Þig, og hann hefur tekið þig. Þú hefur engan rétt til að láta hann lönd og leið eða til að láta þig lönd og leið. Hann er þinn maður. Það fór hrollur um Angelique. I huga hennar blönduðust saman reiði og eitthvað spennandi og skemmtilegt. Hún var þurr í hálsinum. — Mig langar ekki til þess, sagði hún rám. Vanskapningurinn rak upp háan beiskan hlátur. — Mig langar ekki heldur að fá fallbyssukúluna, sem reif undan mér gangfærin við Nordlingen. Hún spurði mig ekki álits. Þú getur ekki komizt hjá þessu. Maður verður að sætta sig við orðinn hlut, það er allt og sumt. Læra að ganga á tréplötu. Kertisbirtan varpaði upphleyptum skugga af öllum bólunum og kýl- unum, sem spruttu á stóru andliti Trjábotns. Angelique fannst hann minna sig á risavaxinn ætisvepp. Vaxinn í myrkri og raka jarðarinnar. — Það er líka vissara fyrir þig að læra að umgangast betlaralýðinn, hélt hann áfram með lágri ákafri röddu. — Gerðu það sem ég segi þér, eða þú munt deyja. Hún hristi hárið frá augunum með þráalegri hreyfingu. — Ég er ekki hrædd við að deyja. — Ég er ekki að tala um þannig dauða, muldraði hann. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, París. Framhald í næsta blaSi. Auðvitað alltaf PE 65 Triple Record. Er þunnt, en sterkt. Er þrefalt lengra en venjuleg segul- bönd. PE 31 Er geysisterkt „Long-play" segul- band. Sérstaklega hentugt fyrir t. d. skóla, verzlanir og hótel. PE 41 Er „Double-Pley" segulband fyrir öll 2ja og 4ra rósa segulbandstæki. ÚTSÖLUSTAÐIR: TÝLI H.F. Austurstræti 20, RADIÓVER Skólavör8u- stíg 8, VÉLAR & VIÐTÆKI Laugaveg 92, GEORG ÁMUNDASON, vi8- tækjaverzlun. Heildverzlun — Laugaveg 16 — Simi 21484. VIKAN 48. tbl. — gj

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.