Vikan


Vikan - 10.12.1964, Blaðsíða 3

Vikan - 10.12.1964, Blaðsíða 3
I ÞESSARI VIKU Útgefandi Hílrair h.f. Ritstjóri: Gisli Sigurðssou (ábm.). Blaðamenn: Guðmundur Karlsson og Sigurður Mreiðar. Útlitsteikniivg: Snorri Friðriksson. Auglýsingastjóri: Gunnar SteindórssOn. Ritstjórri og auglýsingar: Skiphult 33. • Simar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 533. Afgreiösla og dreifing;. Blað'adreifing, Laugavegi. 133, . síini 36720. Dreifingarstjóri Óskar KarlssÖri.. Verð i lausasölu kr. 25. Áskriftarvérð. • .er 300 kr. ársþriSjungslega, gréi^isf fyrirfram. Prentutt Hilmir' h.f: Mynda-. mót: Rafgraf h.f. NÆSTA BLAÐ TVÆR ALDIR Á ELDFIMU K|RKJULOFTI. Danir eru hrœddir um að eldgos kunni að granda handritunum á íslandi, en þeir gleyma því, að handritin voru geymd í rúmar tvær aldir á hanabjálkanum yfir Þrenningarkirkj- unni þar sem þau frusu jafnvel á vetrum. AÐ FEÐRA BÖRN OG BORGA TVÖ ÁR FYRIRFRAM. Við höfum kynnt okkur ýmis- legt í sambandi við leiguskilmála í Reykjavík og komizt að raun um, að það er oft tals- vert mikið, sem krafizt er af væntanlegum leigutökum. JÓLASKRAUT. Það er ekki nema vika til jóla og gott að fá einhverjar hugmyndir um einfalt, en vel heppnað jólaskraut. VERÐUR GEYSIR VAKINN TIL LÍFSINS? Hann er frægastur goshvera, en er nú orð- inn sem gamalmenni í kör. í sumar voru gerðar nokkrar meira og minna vísindaleg- ar tilraunir til þess að endurlífga Geysir og vera má að árangurinn verði einhverntíma eftir erfiðinu. STÖÐVIÐ HE|MINN — HÉR FER ÉG ÚT. Jólaleikrit Þjóðleikhússins verður án efa bráðskemmtilegt. Við segjum frá því í máli og myndum. LESTAKRÁN OG MANNRÁN. Sumir glæpa- menn eru svo flinkir fagmenn, að jafnvel lögreglan dáist að þeim. Þannig cr um þá ófyrirlcitnu ræningja, sem rændu póstlest hennar hátignar, Bretadrottningar, og síðan einum höfuðpaurnum úr ramgeru fangelsi. Til Miami fyrir eina tertu Yfirleitt kostar farið frá Reykjavík til Miami svo- lítið mcira en sem svarar einni tertu. En þcir hjá Pillsbury í Bandaríkjunum meta gæði kaffi- brauðsins ekki í krónum og aurum, og þcim fannst tertan hennar Elínar Guðjónsdóttur standa fylliicga undir fari til Miami og heim aftur og lúxus- dvöl þar vestra. Frá þessu segjum við inni í blaðinu. MinnisstæS atvik frá 14 Úlympíuleikum Ólympíuleikarnir 1964 eru nú nýafstaðnir. Þessi íþrótta- mót hafa alla tíð verið mestu viðburðir í heimi íþróttanna, síðan þau voru tekin upp, og ævin- lega hefur eitthvað gerzt, sem lifir í minn- ingunni. Hér rifjum við nokkuð af því upp, og birtum einnig nokkrar mynd- ir frá OL í Tokyo á þessu ári. Reikað um torg Rómar Síðari hluti greinar Gísla Sigurðssonar um Róm. Hér reikar hann um göturnar, virðir fyrir sér fólk og mannvirki, bregður upp myndum úr nútíð og sögu, en sá blettur er varla til í borginni eilífu að ekki sé einhver saga við hann tengd. Seytján þotur til þjálfunar Það er ábyrgðarmikið starf að vera slökkviliðs- maður á stað á borð við Keflavíkurflugvöll. En þeim er líka séð fyrir góðum tækjum og aðstöðu til þjálfunar, meðal annars voru þeim afhentar sautján þotur til að kveikja í og slökkva — og bjarga ímynduðum flugmanni frá bráðum elds- bana. G.K. er fyrrverandi slökkviliðsmaður og hefur því skrifað þessa grein af mikilli þekkingu. FORSÍÐAN Tvær andstæður í heimi tízkunnar: Að ofan er teikn- ing eftir Fransmann úr leiðangri Gaimards af ungri íslenzkri stúlku, Sigríði Ólafsdóttur, á Laug í Hauka- dal. Hún er þama í sínu fínasta pússi. Að neðan er nútíminn: Parísarstúlka í nýrri módeldragt eftir Channel.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.