Vikan - 10.12.1964, Side 11
á, að hirð Iians væri sú glæsileg-
asta, seni enn hefði þekkzt i ver-
öldinni. Keisarafrúin stnddi
hann með ráði og dáð i þessu
efni, og það munaði ekki lítið
um það. Kreolastúlkan Marie-
Rose Tascher, siðar Josephine
keisaradrottning, frá eyjunni
Martinique, hafði komizt vel á-
fram. Hún bar merki suðræns
heimkynnis síns, blóðheit og á-
striðufull og skínandi fögur.
Fyrri maður hennar, Alexander
nögl, og keisaradrottningin jós
út peningum til fatakaupa — og
til að kaupa sjöl. Sjöl í öllum
litum, efnum og gerðum voru
hrein ástríða hennar. Hún átti
meðal annars 60 kasmirsjöl, og
hún vafði þeim um sig, og dró
þau í slóða og lék allar kúnstir
með þeim. . . . Konurnar i Evr-
ópu fylgdu fordæmi hennar.
'Beltið uppundir brjóstum var í
tízku allan Empire-timann.
Karlmennirnir voru i fötum,
UNÚTÍNANS
de Beauharnais, greifi, varð eitt
af fórnarlömbum fallöxinnar,
en Josephine komst lifs af og
kastaði sér út í taumlaust
skemmtanalíf Parisarborgar. Þar
hitti liún hinn tuttugu og sex ára
gamla hersliöfðingja, Bonaparte,
sem varð viti sinu fjær af ást til
hennar. Þau voru í hjónabandi
í þrettán ár og fimm af þeim
var Josephine keisaradrottning,
og á þeim tíma hafði hún mikil
áhrif á tízkuna.
Að nokkru leyti ákvað keisar-
inn, hverju liún skyldi klæðast,
og i enn ríkara mæli réði tizku-
kóngurinn Le Roy klæðaburði
hennar, og má segja, að hún liafi
verið alveg á valdi hans í þeim
efnum. Keisarinn skar ekkert við
sem minntu á kjólfötin nú á tim-
um og voru í siðum, þröngum
buxurn og með háan hatt.
Á árunum milli 1800 og 1816
tókst enskum spjátrungi, Georg
Bryan Brummel, að ráða lögum
og lofum i tízkuheiminum. Hann
var orðinn uppgefinn á klæða-
burði prinsins af Wales og hirð-
mannanna við ensku hirðina.
Hárgreiðsla þeirra var smekk-
laus og brokadefötin þeirra illa
saumuð. Á afmælisdansleik
prinsins kom Brummel fram með
alveg nýja herratízku, tizku, sem
er grundvöllur nútíma karl-
mannafatnaðar. Hann kom til
veizlunnar í siðum, svörtum
buxum í stað hnébuxna. í stað
pífukragans úr knipplingum bar
hann hvitan, stífaðan flibba.
Brummel skapaði tízku fullkom-
innar glæsimennsku, og henni
er ekki liægt að fylgja, nema nota
ýtrasta hreinlæti. Það má þvi
þakka Brummel þann sið, að
fólk fór að fara reglulega i bað
FRÁ BIEDERMEIER TIL DAGS-
INS í DAG
Tveir smámunalegir brodd-
borgarar, Biedermann og Bumm-
elmaier litu dagsins Ijós í grín-
blaðinu „Fliegende Blatter“ ár-
ið 1848, og þar af er dregið orð-
ið Biedermeier eða Biedermai-
er. Það var notað sem háðsyrði
yfir „notalegt“ andrúmsloftið,
sem nú ruddi sér rúms. Allir
vildu hafa það þægilegt, og það
varð til þess, að beltið komst
aftur á sinn rétta stað, í mittið.
Þess í stað varð lögð áherzla
á skinkuermar, örmjjótt mitti
og tímaglasformið. Skorsteins-
hattar og frakkar, sem lögðust
að likamanum, var tillag karl-
mannanna til Biederineiertízk-
unnar, en hún stóð í mestum
blóma i Þýzkalandi.
í Frakklandi var þessi tizka
kölluð „Louis Pliilippe“ eftir
borgarakónginum, sem rikti
milli 1830 og 1848. Rómantikin
blómstrar sem aldrei fyrr, en
frönsku liirðinni tekst ekki á
þesum tima að liafa áhrif á
Evróputízkuna. Það er fyrst með
Napoleon keisara þriðja og
- 11
VIKAN 50. tbl.