Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 10.12.1964, Qupperneq 27

Vikan - 10.12.1964, Qupperneq 27
FLJÓTASTUR: BOB HAYES STYTZTUR: ALEXEJ VAKONIN Þetta kolsvarta flykki er einhver fljótasti maS- ur í heimi, en það lá við, að hann gæti ekki verið með á Ol. Hann er alltaf að meiða sig. Hann hefur ákaflega gaman af amerískum fót- bolta, sem er raunar ekkert annað en slags- mál, og það er auðvelt að meiða sig i slíkum leik. Þar að auki átti hann ekki fyrir því að fara til Los Angeles til úrtökukeppninnar, þar sem menn voru valdir til Tokyoferðar, en fé- lagarnir heima í Jackssonville skutu saman handa honum. Og enn við bættist, að hann var nýtrúlofaður, hafði þyngzt um 10 kíló (stóð þá í 1 00 kg.) og hafði ekki æft sig lengi, nema í fótbolta. En hann skokkaði 100 metrana á 10,1, og hafnaði í Tokío. En honum er sama um hlaupið. Hans eina áhugamál er að verða at- vinnumaður í amerískum fótbolta og græða mikið af peningum. LENGSTUR: J0HN RAMB0 Sjáið bara manninn! Haldiði, að Jón Ól- afsson gæti hoppað á við hann þennan, sem er 2 sentimetrum hærri en íslands- met Jóns? Jú, lagsmaður, hann er 208 sentimetrar á hæð, pilturinn sá arna, John Rambo hinn ameríski. Og fætur hans eru ekki aðeins óhugnanlega langir, heldur eru þetta úrvals stökkfætur, svo John rambar vel hæð sína yfir slána. Það leikur enginn vafi á því, að Alexej Vak- honiri, sá sem vann gullið fyrir lyftingar í Tokyo, var stytzti maður leikanna. Hann er aðeins 144 cm — ekki einn og hálfur meter. Margur stórvaxnari og nautslegri rembdist eins og rjúpan við sturinn til þess að hafa við honum, en engum lánaðist. YNGST: BARBARA 13 ÁRA Þegar fréttamenn á Ol í Tokyo leituðu að því hjá skýrsluvél IBM á Olympíuleikunum, hver væri yngsti þátttakandinn, kom í Ijós — sam- kvæmt vélinni — að það væri Josef Gulrich frá Ungverjalandi, og hann væri .12 ára. Þegar hann var leitaður uppi kom í Ijós ógnar risi, sem rak upp ofsa hlátur, þegar hann var spurð- ur, hvort það væri satt að hann væri 12 ára. Nei, hann var 22 ára. Skýrsluvélin hafði tap- að einum tug. En afturámóti var Barbara Hounsell frá Kanada aðeins 13 ára. Hún á heima í Los Angeles, og það liggur við, að hún sé fædd í sundlaug. FEGURST: SPANSKA RITA A því var enginn vafi. Spánska sundkonan Rita Polido. Og hún var ekki einasta sú fegursta, heldur einnig sú glaðasta. Hvar sem hún fór um OL-borgina var hópur aðdáenda á hælum hennar. Þeir spurðu: — Megum við taka mynd af þér? Hún hló og svaraði: — Si, senor. Svo spurðu þeir, hverju hún hefði mestan áhuga á. Þá hló hún og svaraði: — Blómum. Og svarið köm nokkuð á óvart. VIKAN 50. tbl 27

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.