Vikan - 10.12.1964, Side 30
17 þotur
til
I I I I Þiálfurtar
Hér eru tvær af þotunum 17,
sem siökkviliðiS fékk til umráða.
Vélin framst á myndinni hefur
greinilega fengið að kenna á því
hjá þeim, en sú, sem lengra er i
burtu, er ósnert og biður þarna
dauða sins.
um hjólin var orðið krökt af mönn-
um, sem börðust við að halda jafn-
væginu í rokinu, og drógu á eftir
sér grannar, svartar slöngur.
Þá skildi flugstjórinn loks hvað
um var að vera, kippti höfðinu aft-
ur inn í vélina og gaf snögga en
ákveðna fyrirskipun til áhafnar-
innar um að tæma vélina þegar i
stað .... neyðaráætlun B-4 skyldi
framkvæmd á stundinni. Sjálfur lét
hann hendur leika um stjórntæki
vélarinnar og drap á öllum hreyfl-
um, um leið og áhöfnin skellti opn-
um stórum dyrunum á farþega-
mannlaus og þessi tæming hafði
tekið aðeins örfáar mínútur.
Slökkviliðsmennirnir börðust enn
við eldinn, sem þeir höfðu tekið
eftir að kviknaður var í hjólaút-
búnaði vélarinnar, en einnig því
lauk á skömmum tima og hættan
var liðin hjá.
,,Ég var á vakt með þennan
slökkviliðsbíl," sagði Sveinn R.
Eiriksson, slökkviliðsstjóri á Kefla-
víkurflugvelli, „og það er okkar
starf að fylgjast með öllu, sem
fram fer á flugbrautinni og fyrir
ofan hana. Ég hafði auga með vél-
inni, sem var að létta, þegar mér
sýndist ég sjá neista og óljósan
reyk leggja frá lendingarhjólunum.
Það var of seint að aðvara flug-
turninn eða flugmanninn, svo ég
tók það ráð að aka beint á móti
vélinni svo hún kæmist ekki upp.
Ég vonaðist bara til að flugmaður-
inn tæki eftir okkur áður en hann
legði af stað, en varð að hætta á
það. Þegar við komum að vélinni,
sáum við að það var töluverður
eldur í hjólabúnaðinum, og réð-
umst strax á hann. Flugmaðurinn
sá loks hvað um var að vera, og
lét tæma vélina með rennibraut,
sem er tilbúin einmitt til þess í
öllum farþegaflugvélum.
Það mátti ekki seinna vera að
við kæmumst að eldinum, því litlu
Hér sjást 11 af 16 bifreiðum
stöðvcirinnar.
Sveinn R. Eiriksson, slökkviliðs-
stjóri og flugmaður, á skrifstofu
sinni á slökkvistöðinni. Hann býr
í Reykjavík og ekur á milli á hverj-
um degi í Mercedes-Benz, sem
hann á sjálfur. Á vellinum hefur
hann síðan annan einkabíl, sem
tilheyrir starfinu.
ymmMi
klefanum, tók upp stóran vöndul,
sem lá þar rétt hjá og festi hann
sín hvorum megin við dyrnar — og
henti honum út.
Vöndullinn raknaði í sundur
eins og geysistór rúlla af sárabind-
um, og jafnskjótt og endinn nam
við jörðu, hlupu til tveir slökkvi-
liðsmenn, tóku í hann og strekktu
á eins og þeir gátu. Á meðan
höfðu flugfreyjurnar undirbúið far-
þegana, sagt þeim að losa sig úr
sætunum og koma til dyranna.
Þar stóðu þeir og biðu, þar til ein
flugfreyjan gekk fram fyrir þá,
benti þeim að fylgja sér eftir, — og
henti sér á bakið ofan á renni-
brautina, sem lá nú frá dyrum nið-
ur á jörð. Hún rann á svipstundu
niður og kom standandi niður á
flugbrautina, og farþegarnir komu
nú hver á fætur öðrum á eftir
henni, síðan áhöfnin og síðast
flugstjórinn. Vélin var nú alveg
Slökkviliðsmenn á Keflavikurflug-
velli. Hvítu búningarnir gera manni
mögulegt að ganga inn í eldhaf
án þess að saka, enda eru súr-
efnistæki í þeim, til öndunar. Gildi
búninganna var reynt á þann hátt,
að maður í slíkum búning var sett-
ur inn í stóran rafmagnsofn og hon-
um lckað. Maðurinn hélt á spýtu-
kubb í hendinni. Svo var ofninn hit-
aður upp og hitinn aukinn þangað
til kviknaði í spýtunni, og hún
brann í höndum mannsins — en
hann sakaði ekki.
munaði að eldurinn næði benzín-
geymunum, og þá hefði allt verið
um seinan. Hemlaútbúnaðurinn
var ónýtur og gúmmíin mikið
brunnin. Það er ekki víst að vél-
in hefði náð sér á loft, heldur koll-
steypzt á brautinni og staðið í
Ijósum loga á augnabliki. Ef hún
hefði náð sér upp, hefði hún lík-
lega steypzt einhversstaðar logandi
ofan í hafið, og enginn vitað hvað
að var."
„Líklega hefur flugmaðurinn —
og allir aðrir — þakkað ykkur fyr-
ir vikið?"
„Já. Vélin var frá TWA, og
nokkru síðar fengum við strákarnir
allir send forláta gullúr, með áletr-
un á bakinu, og slökkvistöðin fékk
sent stórt og gott sjónvarpstæki."
Sveinn tók af sér armbandsúrið og
sýndi mér áletrunina á baki þess. .
„Segðu mér, Sveinn. Þú ert hér
slökkviliðsstjóri yfir öllu slökkvi-
liðinu á vellinum, bæði íslenzkum
starfsmönnum og bandarískum her-
mönnum, sem í því eru. Er það
ekki dálítið erfitt, að stjórna svona
mislitum hópi, og kunna hermenn-
irnir því ekki illa, að hafa fslend-
ing yfir sér?"
,Nei, það er ekki hægt að segja
að það sé beint erfitt, því ég hef
svo strangar reglur, sem ég verð
að fara eftir — og sem hjálpa mér
um leið í allri framkvæmd. Her-
aginn í sjóhernum er líka svo
strangur — töluvert strangari að
mínu áliti en [ flughernum — að
þetta er allt í sínum föstu skorð-
um, sem enginn þorir né vill
bregða út af. Ég er hér alger yf-
irmaður alls slökkviliðsins, og
stjórna öllu starfi þess innan þess
ramma, sem það hefur. Ef ein-
hverjum hermanninum mundi detta
í hug — sem kemur ekki fyrir —
að óhlýðnast fyrirskipunum mín-
um, þá er hér hjá mér yfirmaður
þeirra úr hernum, sem ber ábyrgð
á því að þeir hlýði mér. Hann er
nokkurskonar fulltrúi hersins hér á
staðnum, sem aðeins á að gæta
þess að hermennirnir fari eftir sett-
um reglum.
Að sjálfsögðu hef ég svo mína
yfirboðara. Ég stjórna aðeins hluta
öryggiskerfisins hér á vellinum,
aðrir hafa með löggæzlu að gera,
enn aðrir björgunarstörf, slysavarn-
ir o.s.frv., en þessar deildir eru
undir sömu yfirstjórn, sem nefnist
öryggisdeild vallarins. Sú deild fer
svo eftir þeim allsherjarreglum og
boðum, sem yfirstjórn hersins hef-
ur gefið út, og þar má í engu út
af bregða, enda eru slíkar reglur
nær þær sömu allsstaðar í heimin-
um þar sem sjóherinn hefur aðset-
ur. Þeim verða allir að hlýða hér,
hvort sem um Islendinga eða her-
menn er að ræða, og það gerir
auðvitað alla stjórn einfaldari.
Þessar reglur gera m.a. ráð fyr-
ir því að öryggisdeildin hafi hjá
sér sérþjálfaða starfsmenn á hverj-
um stað, og gildir slíkt ekki sizt
um slökkvilið, því til þeirra starfa
þarf geysimikla og langa þjálfun
og lærdóm. Þessvegna er það að
öll ábyrgðarstörf hér á slökkvistöð-
inni eru falin íslendingum, sem
hafa starfað hér lengi og verið í
stöðugri þjálfun um árabil. Her-
mennirnir, sem eru hér, eru fl.est-
ir í ábyrgðarminni störfum, sem
krefjast ekki eins mikillar sérþekk-
ingar." Framhald á bls. 34,
gQ — VIICAN 50. tbl.