Vikan


Vikan - 10.12.1964, Side 31

Vikan - 10.12.1964, Side 31
Tízkufatnaður til jólagjafa FALLEG FLÍK - NYTSÖM JÖLAGJÖF TÖSKUR HANSKAR HATTAR KAPUR - KJÓLAR - DRAGTIR PEYSUR - PILS - BLÚSSUR UNDIRFÖT - BRJÓSTAHÖLD MJAÐMABELTI SÚ ÁTTI ERINDI r LÓNID Framhald af bls. 15. verið haldin hreinlætisœði i ofanálag. Allan liðlangan daginn var hún að þrífa og þvo, hátt og lágt, svo að hvergi var stundar- friður eða afdrep fyrir mann, sem ekki var beinlínis borinn og barnfæddur í þvottabala, eða alinn upp á sápuvatni. —• Heimili foreldra minna var annálað fyrir þrifnað og reglusemi, sagði hún • og sendi Andrés út eftir meira vatni. — Maður skilur það, sagði Andrés og trítlaði á tánum til þes að spora ekki gólfið. Og nú varð hann að beygja sig undir harðari heimilisaga en hann þekkti til áður. Yrði honum það á að glopra brauð- mola á gólfið, hrein hún upp og skipaði lionum að taka mol- ann upp og fara með hann út í hlaðvarpann. Og skóna varð hann að gera svo vel að taka af sér áður en hann steig inn- fyrir þröskuldinn, i hvert skipti, þó að ekki væri nema til að ná í öngul eða færispotta. Það var varla að hann hefði tíma til að róa út á víkina; alltaf skyldi vera eitthvað, sem hann varð að hjálpa henni til við að þrifa eða lagfæra, og gerði hann ein- ungis að gefa í skyn, að hann þyrfti öðru að sinna, hrein liún og geysaði, svo að heyrðist langar leiðir. Hann hætti því líka fljótlega að malda i móinn, sá að það var gersamlega þýð- ingarlaust og auk þess kom þá alltaf grænn glampi i augun á henni, svo óhugnanlegur, að Andrés stirðnaði upp. Kæmi það fyrir að hún brygði sér eitthvað frá, notaði Andrés tækifærið til að ýta hlutunum eilítið úr skorðum, svo að það yrði heimilislegra. En um leið og hann heyrði fótatakið liennar úti á hlaðinu, flýtti hann sér, eins og hann ætti lifið að leysa, að koma öllu aftur í samt lag. Og svo sat hann með liendur i skauti og datt hvorki af honum né draup, þegar hún kom inn. Annað var það, að liún rauð- kynnti kabyssuna alla daga, eins þó að komið væri fram á vor og hlýtt í lofti, svo að ekki varð vært inni í kofanum fyrir hita- svækju. Og alltaf var hún að kvarta um dragsúg, jafnvel eftir að Andrés hafði troðið vendi- lega i öll skráargöt og gættir að boði hennar. Þá tók út yfir hvílilc hýsn manneslcjan gat í sig látið. Mátti og sjá þess inerk- in að hún þreifst, þvi að brátt gerðist hún digur sem tunna, enda þótt hún væri holdskörp og beinaber, þegar hún kom í Lónið. Hún sporðrenndi mcira að segja öllum útsæðiskartöfl- unum, svo að Andrés varð að fá kartöflur að láni hjá ná- grönnunum til að setja niður i garðholuna. Þó var hún ekki viðlika gráð- ug í neilt og sýróp. Hún fann skjólu, sem tók fullar tíu merk- ur, og hvort sem Andrési líkaði betur eða verr, mátti hann ramba með skjóluna til kaup- mnnnsins og fá hana barma- fulla af sýrópi handa henni einni. I rauninni kunni hann ekki þessu sýrópsáti liennar sem verst. Hún hafði sumsé þann vana, að reka löngutöng ofan i það upp að hnúa, drepa lienni siðan i munn sér, sleikja hana og sjúga á meðan hún æddi um híbýlin i leit að rykkorni eða kuski. Og hún hrein þó ekki þá stundina, sem hún hafði fing- urinn uppi í sér. Endrum og eins skauzt Andrés til Péturs, nágranna sins, sér til hvíldar og afþreyingar. — Jæja, nú ertu líklega á- nægður, sagði Pétur. Nú hef- urðu lieldur en ekki fcngið með- hjálp. — Ég ætti vist að vera það, svaraði Andrés. —• Og væri það, býst ég við, ef ekki væri þetta déskotans hreinlæti. Hún er frá þrifnaðarheimili, segir liún. Dag nokkurn rak hún Andrési rokna löðrung fyrir það eitt, að liann missti kartöfluhýði á gólfið. Þá fyrst fékk liann nokkra vísbendingu um hvílik- ir kraftar voru í kögglum kerlu; það var högg, sem hver járn- smiður i broddi lifsins hefði mátt vera stoltur af, enda var Andrés ringlaður eftir í meira en viku. Þá fyrst gerðist bóndinn i Lóni uggandi fyrir alvöru. Hann varð hvimpinn eins og fælinn hestur og hrökk i kút, bara ef hann lieyrði fótatak eiginkonu sinnar. Þegar hann sat í kæn- unni sinni úti á vikinni, gætti hann þess að snúa alltaf baki að bænum, þvi að það þóttist hann finna, að þá stæði hún út við gluggann og fylgdist með liverri hans hreyfingu. Þess varð ekki langt að bíða, að Andrés vitjaði aftur miðsins, þar sem marbendillinn tók á hjá honum forðum, en hvernig sem hann keipaði, varð hann þar ekki lifs var. Ekki þar fyrir, að fiskgengdin sýndist með minnsta móti, hvar sem hann renndi færi á vikinni. Ellegar hitt, að fiskurinn var farinn að forsmá beitu hans. — Þú ert allur á iði, sagði Pétur granni hans. Það mætti halda að þú liefðir fengið á þig einhverja óværð, lagsmaður, eins og þú ekur þér. Andrés hélt heim, og honum var gramt í geði. Hann tók sér sæti á mómeisnum, og þar sat liann allt kvöldið, hreyfði hvorki legg né lið og mælti ekki orð frá vörum. Kerlingin stein- þagði líka, en var stöðugt á ferðinni og blimskakkaði græn- VIKAN 50. tbl. — 01

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.