Vikan - 10.12.1964, Qupperneq 33
glóandi augunum í kringum
sig. Þannig gekk það kvöld eftir
kvöld, og Andrés var orðinn
svo uppnæmur, aÖ ekki hefði
þurft nema kattarmjálm til að
hann hrykki lit af mómeisnum.
En til þess kom ekki, því að
kisa var bannfærð í bænum;
Andrés varS aS fara lit í fjós,
ef hann langaði til að strjúka
henni og lieyra hana mala.
Þegar komiS var fram á haust,
gerðist það einn daginn, að
Andrés tók sig til og gekk kring-
um bæinn, hvern hringinn eftir
annan og öfugt við það, sem
hann hafði gengið um vorið.
Ekki þar fyrir, að liann væri
gripinn einhverju ósjálfræði;
hann vissi mætavel hvað hann
hafðist að. AnnaS mál var svo
það, að þegar liann kom inn úr
dyrunum að sjöunda hring lokn-
um, þá stóð eiginkona lians ljós-
lifandi þar inni og hætti mó á
kabyssuna i ergi og gríð. Og
svo voru þá öndótt og græn-
glóandi augun, sem hún festi á
eiginmann sinn, að hann hrökkl-
aðist öfugur út aftur.
Þá labbaði hann sig til Péturs
nágranna síns, tvisteig lengi og
nagaöi á sér neglurnar.
—- Gæti ég bara losnaS við
hana, tautaði hann. Gæti ég
bara.... Hann þagði við; sá
þó um seinan væri, að hann
liafði talaS af sér.
Og honum var nú nauðugur
einn kostur að segja nágranna
sínum alla söguna, hve grátt
hann hafðj verið leikinn, þegar
honum var gerð slík forsending
og væri þó lakast, að liann sæi
ekki nokkurt ráð til að losna við
hana aftur.
Þegar hann hafði leyst þann-
ig frá skjóðunni, sátu þeir þegj-
andi langa hríð, grannarnir,
og hugsuðu í erg og gríð. Þann-
ig sátu þeir lengi kvölds og loks
var Andrés orðinn svo glorsolt-
inn, að liann bað um brauðsneið.
— Helzt með sýrópi á, sagði
hann; ég veit ekki hver reiS-
innar ósköp ég lief keypt af
sýrópi síðan hún kom á heimil-
ið, og þó er mér eiður sær, að
ég hef ekki fengið bragð. Hún
hámar það allt í sig sjálf. Og
það kom grátstafur i röddina.
— Sagðirðu sýróp, hrópaði
Pétur upp yfir sig.
Andrés kvað honum ekki liafa
misheyrzt. Tiundaði siðan fyrir
honum allar skjóluferðirnar og
lýsti því skýrt og skilmerkilega,
hvernig forynjan ræki löngu-
töngina ofan í sýrópið, sleikti
hana og sygi allan guðslangan
daginn og ætlaði af göflunum
að ganga, væri ekki botnhylur
•
í skjólunni af þeirri ódáinsfæðu.
ÞaS var ekki einleikið með þá
græðgi, maður guðs og lifandi,
frekar en annað i fari hennar.
— Já, en þarna höfum við
einmitt lausnina, sagði nágrann-
inn Pétur. Nú skal ég kenna þér
ráð, lagsmaður. Næst, þegar
hún sendir þig með skjóluna
til kaupmannsins, stingurðu bláa
fleygnum á þig. Svo færðu á
hann sýróp, ekki samt meira
en svo að það liylji botninn, en
skilur skjóluna eftir í búðinni.
Þegar heim kemur, segirðu
kerlingunni, að sýrópið hafi
verið gersamlega uppgengið;
það hafi verið rétt fyrir náð,
að þú fékkst þessa smálögg á
pelann hjá kaupmanninum. Að
svo mæltu seturðu fleyginn á
eldhúsborðið, gengur út og lokar
á eftir þér. En þú ferð ekki langt,
ekki nema út fyrir dyrnar, og
fylgdist svo með öllu gegnum
skráargatið, sem forynjan að-
hefst við eldhússborðið.
— Hún lét mig troða í skrá-
argatið, maldaði Andrés í mó-
inn.
— Er þér alvara, að þú vilj-
ir losna við skassið? spurði
Pétur.
— Bara að liún finni ekki
dragsúginn; þá er hætt við að
hana fari að gruna eitthvað,
sagði Andrés.
-—- Ekki þarftu að óttast það,
sagði nágranninn Pétur. Sé hún
eins gráðug í sýrópið og þú
segir, liefur hún engan hemil
á sér, vertu viss. En svo verð-
urðu lika að hafa snör liand-
tök lirinda upp hurðinni og
gripa fyrir stútinn um leið og
hún skriður ofan i fleyginn og
skrúfa svo liettuna á hann.
Tveim dögum siðar sendi sý
græneygða Andrés enn af stað
með sýrópsskjóluna; hann stakk
á sig fleygnum, svo að hún sá
ekki til, rölti síðan til kaup-
mannsins og fór að öllu eins og
nágranninn Pétur hafði ráðlagt
honum. Þegar lieim kom, setti
hann bláa fleyginn með sýróps-
lögginni á eldhúsborðið, með
þeim formála, sem Pétur hafði
lagt honum í munn, snaraðist
síðan út, lokaði dyrunum á
eftir sér og tók sér stöðu við
skráargatið.
Eftir stutta stund heyrði hann
suð og muldur fyrir innan, en
það var hljóðið, sem kerling
gaf frá sér, þegar hana langaði
í sýróp. Andrés hélt niðri í sér
andanum — þarna gekk hún að
eldhússborðinu og stakk fingri
ofan í stútinn á fleygnum, en
árangurslaust, hún náði ekki
einu sinni að snerta sýrópslögg-
ina með blánöglinni. Og nú tók
hún að suða og muldra eins
og randafluga og loks að gera
sig minni, þegar hún sá að ekk-
ert annað dugði.
Andrési til mikillar ánægju
gekk henni það ótrúlega greitt;
honum hefði varla unnizt timi
-.HS
Ný
hljómplata
Hæggeng hljómplata með tveimur öndvegismönnum íslenzkra
fræða og bókmennta, prófessorunum Sigurði Nordal og Jóni
Helgasyni, er nýkomin á sölumarkað. Lesa þeir sýnishorn úr
verkum sínum, Sigurður óbundið mál, Jón bundið. Þetta eru
gullkorn úr íslenzkum bókmenntum, og gefa eigin raddir höf-
unda þeim ómetanlegt gildi.
Ijómjiiai
með upplestri þjóðskáldanna tveggja, Halldóri Laxness og Davíð
Stefánssyni, er nýlega komin í verzlanir. Með henni mun andi
þeirra og raddir lifa lengst okkar á meðal. Allir unnendur
íslenzkra nútímabókmennta þurfa að eignast þennan þjóðar-
dýrgrip.
VELJIÐ VINSÆLAR GJAFIR. - VELJIÐ GÓÐA HLJÓMPLÖTU.
Fálkinn h.f.
Hljómplötudeild — Laugaveg 24 — Sími 18670.
VIKAN 50. tbl. — 2«)