Vikan


Vikan - 10.12.1964, Síða 42

Vikan - 10.12.1964, Síða 42
Um aldamótin fer fólk að iðka meiri íþróttir, og það hefur mikil áhrif á klæðaburð bæði karla og kvenna. Karimennirn- ir stunda róðra í ermalausum peysum, stuttum buxum og strigaskóm. Þeir fara i kapp- göngur í álíka léttum búningi. Konurnar voga sér í hjólreiða- túr í buxnadragt, hárri upp í háls, á fótum bera þær reimuð stígvél og á höfði flatan, enskan karlmannsstráhatt. Að ekki sé nú minnzt á baðfötin, því að þar var viðhöfð vítaverð léttúð, á þeirra tíma mælikvarða. Áttu bæði kynin þar jafna sök. Herr- arnir óðu út í sjóinn i linébux- um og treyju með löngum erm- um. f fyrstu voru kven-sund- fötin með lífstykki, skjörti með stórri slaufu að aftan, við þetta báru þær hatt og sundskó, festa með löngum böndum, sem vafin voru upp eftir kálfanum. Þetta þótti allt afskaplega djarft, og er þetta eitt merki um komandi siðabót. Fólk reynir að losa um hömlur á öllum sviðum. Upp úr þessu sprettur svo þörfin fyrir hreinni línur og fólk fer að losa sig við allt óþarfa skraut á fatnaðinum. ÞAÐ SEM ER HENTUGT, ER FALLEGT Þetta var slagorð notagildis- stefnunnar, og karlmlannafáta- tizkan gerði þetta strax að kjör- orði sinu. Fötin urðu beinsnið- in og einföld, og neðan á bux- urnar var gert uppbrot. Síðan hafa breytingar á karlmanna- tízkunni ekki verið stórkostleg- ar. Breiðar eða mjóar Iierðar, tveir eða þrír linappar á erm- unum, buxur með eða án upp- brots — þetta liafa verið aðal- breytingarnar. Þó er auðvelt að sjá mun á fötum frá þessum tím- og fötunum frá í dag, sniðið breytist með tímanum. Brotið, sem pressað er í buxurnar, er frá árinu 1890, og sama er að segja um sumarfatnaðinn, sem enn er vinsæll, bláan jakka og hvitar buxur. í kringum 1910 fór Parísar- búinn Paul Poiret að hafa áhrif á tízkuna. Hann hafði fjörugt ímyndunarafl og sótti Iiugmynd- ir sínar víða að. Poiret kom fyrstur með stuttu pilsin, ljósu sokkana, brjóstahaldarann og mjaðmabeltið, sem var undan- fari þess, sem konur nota nú á tímum. Hann var mikið fyrir sterka liti. Á eftir honum kom Coco Chanel, sem er að visu orðin gömul, en er enn í fullu fjöri. Hún var líka boðberi þess, að fólk eigi að klæðast þægileg- um og hentugum fötum. Christ- ian Dior breytti konunni frá 1947 úr einkennisklæddri veru með ferhyrndar axlir og í bein- sniðnum pilsum með einu falli að framan, í kvenlega fegurðar- dís, klædda síðu pilsi, með injó- ar axlir og örmjótt mitti. Heim- urinn kynntist „New Look“ og þar næst Y-Iínunni, H-línunni, pokalinunni og trapezlínunni. Beltið var upp undir brjóstum, niðri á mjöðmum og í mittinu. Brjóstunum var ýtt niður á við, ekkert mitti, flatar mjaðmir, misjöfn pilsasídd. Duttlungar tízkunnar eru óútreiknalegar, en kvenfólkið mótmælir aldrei. Við livað búum við svo núna? Því er ekki auðvelt að svara, dálítill tími verður að líða, þannig að yfirsýn fáist. Liklega býður nútíminn upp á einhvers- konar þotustíl, sem verður und- anfari tunglfarafatnaðarins, þeg- ar sá tími rennur upp. Við erum börn „stáls og sem- ents“, en samt færist tízkan í rómantiskari átt. Við leitum að gullúri með langri keðju í dót- inu hennar ömmu okkar, en það og hálsmenin eru aftur orðið vinsælt skraut. Við leitum að ýmsum smáatriðum í fatnaði fortíðarinnar um leið og þróun- in þeysist áfram. Ótrúlegt? Víst er það, en þannig er það. Ein- föld, hentug og þægileg eiga fötin að vera nú á tímum, en samt óskum við eftir einhverjum menjum fortíðarinnar. Siðustu árin hafa þjóðfélags- fræðingar og sálfræðingar farið að veita tízkunni eftirtekt og hafa nú á takteinum skýringar á öllum fyrirbærum i tízkuheim- inum. — Föt er einkennisbún- ingur, sem manneskjan notar, til þess að gefa til kynna, hvar hún er stödd í þjóðfélagsstigan- um, segja þeir. Þannig hafa myndast orðin „hvítflibbi“ og „bláflibbi", sem aðskilur skrif- stofumenn mfð hvitt um liálsinn og verkamenn í mislitum skyrt- um. En svo hraðar breytingar eru nú á þjóðfélagsskipaninni, að þetta verður varla lengi í gildi héðan af. Striðið eilífa milli kynslóð- anna sýnir sig líka í klæðaburð- inum. Unga fólkið sýnir frelsis- þrá sína og uppreisnarbug með því að klæða sig eins og því þóknast. Þar með má telja hár- greiðslu og allt þess fas. Við sjáum fyrirbæri eins og bítlana skjóta upp kollinum. Fjórir ungir menn frá Liverpool koma öllu í bál og brand. Eldra fólk- ið krossar sig yfir útliti þeirra og þessu, sem þeir kalla hljóm- list. Sumum fannst, að enski menntamálaráðlierrann lilyti að vera með lausa skrúfu, þegar hann lét hafa það eftir sér, að þetta væri hluti af sögunni, sem niitímafólk væri að skapa og að síðari kynslóðir ættu ef til vill betra með að átta sig á og meta þetta fyrirbrigði. Núna, ári siðar, gera flestir sér ljóst, að þetta var ekki mælt út í bláinn. Milljónir unglinga klæðast eins og þessir fjórir pilt. ar, í jakka án kraga og með þremur hnöppum, í hnéháa skó með 5 cm. háum hælum. Buxna- skálmarnar eru aftur á móti ekki nema 37 cm. víðar. Topplaúsu sundbolirnir og kvöldkjólarnir eru líka nútima fyrirbrigði sem eiga sér eflaust sinar orsakir. Mikið er um það rætt, en líklega Iiggur skýringin 42 — VIKAN 50. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.