Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 10.12.1964, Qupperneq 45

Vikan - 10.12.1964, Qupperneq 45
U PPÞVOTTAVÉL A SERHVER GOÐ HUSMOÐIR SKILIÐ AÐ EIGA. SÖLUUMBOÐ: DRÁTTARVÉLAR H.F. OG KAUPFÉLÖGIN VELADEILD ekki nauðsynlegt að hafa neitt fyr- ir stafhi; það skilst jafnvel virinu- sömum Norðurlandabúum. Þar hef- ur það inntak og gildi í sjálfu sér að vera til, að njóta áhrifanna, sjá og heyra. Utan við borðin stóð fólk allt kvöldið og hlustaði á músík- ina: gamlar konur með hnýttar hendur og tinnusvört augu, sem skáru sig vel frá grásprengdu hár- inu. Þar stóðu hermenn í 'grænum búningum og alls konar fólk á leið heim til sín eða hver veit hvert. Það gekk að girðingunni við borð- in til þess að heyra sem snöggv- ast í söngvaranum, en svo var eins og það hefði gleyrnt sér. Það hélt áfrarn að standa þarna allt kvöld- ið og njóta lífsins og stemningar- innar. Eggert Stefánsson, söngvari og listamaður af guðs náð, var lang- dvölum í Róm og þekkti hana ef til v i 11 betur en flestir íslendingar. Hann skrifaði svo í bók sína, Berg- mál Ítalíu: „Manni getur nú sýnzt það sé yfirdrifið allt það, sem skrifað hef- ur verið og sagt um Rómaborg í mörg hundruð þúsurid bókum. En komi maður hingað leiðsögulaust, verður maður var við þéssi vold- ugu áhrif frá borginni, sem heim- urinn hefur lotið. Það eru tvær Rómaborgir, borg dagsins með asðandi strætisvöcjri- um og hundruðum þúsunda bíla og skellinaðra, stórborgaröskri og ópi prangarans, vélagný og ískri. Það er ekki þessi borg, það er hin: fornaldarborgin, hín dauða borg, það er hún, sem lifir í ritum og ræðum, kölluð „hin eilífa borg". Það er undrið". Colosseum, sigurbogi Constan- tínusar, Engilsborg, Marcellusar- leikhús, baðhús Caracalla og Circus Maximus: Hvert um sig stórkost- legar minjar og bakgrunnur langr- ar sagu, mannvirki sem hvert út af. fyrir sig „bregður stórum svip yfir dálítið hverfi" og vitnar um háþróaða verkmenningu. - 11 - í stað þess að dveljast öllu meir við þær fornminjar, þá ætla ég að koma við á Navonatorginu, sem er I senn sérkennilegt og fag- urt. Það var ímynd ríkidæmis og glæsimennsku framan af öldum; meðfram því standa gamlar hall- ir, sem vitna um það himinvíða djúp, sem staðfest var milli alþýðu manna og auðkýfinga þeirra tíma. Á Navonatorginu eru þrír gos- brunnar eftir Bernini, þann er byggði súlnagang og forgarð Pét- urskirkjunnar. Hann hefur komið fyrir allskonar barokfígúrum í flaumi vatnsins; þar eru bæði guð- ir og púkar, fiskar og furðuskepn- ur og svo stendur þar einn obeliski frá Egyptalandi. Það er alltaf slang- ur af fólki við brunnana; það sit- ur með börnin sín, eða myndavél- arnar stnar eða hundana s(na og horfir á vatnið steypast úr skoltum fiskanna eða munni guðannd. I sumarhitanum, sem er ærinn ( Róm, þá er svalandi að sitja nærri vatninu. Þegar greifar og barónar bjuggu í höllinni við torgið fyrr á öldum, þá létu þeir gróður- setja jurtir framan á sv.alir og veggl og höfðu af því forsælu á gang- stéttunum. Einhver gagnmerkur ábóti á 17. öld, skrifaði heila bók um þá list að komast um ölla Róma- borg og vera þó alltaf i skugg- anum. Sólarhitinn getur verið plága, sem rænir mann öllu þreki og sljóvgar hugsunina. Þessvegna finnst innfæddum á þessum breidd- argráðum það alltaf dálítið kynd- ugt að sjá þetta fólk af norður- slóðum, sem teygir andlitið fram- an ( sólina, ef það sezt niður eitt augnablik. Það er einhver urmull af göml- um ættarhöllum ( Róm,- mér er til efs dð nokkur viti tölu þeirra frem- ur en kirknanna á tíð Nikulásar ábóta. Italir eru montnir af þessum ríku ættum sínum fremur en hitt og enn í dag er talsverður slangur af fólki, sem einungis lifir af þeim stóreignum, sem ættinni hefur auðnazt að skrapa saman, fram eftir öldunum. Ein þessara ríku ætta bjó í höllinni Dori og það var nú víst raunar konungborið fólk; að minnsta kosti var það prins, sem bjó þar, þegar Þjóðverjar hófu að gramsa í Róm á stríðsárunum. Þeir höfðu grun um, að þessi prins ( Dori-hölIinni væri eitthvað ekki alltof vinveittur þeim og þeir gerðu leit ( höllinni. En svo stór var hún og flókin í innréttingúm, að prins- inn. fundu þeir qldrei og þó var hann þar. En litlu síðar flúði hann höllina; taldi sig ekki öruggan þar og leitaði á náðir íbúanna í hverf- inu Trastavere, sem fyrr er frá sagt. Og vegna þess að þeir telja sig afkomendur hinna fornu Rómverja, þá var það þeim mikil sæmd að fela prinsinn. Þeir héldu honum á laun þar til stríðinu lauk. Vegurinn Via Appia liggur suð- ur frá Róm, steinlagður eins og vegir Rómverja voru jafnan. Þar standa rústir af grafhýsum höfð- ingjanna; það var nefniléga bann- að að jarða fólk innan borgarmúr- anna. En sumt af þv( sem Rómverj- ar fyrirskipuðu var tilgangslaust dð þv( er virðist. Sérstaklega grimmd- arverkin. Hér á þessum flötu móum meðfram Via Appia, unnu þeir eitt VXKAN fið. tkL — 45

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.