Vikan


Vikan - 10.12.1964, Page 46

Vikan - 10.12.1964, Page 46
Skápa- og húsgagnagrip og handföng Dönsk úrvalsvara 100 gerðir Teak - eik — álmur Framleitt af Ludvig M. Larsen Aarhus Umboðsmenn á íslandi: K. Þorsteinsson & Co. \k UMBOÐS- OG HEILBVERZLUN Tryggvagötu 10 - Sftnn.fnl: Thorexlm Pósthólf 1143 - Reykjovlk - Slml. 19340 HOLMEGAARDS-GLASVÆRK Q. B. Sílfurbúðin Laugaveg 55 — Sfmi 11066 slíkt. Þegar þrælauppreisn Spartak- usar hafði verið bæld niður með tilhlýðilegri grimmd eftir þess tíma mælikvarða, þá voru þúsundir þræla krossfestir meðfram vegin- um. Þaðan sér vel til Rómar; hana ber við himin á hæðunum sjö. Há- hús úthverfanna ber við leifar af tvö þúsund ára gamalli vatnsveitu; mannvirki, sem þeim fannst í þá daga meira til um en gagnslausa píramída. GS. MEÐ ÁSTARKVEÐJU FRA RÚSSLANDI Framhald af bls. 21. þessar skýrslur. „Gleði og gázki í augunum." Nú hversvegna ekki? Það var mögulegt. Það fylgdi því notaleg frelsiskennd, að vera ein með manni á borð við þennan og vita, að henni yrði ekki refsað fyrir það. Þetta var spennandi. — Þú ert fallegur, sagði hún. Hún leitaði að samanburði, sem honum myndi líka: — Þú ert eins og amerísk filmstjarna. Henni brá, þeagr hún sá viðbrögð hans. — í guðs almáttugs bænum! Þetta er mesta móðgun, sem þú getur sagt við nokkurn karlmann. Hún flýtti sér að gera gott úr þessu. Það var skrýtið, að honum . skyldi ekki líka þetta hrós. Lang- aði ekki alla í hinum vestræna heimi, til að llkjast filmstjörnum? — Ég er að Ijúga, sagði hún. — Ég ætlaði að gleðja þig. f raun og veru ertu eins og uppáhalds hetjan mín. Hann er í bók eftir Rússa, sem heitir Lermontoff. Ég skal ein- hverntíma segja þér frá honum. — Einhverntíma? Bond fannst tími kominn til að fara að ræða viðskipti. — Hlustaðu nú á, Tania. Hann reyndi að horfa ekki á fal- lega andlitið á koddanum. Hann festi augnaráðið við hökubrodd hennar. — Við verðum að hætta að láta eins og krakkakjánar og vera alvarleg. Hvernig stendur á þessu öllu saman? Ætlarðu raunverulega að koma til Englands með mér? Hann leit í augu hennar. Það var skyssa. Þau voru aftur galopin með þessu einskæra sakleysi. — Auðvitað! — Hm! Það kom á Bond, að hún skyldi svara svona snöggt. Hann horfði tortrygginn á hana. — Ertu viss? — Já. Augu hennar voru einlæg. Hún var hætt að daðra. — Þú ert ekki hrædd? Hann sá skugga líða yfir augu hennar. Það var ekki það sem hann hélt. Hún hafði minnzt þess, að hún varð að skila sínu hlut- verki. Hún hræddist það sem hún var að gera. f rauninni var hún stjörf af ótta. Þessi leikur hafði virzt svo einfaldur, en hann var erfiður samt. Það var undarlegtl Hún ákvað að snúa sér að leik- listinni. — Jú. Ég er hrædd. En ég er minna hrædd núna. Þú gætir min, eins og ég hélt þú mundir gera. — Já, ég skal gera það. Bond hugsaði um ættingja hennar í Rúss- landi. Hann ýtti hugsuninni strax frá sér. Hvað var hann að gera? Reyna að telja henni hughvarf? Hann lokaði huga sínum fyrir þeim afleiðingum, sem flótti hennar gæti haft fyrir hana. — Það var ekk- ert að óttast. Ég skal gæta þín. Og svo kom að spurningunni, sem áleitnust var. Hann fann til hlægi- legrar vandræðakenndar. Stúlkan var ekki á nokkurn hátt eins og hann hafði búizt við. Það myndi spilla öllu að bera fram þessa spurningu, en það varð að gerast. — Og hvað um vélina? Já. Það var eins og hann hefði slegið hana í andlitið. Sársaukinn kom fram í augu hennar ásamt tárunum. Hún dró teppið yfir munninn og talaði undir því. Augu hennar yfir teppisbúrninni voru kuldaleg. — Svo það er hún, sem þú vilt. — Hlustaðu nú. Bond reyndi að vera kærulaus. — Þessi vél skiptir engu máli fyrir þig og mig, en mínir menn í London vilja fá hana. Svo minntist hann öryggis þjóðar sinnar og bætti við: — Og það er svo sem ekki mikilvægt. Þeir vita allt um þessa vél og finnst hún snjöll uppfinning. Þeir vilja bara fá svona vél til þess að geta gert aðra eins, eins og Rússarnir þinir stæla útlendar myndavélar og svoleiðis. — Þú ert að Ijúga. Stórt tár rann út úr öðru bláa auganu, niður mjúka kinnina, niður á koddann. Hún dró teppið alveg upp fyrir augun. Bond rétti fram höndina og lagði hana á handlegg hennar undir teppinu. Hún kippti handleggnum reiðilega að sér. — Djöfullinn hirði þessa andskot- ans vél, sagði hann óþolinmóður. — En þú verður að vita það, Tatia, að ég hef verk að vinna. Við skul- um tala út um það núna og gleyma því svo. Það er ýmislegt annað skemmtilegra til að tala um. Við verðum að skipuleggja ferð okk- ar o.s.frv. Auðvitað vilja mínir menn fá þessa vél, annars hefðu þeir ekki sent mig hingað ti! þess að flytja þig heim með henni. Tatiana þurrkaði sér um augun með teppinu. Svo dró hún teppið snöggt niður af öxlunum aftur. Hún vissi, að hún hafði verið að gleyma starfi sínu. Það hafði að- eins verið að . . . Ojæja. Ef hann hefði aðeins sagt, að vélin skipti hann engu máli, ef hún aðeins vildi koma. En það var til of mikils ætlazt. Hann hafði rétt fyrir sér. Hann hafði verk að vinna. Hún líka. Hún leit rólega á hann. — Ég skal koma með hana. Hafðu ekki áhyggjur. En við skulum ekki tala um hana aftur. Og hlustaðu nú. Hún færði sig hærra á koddanum. — Við verðum að fara annað kvöld. Hún minntist lexíu sinnar. — Það er eini möguleikinn. Þá verð ég á 40 — VIKAN 50. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.