Vikan


Vikan - 10.12.1964, Page 48

Vikan - 10.12.1964, Page 48
— Drottinn minn. Drottinn minn. Hvað Jief ég nú steypt mér út í. Óttalegur asni get ég verið. Þú ert, vænti égjekki, Marquise des Anges, sem foringi okkar er svo hryllilega afbrýðissámur út af? — Jú, en . . . — Sjáðu bara þessar samvizkulausu konur, hrópaði hann, drama- tiskur. — Gaztu ekki sagt það fyrr, merin þin? Langar þig til að sjá mitt þunna blóð, streyma úr æðum mínum?-Órottinn minn. Ó, drott- inn minn. Calembredaine. Er það ekki efti'r lieppninni minni. Ég hef fundið konuna, sem ég hef leitað að alla miria ævi, og Það kemur á daginn að Calembredaine á hana. En hvað urri það. Bezta ástmeyjan af öllu er lífið sjálft. Vertu sæl, vina imín . . . ' • Hann þreif gamlan og illa farinn hatt, samskonar og skólastjórar notuðu, dró hann niður yfir ljósan hármakkánn og renndi sér undan strigaábreiðunni. — Vertu svo væn, hvíslaði hann og brosti, — að segja elskhuga þín- um ekki frá frekjunni. Já, ég sé að Þú ætlar ekki að segja honum það. Þú ert indæl, Marquise des Anges. Ég skal híigsa um þig, þegar þeir hegja mig og jafnvel eftir það. Vertu sæl. . ' Hún heyrði hann skella í ána utan við borðstokkinn, svo sá hún hann hlaupa eftir bakkanum i sólskininu. Hún sá ekkert nema svört fötin og háan svartan hattinn, mjóa fæturna og þunn frakkalöfin standa aftur af honum. Hann var eins og undarlegúr fugl. Ferjumennirnir, sem sáu hann renna sér út úr ferjunni, köstuðu steinum á eftir honum. Hann snéri fölu andlitinu að þeim og rak upp rokna hlátur. Svo hvarf hann allt í einu, eins og draumur. 57. kafli. Fundurinn við skrýtna manninn hafði hresst Angelique upp og ýtt beiskum minningunum af fundinum við Desgrez nóttina áður í skugg- ann. Það var réttast að hugsa ekki um Það framar. Seinna, þegar hún hefði vaknað af þessari hræðilegu martröð, myndi hún hugsa um Desgrez aftur og spyrja sjálfan sig: Þekkti hann mig um nóttina? Örugglega ekki. Hann hefði ekki látið mig hafa hnífinn minn aftur. Hann hefði ekki haldið áfram að tala við mig á Þennan hátt . . . Nei, hann þekkti mig ekki. E’nda hefði ég dáið úr skömm, ef hann hefði gert það. Hún hristi höfuðið og strauk höndunum yfir hárið til að fjarlægja heystráin. Það var bezt að hugsa ekki um þetta fyrr en seinna. Nú sem stóð mátti hún ekki rjúfa þessa nýju töfra. Hún andvarpaði með ör- lítilli eftirsjá. Hafði hún raunverulega verið komin á fremsta hlunn með að vera Nicholasi ótrú? Marqúísé des Anges yppti öxlum og rak upp stuttan hlátur. Slíkum elskhugá var qnginn ótrúr. Ekkert batt hana við Nicholas, annað en þrsglsótti og vesöld. Flótti unga mannsins gerði henrii enn ejnu sinni ijóst, hve öflug vernd henni var af sambandi við glsepamanninn. Án hans og sérstakr- ar ástar hans, myndi hún hafa sokkið enn dýpra. í staðinn hafði hún látið hann hafa líkama sinn, hinn göfuga hvílu- stað i rekkju hennar, sem hann hafði dreymt um alla sína ævi. Þau voru kvitt. Angelique beið andartak, áður en hún renndi sér niður úr ferjunni. Upa leið og hún snerti vatnið, fann hún að það var kalt, en ekki ískalt, og þegar hún litaðist um, fékk hún ofbirtu í augun og varð ljóst, að það var komið vor. Hafði ekki ungi maðurinn talað um ávexti og blóm á Pont-Neuf? Eins og; Angelique hafði verið snortin með galdrastaf, uppgötvaði hún að vorið var í fullum blóma. 1 Það var hitamóða á himni og Signa var silfurgrá. Bátarnir runnu yfir sléttan, kyrran flöt hennar. Hún heyrði vatnið leka af árunum. I skjóli fyrir augum ferjumannanna, baðaði Angelique sig í koldu vatn- inu, klæddi sig svo á ný og gekk upp eftir bakkánum þangað til hún kom til Pont-Neuf. 1 fyrsta sinn sá hún Pont-Neuf í allri sinni dýrð, með hinum fallegu hvítu bogum og iðandi glöðu og óþreytandi lífinu. Stöðugur kliður var yfir staðnum. Þar ægði öllu saman, listamönnum, betlurum, kaupmönn- um, grænmetissölum, blómasölukonum og skottulæknum. Angelique gekk inn í fjöldann. Hún var berfætt og klæði hennar rif- in. Hún hafði tapað skýlunni og sítt hár hennar hékk niður yfir axlirn- ar og glitraði í sólskininu. Það skipti ekki máli. Á. Pont-Neuf voru berir fætur jafn réttháir og klossar verkamannanna og háir hælar aðals- mannanna. Hún nam staðar fyrir framan vatnsturninn á Samaritaine, til þess að virða fyrir sér klukkuna, sem ekki sýndi aðeins stundir dagsins, heldur hvaða dagur var og hvaða mánuður. Hún hélt áfram og nam staðar fyrir framan hverja búð. Framan við leikfangabúðina, búsáhaldabúðina, fuglabúðina, skemmtigripabúðina, blek- og málningarverzlunina, hús- dýrabúðina og gimsteinaverzlunina. Hún sá Svai'tabrauði bregða fyrir, Rottueitri með sverðið sitt og óhugnanlega veiðina. Hún sá móður Hur- lurette og föður Hurlurot, skammt frá Samaritaine. 1 miðjum áhorfendaskaranum var gamli blindi maðurinn að sarga á fiðlustrengina sína, meðan gamla kerlingarskrukkan kyrjaði viðkvæman söng um hengdan mann og lík, sem hrafnarnir átu augun úr og alls konar hrylling, en fólkið hlustaði á með sperrtum eyrurn og társtokknum augum. Hengingar og hryllingur var aðaláhugaefni lægri stétta Paris- arborgar. Þetta voru skemmtanir,. sem kostuðu ekkert, en gerðu fólki ljóst, að það hafði bæði líkama og sál. Móðir Hurlurette kyrjaði sönginn sinn af mikilli sannfæringu: „Ecoutez tous ma harangue. Quand je m’ en irai A l’Ábbayc de Monte-á-Régret, Pour vous je prierai En tirant la langue “ (Hlustið öll á ávarp mitt: Þegar ég fer héðan til gálgans, skal ég biðja fyrir ykkur; þegar tungan þrýstist fram úr munni mínum....) , Hún sýndi upp í tannlausan munn sinn, alveg niður í kok, tár streymdu úr augum hennar og runnu niður eftir hrukkunurri. Hún var hræðileg og aðdáunarverð í senn.... Þegar hún hafði lokið söng sínum, sleikti hún á sér annan stóra þumal- fingurinn og tók að dreifa blöðunum, sem hún hélt á i knippi undir hand- leggnum, hrópaði: — Hver hefur ekki átt sinn hengda mann? 48 - VIKAN 50. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.