Vikan


Vikan - 27.01.1966, Qupperneq 10

Vikan - 27.01.1966, Qupperneq 10
Ragna Anderson er búsett í Texas, eins og þeir muna sem lásu viðtal hennar um daginn við Huldu Emilsdóttur söngkonu og fjölskyldu hennar. — Hér segir hún frá erfiðleikum varðandi barnauppeldi í hennar heimkynnum. MIKIL ER MÆÐA MÆÐR- ANNA Eftir Rögnu B. flnderson Oft verður mér hugsað með angur- værð til baka til daganna, þegar yngsti sonur minn var ennþá meðlimur í bleyju- klúbbnum. Ahyggjur mínar voru tíðar í þá daga, en ósköp einfaldar, blautur eða ekki blautur. Ég minnist oft orða móður minnar; „Lítil börn litlar áhyggjur, stór börn stórar áhyggjur“. Núna er stráksi í skóla og ég er far- in að skilja orð mömmu, að ég held, betur en hún sjálf, því ég get ekki ímynd- að mér að mamma hafi þurft að fara í gegnum þá sálrænu togstreytu, sem við mæður nú til dags þurfum að fara í gegn- um. Blöð og tímarit hér í landi eru svo yfirfull af áhyggjuefnum að stundum furða ég mig á að nokkur amerísk móð- ir geti brosað. Hvað varðar skólamál, þá hljóma fyrirsagnirnar á þessa leiðina: „Láttu ekki barn þitt tapa sinni einstakl- ingstilfinningu“, „Hjálpaðu barni þínu að læra að laða sig að öðrum“, „Ómögu- legir feður, er ekki hafa tíma til að hjálpa börnum sínum með heimalærdóminn“, „Kenndu barni þínu að vinna sjálfstætt.“ Ég er steinhætt að lesa „Parents Maga- zine“ (Foreldrablaðið), því ég var orðin svo rugluð að ég vissi ekki hvort ég var að koma eða fara. Hér eru 99% af barnaskólakennurum kvenfólk, og eins og allir vita þá hafa kvenmenn þann vafasama hæfileika að gera einfaldasta hhit að minnsta kosti þrefaldan, eins og til dæmis í fyrsta sinn sem ég talaði við kennara stráksa míns, þegar hann var í undirbúningsdeild. Hún sagði að stráksi væri ljómandi kútur, hann gengdi vel, notaði tíma sinn vel, teiknaði vel, hefði kurteisa framkomu, svo hans vandamál var að hann laðaði sig ekki alveg nógu vel að öðrum. Þetta er hugtak, sem ég hef átt í basli við, gvo að ég bað hana að skýra málið fyrir mig. Hún sagði að stráksi sýndi lítinn áhuga fyrir leikjum, sem börnin væru látin leika og vildi hann heldur sitja og horfa á en taka virkan þátt í þeim, og sýndi þetta ldédrægni og skort á aðlöð- unarhæfileikum. Eg velti vöngum langa lengi yfir þeim hrapallegu mistökum, sem ég hlyti að vera sek um í uppeldi sonar míns, en ákvað samt að bera málið und- ir hæstarétt stráksa áður en ég kvæði upp dauðadóm minn. Ég spurði hann bara bláköld hvers vegna hann vildi ekki fara í leiki með krökkunum í skólanum. „Ó mamma, þau fara í svo leiðinlega leiki, þau hlaupa fram og til baka með spýtu, hlaupa í skarðið og svoleiðis“ var svarið. Eg fór að skilja málið svolítið betur, svo ég spurði hann hvaða leiki hann vildi fara í. „Base ball, stríð og spæjarar“. Mér létti stórum, þangað til mér varð hugsað til allra greinanna, sem ég hafði lesið um hin sálrænu hroða- áhrif, sem slíkir leikir og sjónvarpsþætt- ir hefðu á smábörn. Ég var, sem betur fer, trufluð við þá þungu þanka. Stráksi og vinur hans, sem voru aleinir við leik í bakgarðinum, höfðu ruglazt í ríminu og þutu á harðahlaupum fram hjá opn- um cldhúsglugganum gargandi: „Amerí- kanarnir eru að koma, hlauptu, Amerí- kanarnir eru að koma“. Ég get ekki í- myndað mér að „stríðið“ sem þeir voru að herja hafi rist mjög djúpt á sál þeirra fyrst þeir gátu gleymt að þeir voru sjálf- ir „Ameríkanarnir!“ Ég minntist þess hve mikið gaman ég sjálf hafði haft af þessum sama leik, nema hvað ég garg- aði „Grýla er að koma“ því ég þekkti betur til hennar, en stríðs, og svo var stríð meira fyrir stráka. Hér byrja börn í skóla árið sem þau eru 5 ára fyrir 1. september. Það árið eru þau í undirbúningsdeild (kindergart- JQ VXKAN 4. tbl,

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.