Vikan - 27.01.1966, Síða 20
Lauslát stúlka er „Mamma", en ef þær búa í
föstu sambandi við sama manninn eru þær
„Gömlu konurnar". Hér er Jim Moran með
gömlu konunni (eiginkonunni) sinni, sem heitir
Ann.
„Englarnir" og félagar úr
svipuðum félagsskap eru hér
við jarðarför eins félagans
úr Hayward-deildinni, sem
lét lífið í hnífaslag.
Ed Wiley og eiginkona Sonny
Bargers.
félagsgjöld. Þeir verða að vera í einkennisbúningum, nota sérstaka
gerð mótorhjóla, verða að mæta reglulega á fundum, mega ekki
ganga í aðra klúbba og verða að hlýða foringjunum skilyrðislaust.
Þær reglur sem „Englarnir" verða að undirgangast mundu vekja hroll
hjá þjálfuðum aftökusveitum.
Svo eru það kynferðismálin, þar eru „Englarnir" heldur óhrjáleg-
ir í sjálfræði sínu. Litlar raunalegar stúlkur elta þá í hópum, yfirleitt
eru það unglingar innan við tvítugt. Það er um það bil ein stúlka á
hverja fjóra til fimm „Engla" og samskiptin inn á við eru hrylli-
leg. Ef ung stúlka vill vera mamma og draga lest á eftir sér, sem
þýðir að hún er til við hvern sem er, þá er hún mjög vel séður gestur
f hvaða „Engla" partýi sem er. Þær eru sem betur fer ekki margar
enda endast þær ekki lengi. Stundum eru þær boðnar upp og seldar
fyrir eitt gallon af bensíni, pakka af sígarettum og allt niður í tólf
cent.
Þær stúlkur sem „Englarnir" halda mest upp á kalla þeir „gömlu
konurnar" sínar. „Gamla konan" er stúlka sem tilheyrir aðeins ein-
um, og oft er hún gift honum og elur honum börn. Larry Wallace,
lögregluforingi minntist þess að hafa brotizt inn í eitt af þessum
„Engla" hreiðrum til að bjarga nokkrum börnum sem bjuggu þar með
mæðrum sinum og nokkrum „Englum" og lifðu á bjór og cornflakes,
í íbúð sem var yfirfull af olíudósum, vélahlutum, óhreinum diskum,
rusli, tómum bjórdósum og óhreinum rúmfötum.
2Q VIKAN 4. tbl.
Wallace fylgist með „Englunum" þegar þeir færa sig stað úr stað,
flytja inn í íbúðir eða húsaskrifli í sóðalegum hverfum, kannske allt
að því tólf piltar og tvær til þrjár stúlkur. Svo býr það á sama stað
í tvær til þrjár vikur 'og flytur svo á svipaða staði í öðru hverfi.
Það er mjög auðvelt að fylgja þeim eftir, því að þeir eru alltaf
margir saman og fara með geysilegum hávaða. „Okkar á milli sagt
eru þeir hreinn viðbjóður", segir Wallace. „Svo er heldur ekki hægt
að gleyma þeim, þeir verða að láta svona, geta ekki annað".
Þegar ég heimsótti Blue Baze, var það einn sem var mjög áfjáður
í að tala við mig og það er sjaldgæft að þeir vilji segja hvaðan þeir
komi og hvað þeir hafi fyrir stafni. Hann hét Alvin Ray, Ijóshærður,
fölleitur risi, foringi Fresno-deildarinnar. Hann sagði mér að hitta sig
í Fresno, ég gæti fengið upplýsingar um dvalarstað sinn á bensín-
stöðinni.
Eg lét verða af því, en enginn þóttist kannast við hann eða fylgd-
arlið hans. Ég fékk þó að vita að þeir hefðu verið í húskofa fyrir ut-
an bæinn, en hefðu verið reknir þaðan fyrir nokkru. Ég fann húsið og
fór inn. Það var Ijót sjón sem blasti við mér. í herbergi sem einu sinni
hafði verið dagstofa, var allt [ hrærigraut. Hvert einasta húsgagn
brotið í spón og lá innan um annað drasl, glerbrot, fatadruslur, tóm-
ar dósir, vín og bjórflöskur, leirtau og tóma kassa. Hver einasta hurð
var rifin af hjörunum og stór göt voru þar sem loftræstingartæki höfðu
verið rifin niður. Orðið „lögga" var krafsað með stórum, rauðum stöf-
um, yfir rúmstæðunum og hafði verið notað sem skotmark fyrir tóm-