Vikan - 27.01.1966, Síða 22
Ringó Starr
Munið þið eftir myndavélinni hans Ringó í kvik-
myndinni „A Hard Day’s Night“? Ef ekki, þá skal
þess getið í upphafi þessa máls, að Ringó tronnnu-
bítill er mjög áhugasamur um Ijósmyndun rétt eins
og bítlabræður hans þrír, Jón, Páll og Georg. Nú
ætlar Ringó sjálfur að segja okkur frá þessu hugðar-
efni sínu. Frásögnin hans er í léttum dúr og ber vott
um allgóða kímnigáfu. Hann segir:
m»’ ■« g tók fyrstu ljósmyndina, þegar ég var
MKt!, mánaða gamall. Auk þess sem
ég tók hana, borðaði ég hana líka, en þar
var ég mjög eigingjarn, því að það var ljótt
gat í fjölskyldumyndaalbúmi móður minn-
ar í langan tíma á eftir. Það var ekki falið
fyrr en faðir minn fór á stúfana og tók mynd
af mér þar sem ég var að reyna að sitja
kjölturakka nágrannans.
Ég reyndi að taka aðra mynd mína um
það bil ellefu árum síðar. En forstjóri kvik-
myndahússins vildi ekki leyfa mér það. Það
var sem sé mynd af Brigitte Bardot í líkams-
stærð, þar sem hún auglýsti myndina, sem
var í kvikmyndahúsinu. Mér var mikið í
mun að taka hana með mér heim, því að
ég var viss um, að hún mundi bæta mjög
veggfóðrið heima hjá mér.
Nóg um það. Það sem ég er í rauninni
að reyna áð benda á er það, að ég byrjaði
að fitla við ljósmyndavél á frumbernskuár-
unum. Ég byrjaði að lemja í trommur — ég
sló taktinn á niðursuðudósir, áður en ég
hafði nógu margar tennur til þess að geta
sagt Gene Krupa.
Einhvern tíma á fyrstu táningaárunum
fékk ég ljósmyndabakteríuna. Þið vitið,
hvernig það er: undirskriftirnar í myndaal-
búminu voru eitthvað á þessa leið: „pabbi
í garðinum" eða „mamma og pabbi að busla.
í sjónum" eða „Fred, vinur minn, og hund-
urinn Bonzo“. Það er varla hægt að flokka
slíkar myndir undir alvarlega ljósrnynda-
töku.
Áhuga minn á að skoða ljósmyndir hlýt-
ur að hafa vaknað, þegar ég byrjaði að
leika á trommur með ýmsum hljómsveitum
Framhald á bls. 36.
☆"☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆*☆☆☆☆☆☆☆ ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆■☆•&■*,!).*,!,.■*.☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆
Chuck Berry vinsælli nú en nokkru sinni fyrr
Charles Edward Berry, fæddur í október 1931 í St. Louis, er sennilega betur þekkt-
ur undir nafninu Chuck Berry. Hann lærði að leika á gítar meðan hann var í gagn-
fræðaskóla, en árið 1952 ákvað hann að stofna eigin hljómsveit. Þremur árum síð-
ar fékk hann tækifæri til að leika inn á hljómplötu. Lagið, sem hann hafði að sjálf-
sögðu samið sjálfur, hét Maybellene og það komst óðara ofarlega á vinsældarlista,
ekki sízt sökum þess, að stíll hans var talsvert frábrugðinn því, sem gerðist með
öðrum hljómsveitum. Fleiri plötur sigldu í kjölfarið. Á næstu árum voru lög Chuck
Berry tíðum á vinsældalistanum; til dæmis má nefna hin þekktu lög „Roll over
Beethoven“ og „Rock and Roll music“.
Fyrsta kvikmynd, sem Chuck Berry kom fram í hét „Rock, rock, rock“. Því
næst komu kvikmyndirnar „Mr. Rock n‘roll“ og „Go, Johnnie Go“, en í þeirri
mynd söng hann m.a. og lék lagið „Johnnie B. Goode“.
Chuck Berry vekur alltaf kátínu, þegar hann kemur fram. Sviðsframkoma hans
þykir óvenjuleg og spaugileg á margan hátt. Textarnir við lögin hans bera líka
vott um ríka kímnigáfu. Einn af mörgum textum hans er til dæmis á þessa leið
, lauslegri þýðingu: „Að lokum einn með stúlkunni í bílnum, en — æ, hver skramb-
inn — ég gat ekki losað um öryggisbeltið“!
Árið 1958 varð Chuck Berry fyrir hryggilegu áfalli. Hann strauk frá St. Louis
Framhald á bls. 36.
22 VIKAN 4. tbl.