Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 24
efftir Sergeanne Golon
— Fyrst heyrði ég ekki orðaskil. Svo smáhækkaði húsmóðir mín
röddina, hún var svo reið. Þá heyrði ég hana segja: — Annaðhvort er
Þessi kona norn, eða La Voisin hefur leikið á okkur. Allar tilraunir
hafa brugðizt. Hún hlýtur að hafa verið vöruð einhvernveginn við.
Hver varar hana við? Þetta verður að taka enda. Þú ferð til La Voisin
og segir henni, að nú sé of langt gengið. Ég hef borgað henni mikið.
Annaðhvort finnur hún eitthvað, sem hefur rétt áhrif, eða hún skal
fá að borga sjálf. Ég skal skrifa henni, það gerir hana kannske hrædda.
— Hún settist við borðið og skrifaði bréf- sem hún rétti Duchesne
til að færa La Voisin: — Sýndu henni þetta bréf, sagði hún. — Þegar
hún hefur lesið það og skilið hversu reið ég er, brenndu þá blaðið í
kertisloga. Farðu ekki, fyrr en hún hefur látið þig hafa það, sem við
þörfnumst. Bíddu, hér er vasaklútur, sem er eign þú veizt. Hirðsveinn-
inn, sem tók hann upp, rétti mér hann og hélt að ég ætti hann. Mér
hefur ekki tekizt að komast í samband við neina af þjónustustúlkum
hennar, síðan Thérése þaut héðan út, eins og andskotinn væri á hæl-
unum á henni. Þar að auki hefur hún fáa þjóna og ekkert fylgdarlið.
Hún er undarleg kona. Ég veit ekki, hvað konungurinn sér í henni,
nema náttúrlega fegurðina. — Hún var að tala um yður, Madame.
— Ég býst við þvi. Hvenær á Duchesne að hitta La Voisin?
— 1 kvöld.
— Hvenær? Hvar?
— Á miðnætti, í kránni Gullna hornið, afskekktum stað milli Parisar
og Saint-Denis. La Voisin gengur þangað heiman að frá sér i Ville-
neuve. Það er ekki langt.
— Jæja, þér hafið orðið mér að gagni, stúlka min. Ég skal reyna að
gleyma því um stund, hve þér hafið næma fingurgóma. Nú erum við
komnar til Saint-Germain. Hér förum við út, en ég vil ekki að neinn
sjái okkur saman. Setjið svolítið púður á yður og kinnalit, þér eruð
hræðilega föl.
Mademoiselle Desæillet reyndi að laga útlit sitt. Hún stamaði þakk-
ir og hét tryggð, stökk svo út úr vagninum og tók til fótanna.
Angelique var hugsi, meðan hún horfði á hana hverfa eins og bleikt
fiðrildi í vorljósinu. Svo rétti hún úr sér og rak höfuðið út um vagn-
gluggann.
— Til Parísar! hrópaði hún til ekilsins.
Þegar hún var komin í þykkt pils og vaðmálsblússu og hafði bundið
hárið upp með svörtum satínklút, eins og afgreiðslustúlka, sendi hún
eftir „Sverðfinni”, Malbrant. Hún hafði áður látið sækja hann til Saint-
Cloud, þótt hún skildi þar með Florimond og djáknann eftir í hinum
vafasama félagsskap við hirð Monsieur.
Þegar hann kom til íbúðar hennar og sá aðeins látlaust klædda konu,
lá við að honum brygði, þegar hann heyrði rödd Madame du Plessis-
Belliére koma innan úr fötunum.
— Malbrant, mig langar að biðja þig að koma með mér.
— Þér eruð svo sannarlega vel dulbúin, Madame.
— Á þeim stað sem við ætlum nú að heimsækja er skrautklæðnaður
ekki viðeigandi. Ég sé að þú ert með sverð. Taktu einnig með þér
skylmingasverð og skammbyssu, farðu síðan og finndu Flipot og biðið
mín svo í sundinu bak við húsið. Ég kem til ykkar í gegnum dyrnar á
gróðurhúsinu.
— Sem yður þóknast, Madame.
Litlu síðar voru þau komin í útjaðar Saint-Denis, Malbrant með
Angelique fyrir aftan sig á hesti, en Flipot trítlaði á eftir þeim. Þau
námu staðar framan við dimma krá.
— Skildu hestinn eftir hér, Sverðfinnur, og láttu einn knsepukarl-
inn hafa écu fyrir að líta eftir honum. Annars komumst við aldrei til
baka. Hestar hverfa mjög gjarnan hér um slððir.
Maðurinn gerði eins og hún bað hann og íylgdi henni. Hann spurði
engra spurninga, tuggði aðeins endana á skegginu og muldraði eitthvað
24 VIKAN 4. tbl.
um ójafnar götuhellurnar, sem hér náðu ekki að þorna, þrátt fyrir
heita geisla sólarinnar.
Ef til vill var hinn gamli skylmingamaður ekki svo framandi í þessu
hverfi. Það var ekkert líklegra, en að hann hefði átt hér eitt eða tvö
ævintýri á hermennskuárum sínum.
Ekki langt frá staðnum, sem þau voru á, stóð rauðmáluð trémynd
af Eilífi Föður, verndara betlaranna. Flipot íéll fram og veitti honum
lotningu sína, glaður i bragði. Hér átti hann heima.
Djúpt inni í stóru leir- og steinhöllinni var Stóri-Coesre, Trjábotn.
Aðstoðarmenn hans voru nógu margir til að ílytja hann hvert sem hann
vildi fara í gömlum, brotnum stól, með blómaáklæði og gyllingu, en
þetta hvorttveggja var næstum ósýnilegt fyrir skít. En Trjábotn vildi
sjaldan fara neitt. Myrkrið í hreysi hans var svo Þétt, að jafnvel þegar
sólin skein sem glaðast, varð að hafa olíulampana logandi. Trjábotn
vildi hafa þetta þannig. Hann hafði andstyggð á ljósinu og vildi allt frem-
ur en iáta fara illa um sig. Það var ekki auðvelt að komast til hans. Að
minnsta kosti tuttugu sinnum voru gestirnir stöðvaðir af varðmönnum,
sem spurðu, hvern fjandann þau vildu. Flipot sagði þeim inngangs-
orðið.
Að lokum stóð Angelique írammi fyrir honum. Hún var með úttroðna
pyngju, sem hún ætlaði að færa honum, en Trjábotn leit aðeins á hana
með ásökunaraugum.
— Mikið var! sagði hann. — Mikið var!
— Þú virðist ekki vera mjög ánægður að sjá mig, Trjábotn. Hef ég
ekki alltaf sent þér það sem þú hefur þurft með? Hafa ekki þjónar
mínir alltaf fært þér feitan, steiktan grís um áramótin og kalkún og
þrjár tunnur af vini á miðföstunni?
— Þjónar! Þjónar! Hvað á ég að gera með þessa asna! Heldurðu,
að ég hafi ekkert betra að gera en kýla vömbina og láta senda mér
súpu eða tyggja kjöt? Ég hef nóga peninga til að slá upp veizlu ef
mér sýnist, eins og ég hef alltaf haft. En þú kemur ekki oft hingað.
Of önnum kafin við að vera falleg, ha? Það eru of margar stúlkur,
sem ekki vita hvað virðing er.
Konungur betlaranna var sárgramur. Hann ásakaði Angelique ekki
fyrir að hún áliti sig meiri honum, heldur að hún sýndi honum engan
sóma. Hann gat ekki séð neitt óeðlilegt við það, að háttsett kona við
hirðina þrammaði í gegnum tuttugu tommu þykkan aur og skít og
stofnaði lífi sínu í hættu meðal flækinganna til að koma til fundar
við hann. Hann hefði ekki orðið undrandi þótt vagn Frakklandskonungs
hefði numið staðar fyrir framan híbýli hans og konungurinn hefði
tilkynnt heimsókn sína, svona kónga á meðal....
Hann var konungur undirheimanna og hann vissi um það vald, sem
í því fólst.
— Af hverju reynirðu ekki að koma viti inn í hausinn á La Reynie?
Hvað meinar hann með því að umkringja okkur með lögreglumönnum
sínum? Hver vill hafa lögregluna allsstaðar? Lögreglan er handa hinum
heimsku og auðugu. Því sá sem er heimskur, verður að vera heiðar-
legur. En við leggjum á okkur mikla og erfiða vinnu. Hvernig gætum
við annars dregið fram lífið? Fangelsi? Snara? Hengdu þig, læstu þig
inni! I gálgann með alla Þjófa! Betlararnir í almenningssjúkrahúsin!
Hvað svo? Ætlar hann að gera okkur að engu, þessi fjandans La Reynie?
Hann hélt áfram að ryðja út ur sér óánægjunni. Hinir miklu dagar
Hirðar Kraftaverkanna, voru taldir, síðan La Reynie hafði orðið yfir-
maður lögreglunnar og lét kveikja á luktum um alla París.
— Hver er þetta? sagði hann að lokum og benti á Malbrant með
pípumunnstykkinu. — Hver er þetta?
— Vinur. Þú getur treyst honum. Hann er kallaður „Sverðíinnur".
Ég þarf á honum að halda í þessum litla leik, sem ég ætla að sviðsetja,
en hann getur ekki leikið öll hlutverkin sjálfur. Ýg þarf þrjá eða fjóra
í viðbót. '