Vikan - 27.01.1966, Page 36
sjalfvirk
hitatæki
fyrir
hitaveltu
T»kin sjá um að ofnarnir
fái aðoins það hitamagn,
sem nauðsynlegt er til að
Herbergið haldi því hitastigl
sem þér óskið. Forðist ó-
þarfa áhyggjur með því að
nota Danfoss hitastilli-
l tæki.
Fylgist með tækninni!
Nýjustu Danfoss sjálf-
virku hitastillitækin full
komna þægindi hitaveit-
unnar og mmnka hita-
kostnaðinn.
Vélaverzlun
Sími 24260
Ringo Starr
Framhald af bls. 22.
í Liverpool. Það var gaman að
skoða ljósmyndimar, sem blaða-
Ijósmyndaramir höfðu tekið af
okkur, þegar við vorum á svið-
inu.
En í þá daga voru ekki nærri
eins margir ljósmyndarar og nú,
sem bókstaflega langaði til að
taka myndir af Ringo Starr. Það
var fyrst eftir að ég gekk í lið
með Bítlunum 1962 að myndirn-
ar tóku að hlaðast upp. Þegar
við komumst í efsta sæti vin-
sældalistans með laginu „Please
please me“, fóru myndavélarnar
að beinast að okkur í alvöru.
Ég er sannfærður um það, að
við sjáum að meðaltali tíu Ijós-
myndara á hverjum degi, þegar
við erum að vinna, og jafnvel
þótt þeir taki ekki tíu ólíkar
myndir hver um sig, mundi það
verða samanlagt eitthvað um
sjötíu þúsund myndir, síðan við
hófum að leika saman.
Hvað sem því líður, — það var
þess vegna ekki nema eðlilegt,
að við fórum að spyrja suma
ljósmyndarana um myndavélarn-
ar þeirra. Þessi áhugi vaknaði
samt ekki skyndilega. Hann
vaknaði smátt og smátt: við fór-
um að virða fyrir okkur mynda-
vélarnar, sem alls staðar blöstu
við okkur og við komumst að
raun um það, að þær voru ekki
allar eins. Sumar þeirra voru í
tengslum við hryllilegar og stór-
ar leifturperur og minntu einna
helzt á háfjallasól.
Það var á þessu stigi að við
fórum að spyrja spuminga:
„Þarftu ekki að hafa rrieira
ljós“? „Geturðu í raun og veru
tekið góða litmynd af okkur með
svona pínulítilli vél“? Og auðvit-
að fórum við að fá svör við
þessu öllu.
Fáum mánuðum síðar álitum
við okkur vera sérfræðinga í
ljósmyndatökum, þótt við hefð-
um aldrei reynt að taka myndir
sjálfir. „Hana nú“! vorum við
vanir að segja, „þá hefst ein
þjáningin enn! Þegar þessi leift-
urglampi blossar, brennum við
okkur áreiðanlega á nefinu“.
Eða: „Þetta líkar mér, þetta er
Eftir kortinu eigum við að vera á þjóðveginum.
góður náungi, — sjáiði stóru lins-
una, sem hann hefur á Pentax-
inum sínum“. Pentax, sjáðu til..
Við vorum svo sem farnir aði
slá um okkur með fínum nöfn-
um, eins og við vissum allt um
tegundirnar!
Um það leyti sem við fórum
að leggja lönd undir fót, fannst
okkur tími til kominn að við
yrðum okkur úti um góðar
myndavélar. Okkur langaði til að
eiga minningar um hverja ferð
síðar meir og geta sýnt fólkinu
heima hvert við hefðum komið.
Einn af ljósu punktunum við það
að vera bítill, er einmitt það að
við fáum tækifæri til að ferðast
um og skoða okkur um í heimin-
um.
Okkur þykir fátt skemmtilegra
en að ferðast um, en þegar svo
ber undir gætum við þess alltaf
að gleyma ekki myndavélinni
heima.
Chuck Berry
Framhald af bls. 22.
með hvítri stúlku, sem ekki var
orðin 16 ára gömul. Þetta varðar
við lög í þessu ríki Bandaríkj-
anna — og vesalings Chuck var
skömmu síðar tekinn höndum.
Hann var dæmdur í fjögurra ára
fangelsisvist. Eflaust hefur það
ekki orðið til þess að milda dóm-
inn, að negri átti í hlut.
Nú voru dagar Chuck Berry
á frægðarbrautinni taldir. Það
taldi hann alveg víst. En lögin
hans féllu svo sannarlega ekki
í gleymsku. Árið 1963 tók brezk
hljómsveit heldur betur að láta
á sér kræla. Þetta voru Bítlarn-
ir. Þeir léku meðal annars á
hljómplötu lagið „Roll over Beet-
hoven“, sem Chuck hafði samið.
Síðar skutu Rollingarnir upp
kollinum, en báðar þessar hljóm-
sveitir hrifust af músik Chuck
Berry og töldu sig hafa orðið
fyrir miklum áhrifum af henni.
Upp frá þessu fengu brezkir ungl-
ingar áhuga á Chuck Berry, en
einmitt um það leyti hafði hann
afplánað fangelsisvistina. Nokkr-
ar af plötum hans voru nú send-
ar á markaðinn til reynslu — en
þær hurfu úr hljómplötuverzl-
unum eins og dögg fyrir sólu.
í ársbyrjun 1964 sendi hann
frá sér fyrstu plötuna, eftir að
hann kom úr fangelsi. Það var
lagið „Nadine", sem þegar komst
á vinsældalistann. Síðan komu
fleiri lög, m.a. „No particular
place to go“ og „You never can
tell“.
Nú er Chuck Berry vinsælli
en nokkru sinni fyrr. Hann á
það fyrst og fremst Bítlunum og
The Rolling Stones að þakka.
Hljómsveitir um allan heim leika
lögin hans — og auðvitað hér
heima líka. Hver kannast ekki
við lögin „Memphis Tennesee“
og „Rock and Roll music“?
Margir hafa reynt að skilgreina
músik Chuck Berry, en enginn
VIKAN 4. tbl.