Vikan


Vikan - 27.01.1966, Page 40

Vikan - 27.01.1966, Page 40
gólfdúkur - nýir litir. Einnig linoleum parket-gólfflísar í viðarlíkingu. LK~W~£Wi £ Ftsf málningarvörur GRENSASVEG 22-24 (HORNI MIKLUBRAUTAR) SiMAR 30280 & 32262 er bíllínn, sem gengur lengur en hlnir ÖRYGGI * ÞÆGINDI * SRARSEMI * ENDING Ritstjóri bílablaðsins Road & Track skipaði Peugeot í hóp 7 beztu bíla heims. Hinir eru: Rolls Royce, Porsche, Lincoln, Lan- cia, Mercedes og Rover. Svo Peugeot er í góðum félagsskap. Verðið? Peugeot 404 kostar um 237 þús. kr. Og okkur er ónægja að selja yður einn af 7 beztu bílum heims. HAFRAFELL H.F. Brautarholti 22. — Simi 22255. ar fjórði meðlimurinn sagði sig úr söngflokknum, notuðu þeir tækifærið og fengu hana til að hlaupa í skarðið. Judith er 22 ára gömul og leik- ur mætavel á píanó, en aðeins klassiska músik. Bassaleikarinn, Athol Guy er 25 ára (og hann leikur vel að merkja á ósvikinn kontrabassa, sem er fremur fá- títt hljóðfæri á þessum síðustu tímum), Keith Potger leikur á konsertgítar. Hann er 24 ára og fyrrverandi útvarpsstarfsmaður. Bruce Woodley leikur einnig á konsertgítar og er 23 ára. f maí s.l. sneru The Seekers aftur heim til Ástralíu, en þó ekki til að setjast þar að aftur. Aðeins 10 daga hljómleikaferð. Þetta var sannkölluð sigurferð, og móttökurnar, sem þau fengu, voru ekki síðri en Bítlarnir höfðu fengið. The Seekers eiga Tom Spring- field mikið að þakka. Hann hef- ur samið öll vinsælustu lögin þeirra: „I‘ll never find another you“, „A world of our own“ og hið nýjasta, „The Carnival is ov- er“. Það iag þótti raunar nokkuð seint á ferðinni, en töfin stafaði af veikindum ungfrúarinnar. Lagið „The Carnival is over“ er ekki alveg eins fjörlegt og hin fyrri tvö, en laglínan er mjög falleg; minnir kannski á rússn- eskt þjóðlag, sem allir þekkja. Úr göturæsinu ... Framhald af bls. 17. þá: — Heimur minn hrundi í mola. Ég hélt að ég yrði aldrei framar hamingjusöm, gæti aldrei hlegið aftur. í hálft ár eftir þetta lokaði hún sig inni. Þegar hún kom fram í sviðsljósið á ný fór hún í söngferð um Bandaríkin. Rétt eftir komu sína þangað giftist hún söngvaranum Jacques Pill. Hjónavígslan fór fram í New York 4. september 1949 og Marlene Dietrich var brúðarmey. Þau voru svo skilin að borði og sæng árið 1956 og að lögum 1957. Árið 1962 giftist hún Theo Sar- apo, sem var rakari áður en hann varð söngvari. Hjónavígslan fór fram í grtsku kirkjunni og hún var klædd svartri peysu við athöfnina. Charles Dumont, höfundur ,,Je ne regrette rien" var vígsluvottur. Þeg- ar þetta skeði var Edith orðin mesti sjúklingur. Hún var 46 ára gömul en Theo 23. Þrátt fyrir það að hún legði sál sína í sönginn, þegar hún söng „Je ne regrette", (Ég iðrast einskis) er samt eins og hún sjái eftir einhverju, — því að [ bréfi sem fannst eftir lát hennar skrifaði hún: — Allt líf mitt hefi ég leitað ástarinnar. Hinnar sönnu ástar. En ég hefi aldrei fundið hana. Og í mörg ár hefi ég verið haldin hræði- legri hræðslu, hræðslu við einmana- leikann. Ég er hrædd við að deyja ein, án þess að nokkur sitji hjá mér, hrædd við að deyja svikin og yfirgefin. Þessvegna giftist ég Theo fyrir ári síðan. Það var vegna þess- arar ofsalegu hræðslu við einmana- leikann, sem kvaldi mig stöðugt og hafði nær firrt mig viti . . . En hún dó ekki einmana. Theo veik ekki frá henni, hann sat hjá henni þegar hún tók síðasta and- varpið. Hún hafði farið til Cap Ferrat á Rívíerunni til að ná sér eftir sjúkdómslegu. Theo fylgdi henni og hann fór með henni til heimilis hennar í Boi de Boulogne, og þar andaðist hún, í sinnu elsk- uðu Parísarborg föstudaginn 11. október 1963. Fleiri þúsundir voru við látlausa jarðarför hennar í Pere Lachais- kirkjugarðinum, þar sem prestur jarðsöng. Þeir sem þekktu hana minntust hennar vegna þess að hún setti list sína ofar öllu öðru. Ótal sinnum sögðu læknar og sérfræð- ingar henni að það væri lífshættu- legt fyrir hana að syngja, en hún sinnti því aldrei. Einu sinni leið yfir hana í bún- ingsherberginu hennar í Dreux og þegar hún raknaði úr rotinu sagði hún. — Lofið mér að heilsa upp á áheyrendur mína. Þeir eru vinir mínir. Ég fyrirfer mér ef þið lofið mér ekki að syngja. Óteljandi eru þeir sem muna ‘Brúðarkjólar stuttir og síðir í miklu úrvali. BRÚÐARSLÖR — BRÚÐARKÓRÓNUR. Klapparstíg 44. VIKAN 4. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.