Vikan


Vikan - 27.01.1966, Síða 41

Vikan - 27.01.1966, Síða 41
gjafmildi hennar gagnvart öllum sem urðu á vegi hennar, allt fró blaðasölum og óþekktum götu- söngvurum sem hún bauð oft að borða með sér, til þess óþekkta og nafnlausa fólks sem hún aðstoðaði til frægðar og frama. ^ Þegar hún var veik á Cap Ferrat kom einu sinni til hennar Domini- kananunna, systir Claude og gaf henni mynd af heilagri Theresu, en það var einmitt heilög Theresa sem gerði kraftaverkið forðum, þegar Edith fékk sjónina. Nunnan sagði: — Þetta er það sem mér þykir vænzt um af eigum mínum og þessvegna gef ég þér þessa mynd . . . Eftir þetta skildi hún aldrei þessa mynd við sig, hún hafði hana allt- af undir koddanum á nóttunni. Síð- ustu orðin sem hún sagði áður en hún missti meðvitundina í síðasta sinn voru: — Fáið mér myndina af hinni heilögu Theresu! ★ Mikil er mæða mæðranna Pramhald af bls. 11. og aldan brotnar ekki fyrr en eitthvað er búið að gera í málinu. 'Stærstu öldurnar síðastliðin ár- in hafa verið þær sem svertingja- málin og skólamálin hafa komið af stað. Blöð og tímarit hafa verið og eru enn full af greinum um skóla og svertingjamál. Gagn- Týnin gæti ekki verið meiri í rússneskum blöðum! Þegar ég er í svartsýnu skapi furða ég mig oft á hvers vegna Amerí- kanar gefa bara ekki svertingj- unum landið og fari svo allir á skóla í Englandi. Vandamál skólanna virðast vera margvísleg, kennaraekla og gífurleg fjölgun nemenda, nemendur, sem gefast upp (drop- outs) og eru því illa undirbúnir til vinnu í þessu landi, og svo hefur kennslan sjálf og kennslu- aðferðir komið undir sterka gagnrýni. Mikið hefur þegar verið gert og meira stendur til, til úrbóta á öllum þessum vanda- málum. Margar nýjar hugmynd- ir hafa komið fram og sumar eru þegar í notkim eða á til- raunastigi, þar á meðal sú hug- mynd að láta börnin sinna öll- um sínum lærdómi í skólanum, þar sem tæki og bækur eru til taks og kennarar til staðar til aðstoðar, í staðinn fyrir að setja börnunum fyrir og ætlast svo til að foreldrar hjálpi þeim að læra heima. Oft eru foreldrarnir of ómenntaðir, önnum kafnir eða latir til að sinna slíku og heimilin ófriðarstaðir og illa búin af nauð- synlegum gögnum, svo sem upp- sláttarbókum. Ein nýjung er ný kennsluaðferð í stærðfræði, en því miður get ég ekki skýrt það út nánar, því ég yrði sjálf að setjast á skóla- bekk til að læra þessa aðferð fyrst. Margir áhugasamir foreldr- ar hafa gert einmitt það, en há- skólar bjóða uppá stutt stærð- fræðikvöldnámskeið fyrir for- eldra, svo þeir geti skilið hvað börnin eru að tala um, þar sem orðin og hugtökin, sem notuð eru nú eru algjör nýjung. Hvar sem fólk er samankomið snúast umræðurnar eins oft að skólamálum og stjórnmálum og áhuginn og hitinn er mikill. Fyr- ir nokkrum árum var það faðir foot-ball hetjunnar, sem var sá montnasti af sínum syni, en núna virðist dagur bókaormsins (egg- head) vera að renna upp. Stráksa mínum gengur vel í skólanum og hann á föður, móð- ur, og systur á sama stað, eins og sálfræðingarnir vilja hafa það, og heimilislíf hans er nokk- urn veginn eðlilegt og stórslysa- laust. Ég var farin að verða nokkuð notalega ánægð með sjálfa mig og lífið, en svo datt botninn úr öllu saman. Ég gat ekki látið það vera að lesa eina greinina enn. Fyrirsögn þeirrar greinar var „Childhood and Greatness", og fjallaði hún um rannsókn sem tveir Californíu sálfræðingar, Victor og Mildred Goertsel höfðu gert á barnæsku 400 heimsfrægs fólks. Kom þar fram á daginn að 75% af þessum frægu manneskjum höfðu alizt upp við óhamingju, basl og leið- inda heimilislíf, eða ekkert heim- ilislíf, þar sem foreldrarnir höfðu skilið. Til dæmis höfðu margir af heimsins frægustu leikurum og söngvurum drykkjuræfla fyrir feður, margir frægustu hermenn, „dictatorar“ og ljóðskáld áttu við of mikla móðurást að etja, og margir frægir landkönnuð- ir og ævintýramenn voru hrak- fallabálkar sem börn. Móðir Adolfs Hitlers ætlaði alveg að kæfa hann í móðurást og hélt honum í óhæfilegri fjarlægð frá stúlkum á hans aldri, og þegar hann var 15 ára neitaði stúlka ein, Stephanie að nafni, að brosa við honum, svo hann hótaði sjálfsmorði. Það varð að vísu ekki úr því fyrr en mörgum ár- um seinna, því miður, ef ég væri spurð. Móðir hinnar frægu óperu- söngkonu Mariu Callas vildi fá son í stað annars sem látizt hafði, þegar María fæddist, svo María var óvelkomið barn á heimilinu. Mao Tse-tung reifst svo mikið við föður sinn að hann hótaði að drekkja sér ef faðir hans mót- mælti honum bara einu sinni enn. Charles de Gaulle átti í vand- ræðum með nefið á sér, það var og langt eins og reyndar hann allur, svo hann var kallaður „Langi Aspragusinn" og gekk honum illa að læra í skóla og hann átti fáa vini. Kannske ég ætti nú að gerast drykkjuræfill, skilja við mann minn og kæfa stráksa í móðurást, saii ... í yndis- lepm ilmkremum HIN SÉRSTÖKU ILMKREM FRÁ AVON. Sex ilmtegundir — indælar, mildar og lokkandi, viO hsefi hverrar konu. Svalandi, heit og rómantisk áhrif. Við öll tsekifseri er ILMKREM ávallt þaO bezta. Aðcins ögn á hndleggi háls og herðar — kremið hverfur, en ilmurinn verður eftir lengi — lengi. VIKAN 4. tbl. 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.