Vikan


Vikan - 27.01.1966, Síða 44

Vikan - 27.01.1966, Síða 44
Drepur sýkla! Domestos er sterkt, fjölvirkt, sýklaeyðandi hreinsiefni. Notkun þess tryggir hreinlæti. Tvær flöskur af Domestos ættu ávalt að vera til á hverju heimili. Ein í eldhúsinu— önnur í baðherberginu. Domestos DREPUR ALLA þEKKTA SYKLA X DOMl/lCE 7252 hafði hann grátið hans vegna, en að öðru leyti hafði honum liðið vel í Sao Paulo. Þetta var kót og há- vaðasöm borg og sólin skein allan daginn. Baumer áleit að hann gæti stofnað til viðskipfa hér, þegar fram í sækti. Nú sem stóð ngut hann frídaganna. Fór á konserta, horfði á kvikmyndir, velti sér í sólinni. Það var gaman að geta þetta eftir bernsku í Þýzkalandi, flótta til Norð- ur-Afríku, ríkisfangsleysi, síðan aft- ur til Þýzkalands, meiri felur, og um sinn fangelsi í Spönsku-Morokkó, áður en honum heppnaðist að kom- ast til Englands, stofna fyrirtæki, hitta Lange, hitta Craig. Honum kom ekki á óvart að lesa, að Craig hefði verið drepinn. Craig var sterkastur þeirra allra, en hann var líka veikastur fyrir. Þessvegna hafði hann grætt mest fé, en ekki heppnazt að lifa til að njóta þess. Craig hafði ekki heefileika til að skemmta sér. Baumer þótti fyrir þv!. Hann hefði viljað láta Craig lifa nógu lengi til að uppgötva gildi ánægjunnar, eins og hann sjálfur var nú að gera. En Craig hafði á allri sinni ævi verið að stríða. Fyrir hann var hvorki almennur friður né einka- friður. Fyrir hann voru Mozart og Velasquez ekki annað en nöfn, sól- arlag ekki annað en forleikur næt- urárásar, kona nokkurra mínútna veiklyndisafslöppun. I þrjár vikur naut Baumer þessa alls. Síðan fann Cavalho hann. Stúlka, sem hann þekkti, hafði dansað við Baumer í klúbb í Sao Paulo, og minntist hans vegna þess hve rausnarlegur hann var. Að lokum varð Baumer að segja Cavalho og aðstoðarmönnum hans, hvar hann hefði komið pen- ingunum fyrir og síðan drápu þeir hann. Síðan urðu þeir fullir, brutu plöturnar hans, rifu bækurnar hans. Stúlkan, sem Baumer hafði dans- að við, fékk gjöf. Hún valdi sér heilagan Kristófer úr gulli. Loomis hafði lokafyrirskipanirn- ar handa þeim. Hann kom til þeirra og talaði við þá, þar sem þeir lágu undir sólarlampanum og söfnuðu sér brúnum hörundslit, sem ekki myndi valda þeim vanvirðu á ströndunum, þar sem að vera fölur var það sama og vera áberandi, og þar af leiðandi vekja umtal. Tengiliðurinn, Ashford, átti að koma til fundar við þá í St. Tropez og segja þeim nákvæmlega hvenær St. Briac kæmi aftur til Nissa. L'ftir það myndi hann ekki verða á vegi þeirra. — Hann er nefnilega öfugur, sagði Loomis. — Þannig náðum við honum. Hann er vinur næstráðanda St. Briacs, Valére, sem ég sagði ykkur frá. Piltar af okkar tagi ættu ekki að eiga vini, Craig. — Ég er ekki af ykkar tagi, svaraði Craig. — Og mér þykir ekk- ert fyrir því. — Er þetta ekki allt saman ilm- andi? sagði Loomis. — En ég var að hugsa um allt það, sem í húfi er, og ég sagði þér hvað það var. Fjöldamorð og mjög sennilega styrjöld. Svo ég setti þrýsting á hann, nákvæmlega eins og þig. Ég átti ekki margra kosta völ, sonur sæll. — Hefurðu þá séð hann? Loomis hristi höfuðið. — Grierson sá um smáatriðin — og Grierson á að segja Ashford, að hann sé að vinna fyrir þig, og Grierson er aðeins venjulegur þorp- ari, sem þú hittir á hinum gömlu, góðu dögum ! Tangier. — Þið hafið verið mjög vissir um, að ég myndi hjálpa ykkur, sagði Craig. — Það skipti ekki miklu máli, svaraði Loomis. — Við hefðum gert það í þínu nafni hvort sem var. Nú hef ég lofað Ashford, að La Valére verði ekki snertur, eða öllu heldur hefur þú lofað honum því — nema ekki verði hjá.því komizt. La Valére er svo sem ekkert án St. Briacs. Eins og ég sagði þér, kann hann að drepa, en hefur ekki mik- ið í heilanum, og svo er hann þar að auki ástfanginn. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af honum. Það er annað mál með Duclos, hann var áður í alsírsku lögreglunni. Hann er sadisti og hefur mjög ein- strengingslegar hugmyndir. Meðan einhver er til að gefa honum fyrir- skipanir, er Duclos hættulegur. Sama er að segja um lífverðina. Þú verður einhvern veginn að kom- ast framhjá þeim, og það hefst ekki með mútum. Það eru tveir staðir hugsanlegir, þar sem þú get- ur hitt hann. Annar er heima hjá honum í Villefranche, en hinn í skrifstofu samtakanna í Nissa. Ash- ford hefur lýst þessum stöðum fyr- ir þér. Hann leit á Grierson, sem kinkaði kolli. — Ef þú getur fengið meiri upplýsingar um stofnunina, verð ég þakklátur, en það mikil- vægasta er að St. Briac deyi. Hvað þarftu til þess? — Bezt er að nota sprengju, svar- 44 VIKAN 4. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.