Vikan - 27.01.1966, Side 50
r
APPELSÍN
SÍTRÓN
L I M E
Svalandi - ómissandi
á hverju heimili
Vofan á veginum
Framhald af bls. 49.
söguna, um gamla manninn, sem
stóð á miðjum veginum, þann-
ig að sá sem vék fyrir honum,
setti sjálfan sig í lífshættu um
leið.
Ættingjar gamla mannsins hafa
reynt að hafa samband við dul-
fróða menn um það hvort ekki
sé hægt að ná sambandi við
hann og reyna að fá hann til
að hætta því að standa þarna.
Aðrir vilja halda því fram að
það fólk sem hefir séð hann hafi
verið haldið einhverskonar of-
þreytu og þar af leiðandi séð
ofsjónir, eða jafnvel verið undir
áhrifum áfengis. En það er stað-
reynd að allir þessir bílstjórar
hafa gefið nákvæmlega sömu
lýsingu af gamla manninum, og
að enginn þeirra sem sáu hann
þekktu hann í lifanda lífi, eða
vissu hvernig hann hafði látið
lífið.... ★
Þau syngja ...
Framhald af bls. 23.
bandarísku hjónakorn á ferðalagi
í Englandi og vöktu feiknalega at-
hygli. Þar í landi áttu þau í sífelld-
um brösum með að fá inni á gisti-
húsum. Þau þóttu ekki í húsum hæf
í hinum fáránlegu klæðum sínum,
skinnbuxum með kögri og „bjöllu-
botni", peysum eða hólkvíðum
skyrtum með ermamúnderingum og
sauðskinnsvestum. Eftir nokkra yfir-
vegun af hálfu brezkra sjónvarps-
yfirvalda, fengu þau að koma fram
í hinum vinsæla þætti „Ready,
Steady, Go". Eftir þá útsendingu,
sem vakti feiknalega hrifningu, var
gerður út bandarískur sjónvarps-
leiðangur, sem myndaði hjúin í bak
og fyrir í London.
Sonny og Cher hafa oftsinnis ver-
ið að því spurð, hvenær þau hafi
hugsað sér að eignast erfingja. Þau
svara því jafnan til, að þau ætli
að bíða, þar til þeim hafi áskotn-
ast það mikið fé, að þau geti dreg-
ið sig í hlé.
Þess má geta að lokum, að þau
fengu sem svarar 25 millj. ísl. króna
fyrir þriggja vikna hljómleikaferð
til Englands!
Forstjórinn: — Getió þér ekki
látiö yöur nœgja samloku, eins og
hitt fólkiö?
GRATINERAÐUR HUMAR
Reiknið % humar á mann, sker-
ið kjötið í smábita og blandið
saman við sveppi, skorna í sneiðar,
og blandið majones í, þannig að
allt samlagist vel. Bragðbætið með
koníaki. Setjið blönduna á humar-
skelina og stráið rifnum osti yfir
og bakið í heitum ofni eða undir
grilli í ca. 10 mín.
TARTALETTUBOTN
Kaupið þannig botn í brauðbúð
og hitið hann rétt áður en fylling
er sett í hann. Fyllingin getur
verið margs konar, en reynið
þessa:
1 kálfsnýra, 1 mögur svínakóte-
letta, 100 gr. bacon, 300 gr. svepp-
ir, 4 matsk. hveiti, 1 súputen-
ingur, 2 dl. rjómi.
Leggið nýrað i ediksvatn í ca.
klukkutíma. Þerrið það vel og
dragið af Því yztu himnuna og
takið burt æðar og fitu. Skerið
það í sneiðar langsum, þerrið þær
vel og skerið í teninga. Skerið
síðan baconið og kótelettuna í
smábita, og brúnið allt hvert I
sínu lagi, setjið það í eldfast fat
til skiptis við sveppina, stráið
hveitinu yfir og jafnið með súpu-
teningnum úthrærðum í 4 dl. vatni
og rjómanum. Bragðbætið með
salti og pipar og sherrý. Látið
malla í 15 mín. Allt þetta má und-
irbúa fyrr um daginn og hita svo
jafninginn upp rétt áður en hann
er settur í botninn.
KJÚKLINGASALAT
1 steiktur kjúklingur, 3—400 gr.
sveppir, 1 gúrka, 1 salathöfuð, 4
tómatar, 1 dós spergill, 1 pipar-
hulstur, rautt eða grænt. Sósa:
3 hlutar matarolía, 1 hluti edik,
salt, pipar, karrý.
Þegar steikti kjúklingurinn er
kaldur, er yzta lagið tekið af hon-
um og hann skorinn í lítil stykki.
Sveppirnir skornir í sneiðar og
blandað í kjötið og salatsósunni
hellt yfir. Eftir dálitla stund er
grænmetinu, öllu nema tómötun-
um og salatinu, sem skorið hefur
verið fremur smátt, bætt í og
sperglinum. Þetta þá gjarnan
standa nokkra tíma, áður en það
er borið fram. Nuddið salatskál-
ina með hvítlauk og setjið salatið
í og tómatana siðast og grænu
salatblöðin. Borið fram með
franskbrauði og smjöri — og rosé-
vin er mjög gott með þessu.
KRABBAFAT
Þennan rétt má undirbúa að
vissu marki fyrr um daginn, en
þó verður að reikna sér 20 mín.
til að fullgera hann, og þá Þyrfti
ofninn helzt að vera heitur, þegar
byrjað er. Þær, sem hafa ofn, sem
kveikir á sér sjálfur eru auðvit-
að í engum vandræðum með það.
Sjóðið hrisgrjón í nægu vatni og
salti, karrýi og súputeningi. Helm-
ingurinn af grjónunum er settur
í smurt ofnfast fat og þakið með
innihaldinu úr einni dós af græn-
um spergli og einni krabbadós,
er fiskurinn skorinn fyrst í smá-
stykki. Stráð 2 matsk. af rifnum
osti yfir. Setjið hinn helming hrís-
grjónanna þar yfir og annað lag
af spergli og krabba. Rétt áður en
rétturinn er settur í ofninn er
blandað saman 1 bolla af egta
majones, 1 eggjarauðu, 2 matsk.
kartöflumjöli og einni stífþeyttri
eggjahvítu. Jafnið þessu oían á
fatið og bakið við ca. 225 gr. hita
í ca. 15 mín. Pilsner lystugur með.
DRAUMASKINKA
12 sneiðar soðin skinka, 1 dós
rauð paprika, 200 gr. sveppir, 2 dl.
rjómi, 5—6 matsk. chilisósa, 4—5
matsk. rifinn ostur.
Rúllið skinkusneiðunum laus-
lega saman og leggið í smurt eld-
■fast fat og hellið brúnuðum svepp-
unum yfir. Skerið paprikuna i
sneiðar og setjið efst. Þetta er
hægt að undirbúa fyrirfram. Rétt
áður en rétturinn er settur í ofn-
inn er rjómanum og chilisósunni
blandað saman og hellt yfir skink-
una. Rifnum osti stráð yfir og bak-
að í 15 mín. Smurt brauð eða
rúndstykki borin með og kaldur
pilsner.
HE'ITT BRAUÐ
Blandið saman 1—2 sneiðum af
saxaðri skinku, 3—4 matsk. af
smásöxuðum sveppum, 1 matsk.
fínsaxaðri púrru og 1 matsk. maj-
ones, kryddaðri með chilisósu. Sett
á ristaðar franskbrauðsneiðar og
þykk sneið af mildum osti ofan á.
Bakað við 275 gr. hita í ca. 10 mín.
ÁVAXTABRAUÐ
Setjið þykka sneið af skinku á
ristaða franskbrauðsneið, ofan á
hana eina sneið af ananas, síðan
aðra skinkusneið, heldur þynnri.
Raðið hálfum vínberjum ofan á
og siðast þykkri ostsneið. Bakið
við mikinn hita í ca. 10 mínútur.
gQ VIKAN 4. tbl.