Vikan


Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 7

Vikan - 10.03.1966, Blaðsíða 7
og með þeim ósköpum fædd að vilja vera dálítið þversum við skoðanir annarra. Nú langar mig að vita þitt álit. Hvað á ég að gera? „Ung á átjánda“. Ég ráðlegg þér eindregið að hætta ekki við þínar fyrri fyrir- ætlanir. Farðu, eins og til stóð, út í lönd, en þú þarft kannski ekki endilega að vera þar í 10 mánuði, ef til vill væru 6 mán- uðir nóg. Annars er það atriði, sem þú átt auðveldara að gera upp við þig eftir nokkurn tíma erlendis. Eins og þú segir sjálf, veiztu ekki hve ástin er mörg stig hjá þér, og aðskilnaður um tíma, ásamt því óvenjulega, sem dvöl erlendis í fyrsta sinn býð- ur upp á, getur auðveldlega orð- ið til að hjálpa þér að glöggva þig á því. Komistu að því, að stigin séu fleiri en þú hélzt, get- ur þú alltaf komið heim fyrr en ætlað var, séu þau færri, getur þú lengt tímann eða gert hreint fyrir þínum dyrum. Þessi bið- tími hjálpar vini þínum einnig tii að átta sig, bæði á sjálfum sér og þér, og sé hann góður strákur og ástin mörg stig, verð- ur biðtíminn honum ekki ofraun. Þú ert mjög ung ennþá og átt cftir að sjá þig töluvert um; verð- ir þú kyrr heima er hætt við, að tækifærum til þess fækki nokk- uð, og skoðanir annarra eiga ekki endilcga að ráða öllu fyrir þig sjálfa. Sé hann eins góður strák- ur og af er látið, hlýtur hann að skilja þig og þín rök og verða til samninga. — Og ef ástin reyn- ist þola aðskilnaðinn, getur orð- ið mjög skemmtilegur tími úr þvl, ef hann kemur út til móts við þig og þið ferðist eitthvað um saman og skemmtið ykkur ytra, í cndann á dvöl þinni þar. VILL EKKI KYSSAST. Elsku Vika mín! Viltu nú reyna að hjálpa mér, og það eins fljótt og hægt er! Strákur sem ég kemst ekki hjá að umgangast, er orðinn agalega hrifinn af mér. Nú er hann ægi- lega viðkvæmur og feiminn. Einu sinni reyndi hann að kyssa mig, en þegar ég var nú að hugsa um hvað ég ætti að gera, kom sem betur fer stelpa sem ég þekki, svo það varð ekkert úr þessu. Nú er ég ekkert hrifin af stráknum. En ég er svo hrædd um að særa hann. Hann er svo agalega viðkvæmur. Hvemig á ég Vika mín að neita stráknum um koss, án þess að særa hann? Ekki snúa útúr. PLEASE! P.S. Hvernig er skriftin? „Greyið“. Ég bar þetta undir unga stúlku, sem sagði stutt og laggott: „Hún verður bara að vera töff og lýsa frati á drenginn"! Það hefur hins vegar þann ágalla, að með því myndirðu særa hann, og það viltu bersýnilega ekki. Þú getur nátt- úrlega reynt að koma því þann- ig fyrir, að þú þurfir ekki að vera með honum einslega, en ef það reynir of mikið á þig, er ekki um annað að ræða en segja honum hreinlega, að þig langi ekki að kyssast með honum, því miður. Hann verður þá að taka því eins og hann vill, en ef þú reynir að gera þetta hlýlega og ekki eins og þú sért að sparka í rassinn á honum, ætti hann ekki að særast holund. Og ein- hvem veginn hefur kvenfólk ein- stakt lagt á að særa EKKI, ef það vill það við hafa, án þess að það þýði sama og undanlát. Skriftin er grófgerð og ójöfn, en auðlæsileg. SNÖGGT t HNAKKANUM, LOÐIÐ t VÖNGUNUM, IDDA BLÍANTINN. NILFISK verndar gólfteppin - þvl að hún hefur neegilegt sogafl og afburða teppasogstykki, sem rennur mjúklega yflr teppin, kemst undir lægstu húsgögn og DJWPHREINSAR jafnvel þykkustu teppi full- kömiega, þ.e. nser upp sandi, steinkornum, glersalla og öðrum grófum óhreinindum, sem berast inn, setjast djúpt ( teppin, renna til, þegar gengið er 6 þeim, sarga undirvefnað- inn og slfta þannig teppunum ótrúlega fljótt. NILFISK slitur alls ekki teppunum, þar sem hún hvorki burstar né bankar, en hreinsar aðeins með rétt gerðu sogstykki og nægilegu sogafli. hreinsar hátt og lágt - þvi henni fylgja fleiri og betri sog- stykki, sem n6 til ryksins, hvar sem það sezt, fró gólfi til lofts, og auka- lega fóst bónkústur, hárþurrka, málningarsprauta, fatabursti o.m.fl. þægllegrl - þvi hún hefur stillanlegt sogafl, hljóðan gang, hentuga áhaldahillu, létta, lipra og sterka slöngu, gúmmfstuðara og gúmmihjólavagn, sem „eltir" vel, en hægt er að taka undan, t.d. í stigum. hreinlegri - því tæmingin er 100% hreinleg og auðveld, þar sem nota má jöfnum höndum tvo hreinleg- ustu rykgeyma, sem þekkjast i ryksugum málm- fötu eða pappírspoka. traustari — þvi vandaðra tæki fæst ekki — það vita þær, sem eiga NILFISK — og jafnvel langömmur, sem fengu hana fyrir mörgum áratugum og nota hana enn, geta ennþá fengið alla varahlutl 6 stundinni, þvi þá höfum við og önnumst vKS- gerðir á eigln verkstæði. Gömlu NILFISK ryk- sugurnar voru góðar, en þær nýju eru ennþá betri. NILFISK HEIMSINS BEZTA RYKSUGA! O.KORMERIÍPHA1SE1I1 F SÍMI 2-44-20 - SUÐURGATA 10 - REYKJAVÍK Undirrit. óskar að fá sendan NILFiSK myrtdalista rneð Upptý»In(fUtn um verð og grölðsluskilmóla. Nafn: ................................................................... Heimili: ............................. . Tll: FÖNIX S.F. Pawhólf T42I, RóykjaVTk. V-I0 VIKAN 10. tl)l. J

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.