Vikan


Vikan - 10.03.1966, Síða 14

Vikan - 10.03.1966, Síða 14
ánírux Framhaldssagan Eftir Sergeanne Golon - 4. hluti Þegar Angellque sá, a8 tetta var de Vivonne greifi, flýtti hún sér a8 hverfa í þvöguna eins fljótt og hún gat, en bróSir Madame de Montespan stefndi beint í áttina til dökkhærSu stúlkunnar me8 útrétta arma. — En ánægjulegt a8 finna y8ur hér vi8 höfnina, fagra Ariane, og ySur líka, Cassandra. Og er ekki kæri Calistro þarna yfirfrá? En gaman! ABmirállinn heilsaBi vinum sinum, me8an manngrúinn starSi opin- mynntur á. 1 hlutverki undirkonungs var de Vivonne greifi snjallastur. Sólbrúnt hörund hans fór vel vi8 blá augun og sítt, þykkt, ljóst hári8. Hann var mjög hávaxinn, en virtlst lægri fyrir þa8 hve feitlaginn hann var. Eins og fullkominn leikari lék hann hlutverkiS út í æsar. Kátur og liflegur og fyndinn í tilsvörum og töluvert likur hinni snjöllu systur sinni, ástmær konungsins. — Þa8 var aBeins fyrir tilviljun, sem ég gat komi8 hingaO í dag, sagSl hann. — StaSreyndin er sú, aS eftir tvo daga verS ég a8 vinda upp segl á ný og halda til Candia, en ég lenti I stormi, sem ger8i svo mikil spjöll og heilsa áhafnarinnar var svo slæm, a8 ég var8 a8 koma viB I Marseilles, og nú þegar ég sé, a8 þi8 eruS hér, býS ég ykkur öllum til tveggja daga veizlu. Snöggvu: smellur, eins og skotið væri af skammbyssu, glumdi vi8, og öllum brá. Einn af vörSum gaieiBuþrælanna haf8i smellt svipunni sinni, tU a8 reyna a8 dreifa hópnum. — Þi8 komiB, kæru vinir, sagSi Monsieur de Vivonne og lagði hendur sínar, iklæddar ilmvatnsbornum hönzkum úr hvítu leðri, á axlir ungu kvennanna. — Glæpamennirnir eiga að fá að fara í land. Ég hef leyft um fimmtiu úr hópi þeirra a8 fara heim til herbúðanna í Rochervogi, til a8 grafa einn félagann, sem var svo heimskur að gefa upp andann, rétt þegar vi8 komum inn á höfnina. Þessvegna töfðumst við lítið eitt. Aðstoðarmaður minn stakk upp á — og ég samþykkti — a8 líkinu yrði kastað fyrir bor8, eins og venja er til þegar galeiðurnar eru í hafi, en presturinn mótmælti því. Hann sagði að það væri ekki nægur tími til að fara með hinar venjulegu bænir og annað, sem tilheyrir, og við gætum ekki farið með sál kristins manns eins og hundshræ. I stuttu máli sagt, hann óskaði eftir að jarða líkið. Ég samþykkti, vegna þess að við erum svo nærri höfninni, og einnig vegna þess, að ég hef lært af reynslunni, að þessi litli prestur vinnur alltaf að lokum. Ekkert, hvorki fortölur né frekja — getur snúið honum, þegar hann hefur bitið eitthvað i sig. En við skulum halda áfram. Ég bý8 ykkur til Sevola til a8 fá hnetubúðing og tyrkneskt kaffi. Þau gengu burt, en þrælavörðurinn hélt áfram að smella með svip- unni sixmi neðan við landgöngubrúna, eins og ljónatemjari, sem hvetur villidýrln út úr klefum sínum fram á leikvangnn. Innan úr skipsskrokknum barst skelfilegt hljóðið i hringlandi keðj- um og rámum röddum. Þa8 fór kliður um fjöldann, þegar fyrsti glæpa- maðurinn kom í ljós uppi á landgöngubrúnni; þeir voru festir saman á langri keðju, sem þeir báru um öxl e8a héldu uppi með höndunum, svo þyngslin á keðjunni gerðu þeim ekki erfitt fyrir á mjúkum plank- anum. Einn eftir annan gengu þeir á land. Þeir voru hlekkjaðir saman, fjórir og fjórir. Óhreinir tötrar voru hnýttir um ökkla þeirra, þar sem járnhringirnir voru festir við fæturna, og áttu að vernda hörundið, en oft mátti sjá þessa fjötra blóði drifna. Bæði karlmenn og konur krossuðu sig, þegar glæpamennirnir fóru framhjá. Þeir gengu berfættir, klóruðu lúsugan kroppinn hér og þar og voru niðurlútir. Föt þeirra voru skyrta og rauBar ullarbuxur, sem voru tekn- ar saman I rnittið með breiðu beltl, sem einu sinni hafði verið hvítt, og allt var þetta mengað sjávarseltu og pestin var óbærileg. Flestir voru með mikið skegg. Rauð húfa, dregin niður að augum, huldi skit- 24 VIKAN 10. tbl. ugan hárflókann. Sumir höfðu grænar húfur, en það þýddi, að þeir voru lifstiðarfangar. Þeir fyrstu fóru framhjá án þess að litast um. Hinir létu það í té, sem fjöldinn bjóst við að fá. Augu þeirra skutu neistum, þeir sendu kvenfólkinu tóninn með ósiðlegu orðfæri og ruddalegum hreyfingum. En svo kom nýr hópur, þar sem hver um sig bar húfu sina í hend- inni. Varir þessara glæpamanna bærðust, og þegar nær dró, heyrði fjöldinn þá muidra bænir fyrir munni sér. Hópurinn þagnaði þegar í stað. Tveir glæpamenn gengu niður landganginn og báru á milli sín lík, vafið inn í segldúk. Á eftir þeim kom presturinn og svartur kufl hans stakk áberandi í stúf viö rauða tötrana. Angelique starði á hann með ákefð. Hún var ekki viss um, að hún myndi þekkja hann. Það voru fjórtán ár síðan hún hafði séð hann, og það undir kringumstæðum sem dapurlegt var að minnast. Litli hópurinn var kominn framhjá og keðjurnar glömruðu við götu- hellurnar. Angelique greip um úlnlið Flipots. — Farðu á eftir þessum presti. Hann heitir faðir Antoine. Strax og þú nærð honum — og hlustaðu nú vel — segðu við hann: — Madame de Peyrac er hér í Marseilles og langar til að hitta yður í kránni Gullna hornið. — Kom inn, faðir, sagði Angelique. Presturinn hikaði í dyrum herbergisins, þar sem þessi fína frú sat i látlausum en dýrum búningi. Honum fannst hann greinilega ekki eiga heima þarna, í þykkum skóm sínum og grófum, svörtum kuflinum meði trosnaðar líningar um rauða, saltsorfna úlnliðina. — Fyrirgefið, þótt ég taki ekki á móti yður í herbergjum mínum, sagði Angelique. — Ég er hér í leynilegum erindagjörðum, og óska ekki eftir, að mér verði veitt eftirtekt. Presturinn gaf til kynna, að hann skildi það, og það skipti hann engu máli. Hann þáði boð hennar og settist á stól. Nú þekkti hún hann — hann var rétt eins og hann var, kvöldið sem hann klúkti frammi fyrir eldinum, heima hjá böðlinum í París, axlirnar bognar, svipurinn eins og á frosnum svartfugli, en eldur í svörtum augum, þegar hann opnaði þau. Hún settist gegnt honum. — Munið þér eftir mér? spuröi hún. Dauft bros færðist yfir þunnar varir föður Antoine. — Ég man eftir yður. Hann horfði á hana með athygli, og bar þessa konu saman við rauna- lega, grátbólgnu, örvæntingarfullu veruna, sem hann hafði séð í ljósa- skiptunum á köldu, ömurlegu vetrarkvöldi, umhverfis leifarnar af báli, sem vindurinn var að dreifa. —• Þér voruð barnshafandi þá, sagði hann rólega. — Hvort var það? —• Drengur, svaraði hún. — Hann fæddist sama kvöldið, og hann er þegar dáinn. Hann lifði aðeins að verða niu ára gamall. Minningin um Cantor kom henni til að líta út um gluggann. — Miðjarðarhafið tók hann frá mér, bætti hún svo þunglega við. Kvöldið var að falla á. Hróp, söngur og hlátrasköll bárust utan af götunum, þar sem fólk af mörgu þjóðerni — Tyrkir, Spánverjar, Grikk- ir, Arabar, Napolíbúar, svertingjar og Bretar — flöktu um með miklum hávaða, þegar krárnar og hóruhúsin voru að opna fyrir kvöldviðskiptin. Einhversstaðar, ekki mjög langt í burtu, voru hljómar slegnir á gítar; forleikur að heitum, titrandi ástarsöng. Og undir öllum þessum rámu sköllum þrumaði háttbundin hrynjandi sævarins. Faðir Antoine starði stöðugt á hana, niðursokkinn í eigin hugsanir. Þessi iðilfagra kona var I svo fáu lík ungu örvæntingarfullu stúlkunni,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.