Vikan


Vikan - 10.03.1966, Qupperneq 16

Vikan - 10.03.1966, Qupperneq 16
Kvikmyndin „The blue Max“ Djarfa línan tekin upp í Holly- wood. Allt frá því að kvikmyndin fyrst sá dagsins ljós hefur eitt megin- vandamál hennar verið tjáning ástarinnar. Á einni fyrstu kvik- : ■ mynd sögunnar, sem uppfinn- ingamaðurinn Edison gerði, var sýndur koss, er vakti mikla hneykslan hjá siðferðisvörðum Viktoríutímans. Uppúr 1920 tóku bandarískir kvikmyndahöfundar með Cecil B. de Mille að brjót- ast í gegnum þennan siðferðis- múr; eitt sinn gekk hann meira að segja svo langt að láta Gloríu Swanson baða sig nakta. Þá trylltist hálf bandariska þjóðin, og Hollýwúdd sá sitt óvænna og lofaði að vera góða barnið eftir- leiðis. Voru þá innleiddar all- strangar og margbrotnar reglur um kvikmyndasiðferði, er hafa í stórum dráttum gilt í Iandinu síðan. Xil dæmis var í Iög leitt, að væru karl og kona sýnd sam- an í svefnherebrgi, skyldi vera minnst meter milli rúmanna. Ef sýndar voru ástarsenur á sófa eða í rúmi, varð annar aðilinn að minnsta kosti að hafa þó ekki væri nema annan fótinn niðri á gólfi. Enn frekar varð að forð- ast alla bersögli, en þess í stað var tekið upp táknmál, sem bíó- gestir voru fljótir að átta sig á. Ef kona leysti hár sitt, þýddi það að hún gafst manni á vald, að maður nú ekki tali um ef hún fór í sund með honum. Á fjórða tugi aldarinnar fóru svo Evrópumenn að gerast kyn- ferðislegir í kvikmyndagerð. Frumkvöðull hjá þeim var Tékk- inn Machaty, sem sýndi Hedu Lamarr á harðahlaupum gegnum skóg, allsbera, í myndinni „Ext- as“. Sú sena vekur nú enga at- hygli lengur, nema þá kannski langhlaupara. Það var ekki fyrr en uppúr 1950, að fyrir alvöru fór að koma Iíf í tuskurnar; þá kom Svíinn Arne Mattson fram með „Hun dansade en sommar" og síðan hafa landar hans haft orð á sér fyrir að vera öðrum óeiðlegri í sambandi við kvik- myndir. Á toppnum hvað það snertir eru sumar myndir Berg- mans og „491“ eftir Sjöman. En nú eru Bandaríkjamenn á- kveðnir í að taka upp þráðinn þar sem þeir hættu á millistríðs- árunum. í Hollívúdd cr nú John Guillermain að gera mynd, sem á að heita „The Blue Max“ og ku eiga að slá Svíann alveg út hvað dirfsku snertir. Aðalhlut- verkin leika þau Ursula Andress, sem sumir segja að James Dean hafi drepið sig út af, og George Pappard. Hann er ungur mað- ur, svo gersamlega upptekinn af sjálfum sér að hann er algerlega framandi þankagangi og við- brögðum annars fólks, og hún er kona, sem eins og fleiri þarf að eiga karlmann, einn eða fleiri. Þar á ofan er hún gift hershöfð- ingja. Ást þeirra er því að vonum nokkuð svæsin, eins og meðfylgj- andi myndir kannski gefa lítils- háttar hugmynd um. En seinna sjáum við þetta vonandi allt bet- ur, ef við þá fáum það fyrir kvik- myndaeftirlitinu, sem hér á landi sem sjálfsagt annarsstaðar hefur gegnt sínu hlutverki bíógestum til skapraunar og leiðinda. „Hún sem engum lögum lýtur, kyssir, bítur ...“ Jafnvel litlum prinsum og prinsessum þykir gaman að skemmta sér í hringekju. Hér eru börn Monaco furstans og Grace, hinnar fögru konu hans, að skemmta sér í þotu- hringekju í Luna park, rétt fyrir utan furstahölline. J'etta étd eldri bornin, Albert og Caroline. Konungleg skemmtun] Jg VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.