Vikan


Vikan - 10.03.1966, Side 20

Vikan - 10.03.1966, Side 20
Svo er að sjá, að menn sækist eftir allskonar spenningi, t.d. þykir kappleikur lítils virði ef hann er ekki spennandi, en spennan myndar stress. Oft virðist það líka vera þannig, að maður sem illa er haldinn af stressi, sæki öllu fremur í það að gera eitthvað sem viðheldur þessu ástandi. Íí/S/ZÍVSMV. manns eftir árafjölda, mæla hana í hringferðum jarðar umhverfis sól, en þetta er mjög ónákvæmur mæli- kvarði, þegar um lífið er að ræða, þv( að líkaminn getur verið orðinn ellihrumur um fertugt eða fyrr hjá sumum, en aðrir halda dágóðum líkamskröftum og enn betri sálar- kröftum fram að áttræðu eða leng- ur. Tíminn er afstætt hugtak. í stað þess að mæla hann f dögum og árum, m.ö.o. eftir stjörnufræðinni, þá má mæla hann eftir lífeðlisfræð- inni — ekki eftir hraða jarðar, held- ur eftir hraða lífsstarfsins, frumu- skiptingunni, sem er miklu örari hjá vaxandi barni en fullorðnum manni. Hjá smærri dýrum liður tím- inn þó enn hraðar; mörg þeirra eru orðin kynþroska ársgömul og dægurflugan, sem fagnar lífi við sólarupprás, er orðinn ellihrum við sólsetur. Hver dýrategund er því sér um sinn líffræðilega tíma. Heim- spekin segir, að einnig sé til sál- fræðilegur mælikvarði, sem hægt er að leggja á tímann. Við getum Líklega hcfur stress alltaf fylgt mann- skepnunni frá örófi alda, cn þó má telja líklegt, aö fornmenn hafi oröiö fyrir minni óþægindum af strcssi en viö nútímafólk. Hraðiim og spcnnan í hinu daglega lífi hefur aukizt að mun. lifað meira í hugsun, nautn eða harmi á einum örlagadegi heldur en á heilu viðburðasnauðu ári. Líf- ið getur streymt fram eins og belj- andi vatnsfall eða silazt áfram, svo að varla sér straumrák. Það getur m.a.s. orðið eins og stöðupollur og hann fúll. Því ætti hverjum að vera keppikefli að bæta lífi við árin, en ekki bara árum við lifið. Sú sérgrein læknisfræðinnar, sem fjallar um ellina og ellisjúkdóma, er kölluð gerontologia og er það dregið af gríska orðinu geron, sem þýðir öldungur og á skylt við lýs- ingarorðið grár í (slenzku. Af þessu er og dregið hið enska heiti sér- greinarinnar geriatrics, það var fyrst notað af Ignazt Leo Nascher, sem reit stóra bók með þeim titli árið 1914. Hann markaði þessari sérgrein það svið, „að færa sjúkt líffæri eða vef til þess ástands, sem mætti teljast ellinni eðlilegt, en ekki að reyna að ná aftur því ástandi, sem er eðlilegt manni í fullu fjöri". Enda þótt ritaðar væru bækur um gerontologíu eða medicina geron- comica bæði af Zerbi á 15. öld og Floyer á þeirri 18., þá er það varla fyrr en síðustu tvo áratugina, sem þessu máli hefur verið gaumur gef- inn að ráði, eða frá árinu 1945. Þá var stofnað félag ellisjúkadóma- fræðinga og gefur það út timarit, sem við það er kennt, The Journal of the Gerontological Society. Eink- unnarorð þess eru ,,að bæta lífi við árin, en ekki bara árum við lífið". Samkvæmt kenningum dr. Selye er ellin merki þess, að meðfædd lífs- orka sé að ganga til þurrðar sem afleiðing af því stressi, sem maður hefur sífellt orðið fyrir, sálarlegu eðu líkamlegu, svo sem af völdum sjúkdóma eða annarra áfalla. Ann- ars telur hann, að enginn maður hafi dáið úr elli einvörðungu, svo að vitað sé, þ.e.a.s. hrörnun allra liffæra jafnt, heldur bili eitt öðrum fyrr, enda bitni stress oft á einu 2Q VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.