Vikan


Vikan - 10.03.1966, Qupperneq 26

Vikan - 10.03.1966, Qupperneq 26
Mörsugur var aldeilis ekki ó því að skila snjólausri veröld upp í hendurnar ó Þorra gamla. Hann sallaði úr sér drffunni og bætti ekki götur Kópavogs, meðan ég ók um þær og leitaði að Fögrubrekku 5, heimili Sigurðar Sigurðssonar, listmólara, og Onnu Jónsdóttur, konu hans. Skyggni og götulýsing voru ekki upp ó það bezta, og fjórum sinnum hafði ég hrakizt út úr bílnum, þegar ég loks lenti að réttu húsi. Það var því sérdeilis notalegt að setjast inn í stofu þeirra hjóna-, þar sem eldur skíðlogaði á arni og malandi köttur kúrði uppi ó borði. — Þú mótt ekkert minnast ó þennan kött, sagði Sigurður, þegar hann sá, að ég gaf kisu auga. Hann Birgir gerði honum skil í viðtali við mig fyrir Lesbók Tímans einu sinni. Um hvað ætlarðu annars að tala við mig? — Ég hef ekkert vit á list. Ég hef bara heyrt, að þú sért svo skemmti- legur! Sigurði féll greinilega allur ketill í eld og náði sér ekki á strik, fyrr en Ijósmyndarinn hafði bætzt í hópinn — þá var strax farið að ræða um bjór og fleira þeirra ættar, og Sigurður steingleymdi, að hann átti að vera skemmtilegur — og var skemmtilegur. — Hvaða þras er þetta um, hvort eigi að leyfa bjór hér eða ekki? íslendingar eru alltaf að ala hver annan upp — þú mátt ekki þetta, og þú mátt ekki hitt! Af hverju er ekki bannað að selja snæri hér? Menn gætu hengt sig í því. — Ég er nýkominn sunnan frá Ítalíu, og það er ekkert smástökk að koma hingað í bjórleysið og vínómenninguna. Haldið það sé nú ekki munur að geta skroppið út í sjoppu að kvöldi til, já meira að segja eftir miðnætti, og keypt sér flösku af góðu víni, eins og ég gerði einu sinni í Róm. Eða maturinn! Það er stórkostlegt að fá þessar indælu hænur og lömb beint af teininum til sín. Þeir lifa sko til að éta, ítalarn- ir. í Flórenz sáum við, hvar menn steiktu heilt svín úti á miðri götu HUERSUGGnn EREKKI Bnnnno nn SELJH sniERi HÉR? Kristín HalIdórsdóttir ræðir við SIGURÐ SIGURÐSSON, listmálara VIKAN 10. tbl,

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.