Vikan


Vikan - 10.03.1966, Síða 31

Vikan - 10.03.1966, Síða 31
ERUÐ ÞER AÐ BYGGJA? HEILDVERZLUN - Hallveigarstíg 10 • Sími 14850. BIRGIR ÁRNASON EINKAUMBOÐ: Sé svo, viljum vér benda yður á smekklegustu og stílhreinustu eldhúsínnréttingar á markaðnum - vestur-þýzka gæðavöru Uppsett innrétting er til sýnis á skrifstofu vorri Komið! Sjáið! Sannfærist! dásamlegt. Hann fór til karlanna sem sátu þarna á hverjum degi að tefla. Hann fór að tefla við Hirsch, sem var einn af þeim snjöll- ustu. Meðan hann beið eftir leik hjá Hirsch kom hann auga á unga konu með uppseft hár. Hún ýtti barnavagni á undan sér og gældi við barnið. Þetta var eins og Mollý um tvítugt. Þegar hún kom nær, sá hann að hún hafði stærra nef og var langleitari. Var hann að sjá sýnir? Svona hafði Mollý gengið, með Ruthie í vagninum, Ijómandi af æskufjöri. Á daginn hafði hún hárið uppsett á sama hátt og þessi kona. Á kvöldin týndi hann úr henni hárnálarnar, eina og eina (fingur hans voru klaufalegir vegna flýtisins), en svo féll hárið niður og byigjaðist niður að mitti. — Þú átt leik, Schneider. Hann hrökk upp af draumum sínum, lék og tapaði af klaufaskap. — Mér þykir þetta leiðinlegt, Hirsch, að ég skildi leika svona illa. Það hlýtur að vera sólin. Svo settist hann á bekk og fór að berjart við smáa letrið í Times, það rann allt út í eitt. Þarna var kona að elta barn yfir grasflötina og reyna að ná af þvf einhverjum óþverra, sem barnið vildi borða. Miriam hafði étið fífla þegar hún var tveggja ára, en það var leynd- armál þeirra á milli, Mollý komst aldrei að því. Seinna sagði hann Miriam að það væri þessvegna, sem hún hafði gula bletti í grænum aug- unum. Hann kallaði hana fíflaaug- un sín, þegar hún var tólf ára, töfradísina, þegar hún var átján; svo hafði hún, þegar hún var tutt- ugu og átta ára, leið á skrifstofu- vinnu, gifzt þreytulegum járnvöru- kaupmanni, sem alls ekki hafði auga fyrir flekkjunum í augum hennar. Hann fékk sér samloku og glas af tei með sítrónu í á lítilli mat- stofu. Ungur maður, sem sat á móti honum var að tala um Flor- ida . . . Hann mundi allt í einu eftir llt- illi ferðaskrifstofu við hliðina á tannlækninum. Hann var svo oft búinn að skoða auglýsingarnar um ferðir til framandi landa. Hann hafði alltaf gengið framhjá þess- um glæsilegu auglýsingum með ein- hvern sting í brjóstinu. Hann sneri heim til sín með bunka af auglýsingapésum um ferð- ir til þessara dásamlegu staða: Suð- ur-Ameríku, (þar átti hann frænda í Brasilíu), Evrópa, (þar var hann fæddur), Florida . . . heimurinn ( höndum hans. Peningarnir, þeir myndu kannske duga, en fætur hans, bakið, hjartað, . . . angina pectoris . . . (það var Ijóta orðið). Svo mætti hann frú Karp. Var það ímyndun að hún hafði verið særð á svipinn. Skildi hún hafa vonazt eftir því að hann þakkaði henni aftur? Hún hafði ekki beð- ið eftir því. Hann átti eftir að skila diskunum. Auðvitað átti hann að gera það. Svo mikið voru konurn- ar hans búnar að kenna honum af kurteisi. Það var bezt að þurka þá betur, guð forði honum frá því að diskarnir væru ekki nógu vel þvegn- ir. Hann ætlaði líka að biðjast af- sökunar á því að hafa ekki skilað þeim fyrr. Hann hringdi tvisvar. Hringingin drukknaði í hárri tónlist sem heyrð- ist fyrir innan dyrnar. Fiðlukonsert? Já, þetta var Tchaikovsky. Svo þetta var þá kona með listasmekk undir öllum farðanum. Hann hringdi aft- ur, og barði að dyrum um leið. — Hver er það? var kallað bak við hurðina. Gat hún ætlazt til að hann kallaði nafnið sitt yfir allan ganginn. — Hver er það? var aftur kallað og núna fast við hurðina. — Ég. - Hver? — Ég, Dillinger. — Hve-e-r? — Schneider, Schneider! - Ó! Hún var aftur ( japanksa sloppn- um. En nú var hún ekki máluð. — Ég er með diskana yðar, frú Karp. — Ég skammast m(n fyrir að hafa ekki skilað þeim fyrr. — Það er ailt ( lagi, sagði hún og rétti út hendurnar, sloppermarn- ar runnu upp eftir hvttum, feitum handleggjunum. — Er eitthvað að, frú Karp? Hún tók andan á lofti, augun voru flöktandi, svo sagði hún ásak- andi. — Ruslapokinn yðar var dálítiS blautur I dag, herra Schneider, kött- ur húsvarðarins fékk góða máltíð úr ruslatunnunni, — lifur, lifrina mína . . . Hún skellti hurðinni. Hann barði á hurðina. — Frú Karp! Opnið þér, frú Karp! — Farið burt, herra Schneider . . Blásararnir og trommurnar þrum- uðu. Fiðlurnar grétu. Hann heyrði að hún setti öryggiskeðjuna fyrir. Til þess að hegna sjálfum sér borðaði hann kvöldverð á Nicks matstofunni, innan um rock- and roll hávaða og æpandi táninga. Túnfisk samlokan var löðrandi ( mayones. (Sjálfsmorðstilraun, myndi Ruthie segja). Og svart kaffið var líkast eitri. Hann gekk fram hjá hurðinni hennar aftur klukkan tíu og heyrði ekki neitt. Þvílík uppákoma. Og út af hverju? Andstyggilegri lifurl Það var ekki hennar lifur, heldur lifur úr einhverjum óþekktum naut- grip. Ja, þetta kvenfólk. Það var bezt að snúa sér að sjónvarpinu (svefnmeðalinu hennar Mollýar). Hann var feginn að hafa það í kvöld. Hann ætlaði að fara með eldhússtólinn en hætti við á miðri leið. Asni gat hann verið, hún var ekki hér lengur. Þarna var hægindastóll, með plasthlíf, svo hárolían skemmdi ekki áklæðið. Var það mögulegt að hann gæti gleymt síðasta skiptinu sem hann sat þar og hlustaði á fyrirlesturinn: — Siðan sjónvarpiS kom er alltaf veriS í dagstofunni. Hvernig verSa hús- gögnin? Hvar eigum viS aS fá pen- VIKAN 10. tbl. gj

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.