Vikan


Vikan - 10.03.1966, Page 43

Vikan - 10.03.1966, Page 43
þér fáið fleiri rakstra með Silver Gillette, en nokkru öðru rakblaði og þegar það kemur betra blað, en Silver Gillette, þá verður nafnið Gillette á því. pað bezta í rakstri hefur ávalt komið frá Gillette. Silver Gillette er ryðfría rakblaðið,sem gefurstöðuga mýkt og raunverulega langa endingu. SILVER GILLETTE-GEFUR FLEIRI RAKSTRA EN NOKKURT ANNAÐ BLAÐ. En við hverju er að búast ( svo fá- mannahafnar. Það var nefnilega ekkert spaug að láta taka sig, þá var maður sektaður, látinn skúra gólf eða eitthvað viðlíka ánægju- legt. En allt gekk vel ( það skipti, og allir komust inn fyrir 8. — Var ykkur aldrei um og ó að vera þarna? — Nei, nei það var miklu verra að vera fjarri. Við vorum oftast á Borgundarhólmi á sumrin, og þá fannst manni alveg hræðilegt að lesa um lætin í Kaupmannahöfn. Það var svo sem ekkert gaman að vita til þess, að fólk var myrt ( rúmunum eða skotið upp við vegg fyrir litlar sem engar sakir. En sög- ur af því eru til hundruðum sam- an og tilgangslaust að rifja þær upp. Við vorum aldrei ( hættu, enda skiptum við okkur ekki af neinu. — Komuð þið svo heim fljótlega eftir stríðslok? — Já, og ég man alltaf, þegar ég fór ( akademíið ( síðasta sinn til að sækja ýmsa hluti, sem ég átti þar. Prófessorinn minn ráfaði þar um, dauðhræddur, taugaveiklaður og eyðilagður maður. Bretarnir höfðu lagt stofnunina undir sig, og sóðaskapnum og eyðileggingunni verður ekki með orðum lýst. — Og svo gerðistu kennari við Handlða- og myndlistarskólann, þegar heim kom. — Já, er það ekki furðulegt, að ég skyldi gerast kennari eftir öll þau leiðindi, sem ég hafði af skóla- Kfinu? — Og hvernig líkar þér svo starf- ið? — Mér Kkar það bara vel. Auð- vitað tekur það dáKtinn tíma frá sjálfstæðu starfi, en aftur á móti veldur það þvf, að ég slitna ekki úr tengslum við yngri kynslóðina, kynnist stfellt nýju fólki, sem gam- an er að fylgjast með. — Hvað vill unga fólkið helzt læra? — Málaralistin er alltaf vinsæl. Auglýsingateiknun er Kka eftirsótt námsgrein. Skólinn er alltaf vel sótt- ur. — Eru margar stúlkur meðal nemenda? — Þær eru ekki síður áhugasam- ar. — Af hverju eru ekki fleiri kon- ur meðal þekktra listamanna? — Það er gamla sagan, þær gifta sig, og börnin gefa þeim ekki mikinn tíma til að standa við mál- aratrönur eða með meitil ( hönd. Margar hafa hug á að byrja aftur, þegar börnin eru komin upp, en treysta sér svo ekki til þess, þeg- ar til kemur. — Finnst þér vont að vera lista- maður á íslandi? — Listaverk eru seld á hlægilega lágu verði hér. Stórt málverk selst á áltka verði og fataskápur, sem hver asni getur smíðað í fullkomn- um vélum. Blöðin eru algerlega dauð, Kta ekki við listum, nema um sensasjón sé að ræða, ef t.d. gamall maður eða öldungis ólærð- ur maður tekur upp á því að mála. Og almenningur er skilningslftill. mennu þjóðfélagi? — Væri ekki unnt að ala fólk upp í listum? — Jú, áreiðanlega. Það á að byrja strax ( barnaskólunum, sýna börnunum mýndir af listaverkum, kenna þeim að skilja þau, þekkja greinarmun á ýmsum listastefnum, þekkja listamennina sjálfa. Það á að fara með þau á söfn og sýn- ingar. Það hefur enginn gaman af málverkum, sem aðeins hefur séð póstkort af landslagi. — Segðu mér Sigurður, vantar þig nokkuð lager undir málverkin þfn? — Mig vantar frekar málverk. — Þú ert svona vinsæll. — Eða svona afkastalítill. — Kennslan tefur auðvitað fyr- ir, og svo ertu mikið ( félagsmál- um, er það ekki? — Jú, ég er formaður Félags ís- lenzkra myndlistarmanna, og svo er nú; rétt einu sinni búið að pota mér í sýningarnefnd. Félagsmálin taka mikinn tíma, en þau auðga mann Kka. — Þú ert farinn að mála ab- strakt, Sigurður. — O-já, ég dunda svona við þetta sitt á hvað. Ég er orðinn nógu gamall til að viðurkenna fleiri en eina stefnu, sjáðu. En ég hélt þú ætlaðir ekki að minnast á list. VIKAN 10. tbl. 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.